KR-ingurinn mætir liðinu sem hann yfirgaf á miðju tímabil í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2021 14:31 Shawn Glover í leik með Tindastólsliðinu á síðustu leiktíð. Vísir/Hulda Margrét Augu margra verða á Shawn Derrick Glover í DHL-höllinni í kvöld þegar KR tekur á móti Tindastól í annarri umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Bæði lið unnu sinn leik í fyrstu umferðinni og það verður forvitnilegt að sjá hvernig Stólarnir fylgja eftir sannfærandi sigri sínum á sterku Valsliði. KR-ingar voru frábærir í sókninni í fyrsta leik en þurfa örugglega að spila betri vörn í kvöld. Leikur KR og Tindastóls verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 20.05. Á undan honum verður sýndur beint leikur Þórs úr Þorlákshöfn og Vestra en á eftir mun Kjartan Atli Kjartansson umsjónarmaður Körfuboltakvölds fara yfir leiki kvöldsins í Tilþrifunum með sérfræðingnum Hermanni Haukssyni. Stórleikur kvöldsins verður í Vesturbænum og þar verður sérstaklega athyglisvert að sjá hvort Glover eða Stólarnir ætli að sýna hinum hvar Davíð keypti ölið. Glover stimplaði sig vel inn í KR-liðinu með því að skora 40 stig í sigri á Blikum í fyrstu umferðinni. Það er á ferðinni frábær sóknarmaður sem gestirnir af Sauðárkróki þekkja mjög vel. Hann er nefnilega að mæta sínum gömlu félögum í Tindastól en það má samt segja að Glover hafi hætt í miðjum klíðum á síðustu leiktíð. Glover var með það í samningi sínum við Stólana að hann gæti hoppað á nýtt tilboð hvenær sem er á tímabilinu og þrátt fyrir beiðni frá Tindastólsmönnum þá var hann ekki tilbúinn að afsala sér þeim rétti. Þegar kom að því að glugginn væri að loka þá vildu Stólarnir ekki lenda því að verða kanalausir í miðri úrslitakeppni af því að Glover væri farinn annað. Tindastóll samdi því við Flenard Whitfield sem kláraði tímabilið með liðinu. Whitfield var með 16,5 stig skoruð að meðaltali og 21,8 framlagsstig í leik en Glover endaði tímabilið með 26,2 stig skoruð í leik og 27,4 framlagsstig í leik. Stólarnir steinlágu 91-69 á móti ÍR í síðasta leik Glover með liðinu en hann skoraði bara þrettán stig í þeim leik eftir að hafa verið með 27,5 stig að meðaltali í leik fram að því. Stólarnir fóru líka burtu með stigin úr DHL-höllinni á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið KR-liðið 104-101. Umræddur Glover var með 30 stig og 8 fráköst fyrir Tindastólsliðið í leiknum og nýtti þá 67 prósent skota sinna. Stólarnir unnu með tíu stigum þegar hann var inn á gólfinu. Subway-deild karla KR Tindastóll Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Bæði lið unnu sinn leik í fyrstu umferðinni og það verður forvitnilegt að sjá hvernig Stólarnir fylgja eftir sannfærandi sigri sínum á sterku Valsliði. KR-ingar voru frábærir í sókninni í fyrsta leik en þurfa örugglega að spila betri vörn í kvöld. Leikur KR og Tindastóls verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 20.05. Á undan honum verður sýndur beint leikur Þórs úr Þorlákshöfn og Vestra en á eftir mun Kjartan Atli Kjartansson umsjónarmaður Körfuboltakvölds fara yfir leiki kvöldsins í Tilþrifunum með sérfræðingnum Hermanni Haukssyni. Stórleikur kvöldsins verður í Vesturbænum og þar verður sérstaklega athyglisvert að sjá hvort Glover eða Stólarnir ætli að sýna hinum hvar Davíð keypti ölið. Glover stimplaði sig vel inn í KR-liðinu með því að skora 40 stig í sigri á Blikum í fyrstu umferðinni. Það er á ferðinni frábær sóknarmaður sem gestirnir af Sauðárkróki þekkja mjög vel. Hann er nefnilega að mæta sínum gömlu félögum í Tindastól en það má samt segja að Glover hafi hætt í miðjum klíðum á síðustu leiktíð. Glover var með það í samningi sínum við Stólana að hann gæti hoppað á nýtt tilboð hvenær sem er á tímabilinu og þrátt fyrir beiðni frá Tindastólsmönnum þá var hann ekki tilbúinn að afsala sér þeim rétti. Þegar kom að því að glugginn væri að loka þá vildu Stólarnir ekki lenda því að verða kanalausir í miðri úrslitakeppni af því að Glover væri farinn annað. Tindastóll samdi því við Flenard Whitfield sem kláraði tímabilið með liðinu. Whitfield var með 16,5 stig skoruð að meðaltali og 21,8 framlagsstig í leik en Glover endaði tímabilið með 26,2 stig skoruð í leik og 27,4 framlagsstig í leik. Stólarnir steinlágu 91-69 á móti ÍR í síðasta leik Glover með liðinu en hann skoraði bara þrettán stig í þeim leik eftir að hafa verið með 27,5 stig að meðaltali í leik fram að því. Stólarnir fóru líka burtu með stigin úr DHL-höllinni á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið KR-liðið 104-101. Umræddur Glover var með 30 stig og 8 fráköst fyrir Tindastólsliðið í leiknum og nýtti þá 67 prósent skota sinna. Stólarnir unnu með tíu stigum þegar hann var inn á gólfinu.
Subway-deild karla KR Tindastóll Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli