Spá að verðbólga hækki áfram en dragi úr hækkunum á íbúðamarkaði Eiður Þór Árnason skrifar 14. október 2021 09:51 Hagfræðideild Landsbankans telur að það muni draga úr hækkunum á íbúðamarkaði á næstu mánuðum. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,6% hækkun á vísitölu neysluverðs í október og að verðbólgan hækki úr 4,4% í 4,5%. Spáir deildin því jafnframt að vísitalan hækki um 0,4% í nóvember, 0,3% í desember en lækki um 0,3% í janúar 2022. Gangi þetta eftir mun verðbólgan verða 4,8% í janúar. Verðbólga mældist 4,4% í september og hækkaði um 0,1 prósentustig milli mánaða. Þar voru áhrif reiknaðrar húsaleigu voru umtalsvert meiri en hagfræðideild Landsbankans reiknaði með en á móti lækkuðu flugfargjöld meira. „Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist hún 3,3% í september en hún sló hæst í 4,7% í janúar. Við spáum því að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði 3,4% í október,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Dragi úr hækkunum á íbúðamarkaði Bankinn telur að draga muni úr verðhækkunum á íbúðamarkaði á næstu mánuðum sem muni styðja við hjöðnun verðbólgunnar. Í september hækkaði húsnæðisverð í vísitölunni um 1,75% milli mánaða. Reiknuð húsaleiga hækkaði um tæplega 1,72%, en áhrif vaxtabreytinga voru tæplega 0,03%. „Þetta var mun meiri hækkun reiknaðrar húsaleigu en við áttum von á. Við spáðum því að hún myndi hækka um 0,8%. Við eigum von á að það dragi úr hækkunartakti húsnæðisverðs og að áhrif vaxtabreytinga til lækkunar á reiknaða húsaleigu hverfi alveg næstu mánuði. Áhrif lækkandi íbúðarlánavaxta á undanförnum misserum hafa dregið úr verðbólgu í gegnum reiknaða húsaleigu. Hækkun vaxta á íbúðalánum munu því að sama skapi hafa áhrif til aukinnar verðbólgu,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Miklar hækkanir hafa verið á húsnæðismarkaði eftir að faraldurinn skall á. Vísir/Vilhelm Verðbólga nái hámarki í desember Töluverð óvissa er sögð vera um þróun verðbólgunnar næstu misseri. Ef litið er lengra fram í tímann gerir hagfræðideildin ráð fyrir að verðbólga bæði með og án húsnæðis nái hámarki í desember. Síðan muni draga nokkuð hratt úr verðbólgu á báða þessa mælikvarða. Miklar hækkanir hafa verið á bensíni og dísilolíu að undanförnu samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu. Hagfræðideildin spáir því að verð á bensíni og dísilolíu hækki um 3,5% í október og 2,4% í nóvember. Gangi sú spá eftir mun tólf mánaða hækkun á dælueldsneyti verða tæp 24% í nóvember. Á þessu tímabili mun heimsmarkaðsverð olíu hafa hækkað um 86%. Minni hækkun á eldsneyti á dælu skýrist af því að hluti af opinberum gjöldum er föst krónutala. Fasteignamarkaður Íslenskir bankar Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Verðbólga mældist 4,4% í september og hækkaði um 0,1 prósentustig milli mánaða. Þar voru áhrif reiknaðrar húsaleigu voru umtalsvert meiri en hagfræðideild Landsbankans reiknaði með en á móti lækkuðu flugfargjöld meira. „Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist hún 3,3% í september en hún sló hæst í 4,7% í janúar. Við spáum því að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði 3,4% í október,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Dragi úr hækkunum á íbúðamarkaði Bankinn telur að draga muni úr verðhækkunum á íbúðamarkaði á næstu mánuðum sem muni styðja við hjöðnun verðbólgunnar. Í september hækkaði húsnæðisverð í vísitölunni um 1,75% milli mánaða. Reiknuð húsaleiga hækkaði um tæplega 1,72%, en áhrif vaxtabreytinga voru tæplega 0,03%. „Þetta var mun meiri hækkun reiknaðrar húsaleigu en við áttum von á. Við spáðum því að hún myndi hækka um 0,8%. Við eigum von á að það dragi úr hækkunartakti húsnæðisverðs og að áhrif vaxtabreytinga til lækkunar á reiknaða húsaleigu hverfi alveg næstu mánuði. Áhrif lækkandi íbúðarlánavaxta á undanförnum misserum hafa dregið úr verðbólgu í gegnum reiknaða húsaleigu. Hækkun vaxta á íbúðalánum munu því að sama skapi hafa áhrif til aukinnar verðbólgu,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Miklar hækkanir hafa verið á húsnæðismarkaði eftir að faraldurinn skall á. Vísir/Vilhelm Verðbólga nái hámarki í desember Töluverð óvissa er sögð vera um þróun verðbólgunnar næstu misseri. Ef litið er lengra fram í tímann gerir hagfræðideildin ráð fyrir að verðbólga bæði með og án húsnæðis nái hámarki í desember. Síðan muni draga nokkuð hratt úr verðbólgu á báða þessa mælikvarða. Miklar hækkanir hafa verið á bensíni og dísilolíu að undanförnu samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu. Hagfræðideildin spáir því að verð á bensíni og dísilolíu hækki um 3,5% í október og 2,4% í nóvember. Gangi sú spá eftir mun tólf mánaða hækkun á dælueldsneyti verða tæp 24% í nóvember. Á þessu tímabili mun heimsmarkaðsverð olíu hafa hækkað um 86%. Minni hækkun á eldsneyti á dælu skýrist af því að hluti af opinberum gjöldum er föst krónutala.
Fasteignamarkaður Íslenskir bankar Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira