Einn af hverjum tíu greiðir minnst 70 prósent tekna í leigu Eiður Þór Árnason skrifar 15. október 2021 10:44 Sveiflur hafa verið á framboði leiguhúsnæðis vegna áhrifa heimsfaraldursins. Vísir/Vilhelm Þrettán prósent þeirra sem leigja íbúðahúsnæði af einstaklingum eða einkareknu leigufélagi greiða 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Hlutfallið er hærra hjá einstaklingum sem búa á stúdentagörðum, eða 15 prósent. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var fyrir hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Fjallað er um niðurstöðurnar í nýrri mánaðarskýrslu hagdeildarinnar en heilt yfir sögðust 10,5 prósent svarenda greiða 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum í leigu. Samsvarar þetta þúsundum heimila í landinu. Um 27 prósent svarenda sögðust greiða um helming eða meira af ráðstöfunartekjum í leigu. Morgunblaðið greindi fyrst frá. Samkvæmt skýrslu HMS hækkar almennt hlutfall leigufjárhæðar af ráðstöfunartekjum lítillega milli ára og fer úr 44 prósentum í 45 prósent. Árin á undan hafði hlutfallið verið í kringum 40 prósent. Niðurstöður úr könnun Prósents sem unnin var fyrir hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.HMS Að sögn hagdeildar HMS gæti þetta einnig verið til marks um það að tekjuhærri einstaklingar hafi náð að kaupa sér húsnæði eftir að vextir lækkuðu. Í því samhengi mátti einmitt greina versnandi fjárhag leigjenda á milli ára í fyrra en hins vegar virðist hann batna nú miðað við könnunina í ár. Um 49,7 prósent leigjenda, 18 ára og eldri, segjast fá greiddar húsnæðisbætur. Þetta samsvarar hækkun um 1,6 prósentustig á milli ára. Nýjum þinglýstum leigusamningum fækkar Samkvæmt greiningu hagdeildar HMS hélt þinglýstum leigusamningum áfram að fækka í ágúst miðað við 12 mánaða breytingu á fjölda útgefinna samninga í hverjum mánuði. Ánægja með leiguhúsnæði stendur nánast í stað milli ára samkvæmt könnun HMS. Að sögn hagdeildarinnar er áberandi hvað leigjendur hjá einkareknu leigufélögunum og þeir sem leigja hjá sveitarfélögum eru óánægðir í samanburði við aðra. Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnu leigufélagi og hjá ættingjum og vinum eru mun ánægðari með íbúðarhúsnæði sitt en aðrir. Hversu auðvelt leigjendum fannst að verða sér úti um núverandi húsnæði lækkar örlítið á milli ára að meðaltali eftir að hafa hækkað í öllum könnunum sem framkvæmdar hafa verið síðan 2015. Meðaltalið er hins vegar enn sögulega hátt en hlutföllin í ár eru á pari við svörun í könnuninni sem framkvæmd var á sama tíma árið 2019. Að sama skapi minnkar hlutfall þeirra sem telja að nægt framboð sé af íbúðarhúsnæði til leigu sem hentar þeim og þeirra fjölskyldu. Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði heldur áfram að lækka Farið er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði eftir mikla spennu undanfarin misseri. Endurspeglast þetta í fækkun kaupsamninga en áfram sjást talsverðar verðhækkanir. 14. október 2021 11:16 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var fyrir hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Fjallað er um niðurstöðurnar í nýrri mánaðarskýrslu hagdeildarinnar en heilt yfir sögðust 10,5 prósent svarenda greiða 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum í leigu. Samsvarar þetta þúsundum heimila í landinu. Um 27 prósent svarenda sögðust greiða um helming eða meira af ráðstöfunartekjum í leigu. Morgunblaðið greindi fyrst frá. Samkvæmt skýrslu HMS hækkar almennt hlutfall leigufjárhæðar af ráðstöfunartekjum lítillega milli ára og fer úr 44 prósentum í 45 prósent. Árin á undan hafði hlutfallið verið í kringum 40 prósent. Niðurstöður úr könnun Prósents sem unnin var fyrir hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.HMS Að sögn hagdeildar HMS gæti þetta einnig verið til marks um það að tekjuhærri einstaklingar hafi náð að kaupa sér húsnæði eftir að vextir lækkuðu. Í því samhengi mátti einmitt greina versnandi fjárhag leigjenda á milli ára í fyrra en hins vegar virðist hann batna nú miðað við könnunina í ár. Um 49,7 prósent leigjenda, 18 ára og eldri, segjast fá greiddar húsnæðisbætur. Þetta samsvarar hækkun um 1,6 prósentustig á milli ára. Nýjum þinglýstum leigusamningum fækkar Samkvæmt greiningu hagdeildar HMS hélt þinglýstum leigusamningum áfram að fækka í ágúst miðað við 12 mánaða breytingu á fjölda útgefinna samninga í hverjum mánuði. Ánægja með leiguhúsnæði stendur nánast í stað milli ára samkvæmt könnun HMS. Að sögn hagdeildarinnar er áberandi hvað leigjendur hjá einkareknu leigufélögunum og þeir sem leigja hjá sveitarfélögum eru óánægðir í samanburði við aðra. Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnu leigufélagi og hjá ættingjum og vinum eru mun ánægðari með íbúðarhúsnæði sitt en aðrir. Hversu auðvelt leigjendum fannst að verða sér úti um núverandi húsnæði lækkar örlítið á milli ára að meðaltali eftir að hafa hækkað í öllum könnunum sem framkvæmdar hafa verið síðan 2015. Meðaltalið er hins vegar enn sögulega hátt en hlutföllin í ár eru á pari við svörun í könnuninni sem framkvæmd var á sama tíma árið 2019. Að sama skapi minnkar hlutfall þeirra sem telja að nægt framboð sé af íbúðarhúsnæði til leigu sem hentar þeim og þeirra fjölskyldu.
Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði heldur áfram að lækka Farið er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði eftir mikla spennu undanfarin misseri. Endurspeglast þetta í fækkun kaupsamninga en áfram sjást talsverðar verðhækkanir. 14. október 2021 11:16 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði heldur áfram að lækka Farið er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði eftir mikla spennu undanfarin misseri. Endurspeglast þetta í fækkun kaupsamninga en áfram sjást talsverðar verðhækkanir. 14. október 2021 11:16