Frá þessu var fyrst greint á Fótbolti.net, en þar kemur fram að Birnir verði kynntur sem leikmaður Víkings í hádeginu á morgun.
Birnir er 24 ára sóknarmaður, alinn upp hjá Fjölni, en hefur einnig leikið með Val hér á landi.
Alls á Birnir að baki 121 leik í efstu deild þar sem hann hefur skorað 25 mörk en hann lék 21 leik með HK í úrvalsdeildinni í sumar þar sem hann skoraði 6 mörk.
Birnir verður því þriðji leikmaðurinn sem Víkingar krækja í eftir nýafstaðið tímabil, en hinir tveir eru þeir Arnór Borg Guðjohnsen frá Fylki og Kyle McLachlan frá Fram.