Aðeins fyrirmenni fá aðgang að allra helgasta hluta Davíðs Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2021 11:39 Davíð er að hluta falinn ofan í hólki í ítalska skálanum á heimssýningunni í Dúbaí. AP/Kamran Jebreili Framsetning á styttunni af Davíð á heimssýningunni í Dúbaí sem nú stendur yfir hefur vakið þó nokkrar deilur. Almennir gestir geta aðeins barið höfuð styttunnar augum en aðgangur að öðrum hlutum hennar er aðeins fyrir fyrirmenni. Stytta ítalska endurreisnarmyndhöggvarans Mikelangelos af Davíð konungi úr Biblíunni hefur lengi verið þrætuepli. Nekt Davíðs hefur farið fyrir brjóstið á ýmsum í gegnum aldirnar, þar á meðal rómversk kaþólsku kirkjunni sem lét hylja manndóm Davíðs með fíkjublaði. Nýjasta deilan snýst um hvort að aðstandendur ítalska skálans á heimssýningunni hafi gerst sekir um ritskoðun og elítisma. Almennir gestir sjá aðeins höfuð eftirlíkingar af styttunni. Vildarvinir sýningarinnar sem eru með sérstakan aðgang geta hins vegar virt hana fyrir sér frá toppi til táar. „Það ætti ekki að vera tvennt ólíkt það sem þeir ríku, miklu og góðu geta séð annars vegar og venjulegt fólk hins vegar,“ segir Paul Gwynne, listsagnfræðingur við Bandaríska háskólann í Róm, við AP-fréttastofuna. Forstöðumaður ítalska skálans ber því við að framsetning styttunnar sé tegund af listrænni tjáningu. „Það er engin tilviljun að Davíð sést ekki neðan frá og upp eins og vanalega heldur tekur hann á móti fólki með því að horfa í andlitið á því,“ segir David Rampello. Svona birtist Davíð gestum sem stinga inn nefi í ítalska skálann. Þeir geta þó séð hluta af búknum með því að halla sér upp að handriði og líta niður. Fyrirmenni geta valsað um neðri hæð og virt styttuna fyrir sér í allri sinni dýrð.AP/Kamran Jebreili Blaðamaður ítalska blaðsins La Repubblica brást reiður við framsetningu styttunnar í Dúbaí. Styttan er innan í þröngum átthyrndum hólki umkringd eftirlíkingum af rómverskum súlum. Höfuðið stendur upp úr hólknum en búkurinn er fyrir neðan gegnsætt skilrúm. Aðeins er hægt að virða hann almennilega fyrir sér á annarri hæð fyrir neðan þá sem gestir koma fyrst inn. Kynfæri og rass stytturnar eru á milli hæða en gestir geta séð þau með því að standa nærri skilrúminu og líta upp. „Hvers vegna getur maður ekki séð allan líkama Biblíuhetjunnar, því maður sér aðeins höfuðið, mögnuð augun sem stara þögul á þig? Hvar er afgangurinn?“ sagði La Repubblica sem talaði um „afhöfðun“ styttunnar. Dinara Aksyanova, rússnesku gestur heimssýningarinnar, var á meðal þeirra sem varð fyrir sárum vonbrigðum með Davíð. „Hvers vegna var bara helmingur af honum? Það er ekkert vit í því. Áhugaverðasti hlutinn er fyrir neðan,“ sagði Aksyanova. Sameinuðu arabísku furstadæmin Myndlist Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Stytta ítalska endurreisnarmyndhöggvarans Mikelangelos af Davíð konungi úr Biblíunni hefur lengi verið þrætuepli. Nekt Davíðs hefur farið fyrir brjóstið á ýmsum í gegnum aldirnar, þar á meðal rómversk kaþólsku kirkjunni sem lét hylja manndóm Davíðs með fíkjublaði. Nýjasta deilan snýst um hvort að aðstandendur ítalska skálans á heimssýningunni hafi gerst sekir um ritskoðun og elítisma. Almennir gestir sjá aðeins höfuð eftirlíkingar af styttunni. Vildarvinir sýningarinnar sem eru með sérstakan aðgang geta hins vegar virt hana fyrir sér frá toppi til táar. „Það ætti ekki að vera tvennt ólíkt það sem þeir ríku, miklu og góðu geta séð annars vegar og venjulegt fólk hins vegar,“ segir Paul Gwynne, listsagnfræðingur við Bandaríska háskólann í Róm, við AP-fréttastofuna. Forstöðumaður ítalska skálans ber því við að framsetning styttunnar sé tegund af listrænni tjáningu. „Það er engin tilviljun að Davíð sést ekki neðan frá og upp eins og vanalega heldur tekur hann á móti fólki með því að horfa í andlitið á því,“ segir David Rampello. Svona birtist Davíð gestum sem stinga inn nefi í ítalska skálann. Þeir geta þó séð hluta af búknum með því að halla sér upp að handriði og líta niður. Fyrirmenni geta valsað um neðri hæð og virt styttuna fyrir sér í allri sinni dýrð.AP/Kamran Jebreili Blaðamaður ítalska blaðsins La Repubblica brást reiður við framsetningu styttunnar í Dúbaí. Styttan er innan í þröngum átthyrndum hólki umkringd eftirlíkingum af rómverskum súlum. Höfuðið stendur upp úr hólknum en búkurinn er fyrir neðan gegnsætt skilrúm. Aðeins er hægt að virða hann almennilega fyrir sér á annarri hæð fyrir neðan þá sem gestir koma fyrst inn. Kynfæri og rass stytturnar eru á milli hæða en gestir geta séð þau með því að standa nærri skilrúminu og líta upp. „Hvers vegna getur maður ekki séð allan líkama Biblíuhetjunnar, því maður sér aðeins höfuðið, mögnuð augun sem stara þögul á þig? Hvar er afgangurinn?“ sagði La Repubblica sem talaði um „afhöfðun“ styttunnar. Dinara Aksyanova, rússnesku gestur heimssýningarinnar, var á meðal þeirra sem varð fyrir sárum vonbrigðum með Davíð. „Hvers vegna var bara helmingur af honum? Það er ekkert vit í því. Áhugaverðasti hlutinn er fyrir neðan,“ sagði Aksyanova.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Myndlist Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira