Stöð 2 Sport
Klukkan 17.00 er komið að Körfuboltakvöldi kvenna. Klukkan 18.05 hefst leikur Íslandsmeistara Þórs Þorlákshafnar og nýliða Vestra í Subway-deildinni í körfubolta.
Klukkan 20.05 er leikur KR og Tindastóls á dagskrá í sömu deild. Klukkan 22.00 er svo komið að Tilþrifunum þar sem farið er yfir leiki kvöldsins í Subway-deild karla.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 19.20 hefst útsending frá leik Hauka og Villeneuve d'Ascq LM í Evrópukeppni kvenna í körfubolta.
Stöð 2 Golf
Klukkan 12.00 hefst Evrópumótaröðin í golfi. Klukkan 17.00 er svo komið að LET-mótaröðinni. Klukkan 21.00 er PGA-mótaröðin á dagskrá.
Stöð 2 E-Sport
Rauðvín og klakar eru á dagskrá klukkan 21.00.