Ný ríkisstjórn Noregs ætla að halda áfram olíuvinnslu Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2021 13:59 Jonas Gahr Støre sestur í forsætisráðherrastólinn. Verkamannaflokkur hans myndaði minnihlutastjórn með Miðflokknum. Vísir/EPA Jonas Gahr Støre kynnti nýja ríkisstjórn Verkamannaflokks hans og Miðflokksins í dag. Flokkarnir eru sammála um að halda áfram að leita að og vinna olíu og gas næstu árin. Nýja miðvinstristjórnin verður minnihlutastjórn en Vinstri sósíalistar drógu sig út úr stjórnarmyndunarviðræðrum flokkanna þriggja. Konur eru í meirihluta í ríkisstjórninni í fyrsta skipti í sögu Noregs. Af átján ráðherrum verða tíu konur, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Á meðal þeirra kvenna sem taka sæti í stjórninni er Emilie Enger Mehl sem verður dómsmálaráðherra, aðeins 28 ára gömul. Hún er með meistaragráðu í lögfræði og sat í utanríkis- og dómsmálanefnd norska þingsins á síðasta kjörtímabili. Trygve Slagsvold Vedum úr Miðflokknum verður fjármálaráðherra en hann hefur setið í fjárlaganefnd Stórþingsins undanfarin tvö kjörtímabil. Anniken Huitfeldt úr Verkamannaflokknum verður utanríkisráðherra og Hadia Tajik, atvinnu- og aðlögunarráðherra. Tveir ráðherrar eru eftirlifendur úr hryðjuverkaárásinni á Úteyju 22. júlí árið 2011. Tonje Brenna, menntamálaráðherra, og Jan Christian Vestre, viðskipta- og iðnaðarráðherra, voru bæði á ungmennamóti Verkamannaflokksins í eynni þegar hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik myrti 77 félaga þeirra. Emilie Enger Mehl, nýr dómsmálaráðherra, (t.v.) með Odd Roger Enoksen varnarmálaráðherra og Anette Trettebergstuen, menningar- og jafnréttismálaráðherra.Vísir/EPA Ætla ekki að leggja olíuiðnaðinn niður Loftslagsmál og framtíð olíu- og gasiðnaðarins sem hefur gert Noreg að vellauðugu landi voru á meðal stærstu mála kosningabaráttunar í haust. Verkamanna- og Miðflokkurinn boða engar stórar breytingar á iðnaðinum. „Norski olíuiðnaðurinn verður þróaður áfram en ekki tekinn í sundur,“ sögðu flokkarnir í stefnuyfirlýsingu sinni. Áfram verður haldið að gefa út ný leyfi til olíuleitar en stefnan er að ný vinnsla verði á hafsvæðum sem eru þegar lögð undir olíuborpalla. Norðmenn framleiða um fjórar milljónir tunna af olíu á hverjum degi. Um helmingur af útflutningstekjum landsins koma frá sölu á jarðefnaeldsneyti. Olíuiðnaðurinn tók tíðindunum fagnandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áform ríkisstjórnarinnar um að veita honum aðgang að nýjum olíulindum séu mikilvæg til að olíu- og gasvinnsla haldi áfram að skapa tekjur. Umhverfisverndarsamtök eru ekki eins hrifin. „Við fáum nýja ríkisstjórn en með ábyrgðalausu stefnumálin um jarðefnaeldsneyti og fyrri stjórnir. Stefnuskrá ríkisstjórnarinnar þýðir að það er haldið fulla ferð áfram með olíuleit,“ segir Frode Pleym, forsvarsmaður Grænfriðunga í Noregi. Noregur Þingkosningar í Noregi Bensín og olía Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Nýja miðvinstristjórnin verður minnihlutastjórn en Vinstri sósíalistar drógu sig út úr stjórnarmyndunarviðræðrum flokkanna þriggja. Konur eru í meirihluta í ríkisstjórninni í fyrsta skipti í sögu Noregs. Af átján ráðherrum verða tíu konur, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Á meðal þeirra kvenna sem taka sæti í stjórninni er Emilie Enger Mehl sem verður dómsmálaráðherra, aðeins 28 ára gömul. Hún er með meistaragráðu í lögfræði og sat í utanríkis- og dómsmálanefnd norska þingsins á síðasta kjörtímabili. Trygve Slagsvold Vedum úr Miðflokknum verður fjármálaráðherra en hann hefur setið í fjárlaganefnd Stórþingsins undanfarin tvö kjörtímabil. Anniken Huitfeldt úr Verkamannaflokknum verður utanríkisráðherra og Hadia Tajik, atvinnu- og aðlögunarráðherra. Tveir ráðherrar eru eftirlifendur úr hryðjuverkaárásinni á Úteyju 22. júlí árið 2011. Tonje Brenna, menntamálaráðherra, og Jan Christian Vestre, viðskipta- og iðnaðarráðherra, voru bæði á ungmennamóti Verkamannaflokksins í eynni þegar hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik myrti 77 félaga þeirra. Emilie Enger Mehl, nýr dómsmálaráðherra, (t.v.) með Odd Roger Enoksen varnarmálaráðherra og Anette Trettebergstuen, menningar- og jafnréttismálaráðherra.Vísir/EPA Ætla ekki að leggja olíuiðnaðinn niður Loftslagsmál og framtíð olíu- og gasiðnaðarins sem hefur gert Noreg að vellauðugu landi voru á meðal stærstu mála kosningabaráttunar í haust. Verkamanna- og Miðflokkurinn boða engar stórar breytingar á iðnaðinum. „Norski olíuiðnaðurinn verður þróaður áfram en ekki tekinn í sundur,“ sögðu flokkarnir í stefnuyfirlýsingu sinni. Áfram verður haldið að gefa út ný leyfi til olíuleitar en stefnan er að ný vinnsla verði á hafsvæðum sem eru þegar lögð undir olíuborpalla. Norðmenn framleiða um fjórar milljónir tunna af olíu á hverjum degi. Um helmingur af útflutningstekjum landsins koma frá sölu á jarðefnaeldsneyti. Olíuiðnaðurinn tók tíðindunum fagnandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áform ríkisstjórnarinnar um að veita honum aðgang að nýjum olíulindum séu mikilvæg til að olíu- og gasvinnsla haldi áfram að skapa tekjur. Umhverfisverndarsamtök eru ekki eins hrifin. „Við fáum nýja ríkisstjórn en með ábyrgðalausu stefnumálin um jarðefnaeldsneyti og fyrri stjórnir. Stefnuskrá ríkisstjórnarinnar þýðir að það er haldið fulla ferð áfram með olíuleit,“ segir Frode Pleym, forsvarsmaður Grænfriðunga í Noregi.
Noregur Þingkosningar í Noregi Bensín og olía Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira