Samkvæmt fréttatilkynningu frá 24.is er miðillinn alfarið í eigu starfsmanna hans en stofnendur miðilsins eru, auk Kristjóns Kormáks, þau Tómas Valgeirsson, Sunna Rós Víðisdóttir og Guðbjarni Traustason.
Kristjón Kormákur segir að um sé að ræða frjálsan og óháðan fjölmiðil sem „birti ekki allar fréttir en birti þínar fréttir.“
„Á 24.is verðum við gagnrýnin og beitt en leggjum líka áherslu á hið jákvæða og mannlega um allt land. Svo verðum rödd þeirra sem eru of brotnir til að tala eða misstu trúna á réttlæti og sanngirni,“ segir Kristjón Kormákur í fréttatilkynningu.

Til að byrja með verða fjórir blaðamenn á miðlinum en Kristjón segir í samtali við fréttastofu að hann vonist til að geta skrifað meira þegar búið sé að klára allt sem fylgi því að stofna nýjan fjölmiðil. Þá stendur til að miðillinn muni framleiða hlaðvarpsþætti og jafnframt eru hugmyndir uppi um að prenta mánaðarlega blað þegar líða fer á veturinn.
Guðbjarni Traustason verður framkvæmdastjóri miðilsins, Sunna Rós stjórnarformaður og Trausti verður frétta- og tæknistjóri og hönnuður vefmiðilsins.