Fjórar þjóðir vilja halda EM saman með stuðningi frá Íslandi og Færeyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2021 11:16 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í leik á móti Evrópumeisturum Hollands á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Íslands segir á heimasíðu sinni að fjórar af Norðurlandaþjóðunum ætli að senda inn sameiginlegt boð um að halda Evrópumót kvenna í knattspyrnu árið 2025 og íslenska sambandið mun koma að þessu líka. Þetta hefur legið lengi í loftinu og þrátt fyrir að Ísland geti ekki boðið upp á löglegan keppnisvöll þá fær Ísland að vera með. Fimm Norðurlandaþjóðir (Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð) hafa tryggt sér sæti í lokakeppni EM 2022 sem fram fer á Englandi næsta sumar sem sýnir vel sterka stöðu norrænu landsliðanna inn á vellinum. KSÍ segir í frétt sinni á heimasíðunni að síðustu fjögur árin hafa knattspyrnusamböndin á Norðurlöndunum unnið náið saman að sameiginlegri umsókn um að halda lokakeppni stórmóts landsliða og hafa nú ákveðið að sækja um að halda lokakeppni EM kvenna 2025. Frá árinu 2018 var í fyrstu unnið saman að öflugri umsókn um að halda lokakeppni HM kvenna 2027. Á sama tíma hefur Knattspyrnusamband Danmerkur unnið að metnaðarfullri umsókn um að halda EM kvenna 2025. Nú verður breyting á þessu. Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð hafa nú ákveðið að sækja um að halda EM kvenna 2025, með stuðningi Knattspyrnusambanda Færeyja og Íslands. Ljóst er að leikir í keppninni geta ekki farið fram í Færeyjum eða á Íslandi þar sem ekki eru til staðar leikvangar sem uppfylla sett skilyrði. Ljóst er að leikir í keppninni geta ekki farið fram í Færeyjum eða á Íslandi þar sem ekki eru til staðar leikvangar sem uppfylla sett skilyrði. https://t.co/ps55KWCcB3— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 15, 2021 „Við höfum unnið náið saman síðustu fjögur árin og erum öll með metnaðarfullar hugmyndir um þróun kvennaknattspyrnu. Við erum viss um að EM kvenna 2025 á Norðurlöndum verði frábær viðburður fyrir kvennaknattspyrnu – fyrir stuðningsmenn, leikmenn, aðra hagsmunaaðila og fyrir UEFA,” segir í fréttinni á heimasíðu KSÍ. Formaður danska sambandsins staðfestir þetta í samtali við fjölmiðla. „Við höfum ákveðið að senda inn boð um að halda EM kvenna 2025. Þetta eru þá Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland saman en með stuðningi frá Íslandi og Færeyjum,“ sagði Jesper Möller í viðtali við Ritzau fréttaveituna. Norge, Sverige, Danmark og Finland søker om å arrangere fotball-EM for kvinner i 2025 https://t.co/Cz5BxY9UH7— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) October 15, 2021 Danir voru að íhuga það að halda Evrópumótið einir en kvennakeppnin er alltaf að stækka og nýjar körfur frá evrópska knattspyrnusambandinu hafa gert það ómögulegt. „Okkar að mat er að með þessu getum við sett fram okkar sterkasta boð til að fá úrslitakeppnina til Norðurlanda. Það er best að leita eftir samvinnu með hinum Norðurlandaþjóðunum,“ sagði Möller. „Við byrjum á því að sýna fram á okkar áhuga en formlegur skilafrestur er síðan ekki fyrra en seinna í ár. Við teljum að það sé raunhæft fyrir okkur að fá keppnina 2025,“ sagði Möller. Knattspyrnusambönd Norðurlandanna hafa rætt hvaða lokakeppni þau vilja sækja um og niðurstaðan er að allur þungi verður lagður í umsókn um lokakeppni EM kvenna 2025. Formenn sambandanna bíða jafnframt frekari upplýsinga varðandi umsóknir um lokakeppni HM kvenna 2027. Framkvæmdastjórn UEFA mun ákveða hvar mótið verður haldið á fundi sínum í desember 2022. EM kvenna fór síðast fram í Hollandi sumarið 2017 en næsta keppni verður í Englandi næsta sumar. Svíar héldu keppnina einir sumarið 2013 og Finnar voru einir með hana sumarið 2009. Danir héldu hana árið 1991 en þá voru bara fjórar þjóðir í úrslitunum. Norðmenn og Svíar héldu fyrstu átta þjóða Evrópukeppnina saman sumarið 1997. KSÍ Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Þetta hefur legið lengi í loftinu og þrátt fyrir að Ísland geti ekki boðið upp á löglegan keppnisvöll þá fær Ísland að vera með. Fimm Norðurlandaþjóðir (Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð) hafa tryggt sér sæti í lokakeppni EM 2022 sem fram fer á Englandi næsta sumar sem sýnir vel sterka stöðu norrænu landsliðanna inn á vellinum. KSÍ segir í frétt sinni á heimasíðunni að síðustu fjögur árin hafa knattspyrnusamböndin á Norðurlöndunum unnið náið saman að sameiginlegri umsókn um að halda lokakeppni stórmóts landsliða og hafa nú ákveðið að sækja um að halda lokakeppni EM kvenna 2025. Frá árinu 2018 var í fyrstu unnið saman að öflugri umsókn um að halda lokakeppni HM kvenna 2027. Á sama tíma hefur Knattspyrnusamband Danmerkur unnið að metnaðarfullri umsókn um að halda EM kvenna 2025. Nú verður breyting á þessu. Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð hafa nú ákveðið að sækja um að halda EM kvenna 2025, með stuðningi Knattspyrnusambanda Færeyja og Íslands. Ljóst er að leikir í keppninni geta ekki farið fram í Færeyjum eða á Íslandi þar sem ekki eru til staðar leikvangar sem uppfylla sett skilyrði. Ljóst er að leikir í keppninni geta ekki farið fram í Færeyjum eða á Íslandi þar sem ekki eru til staðar leikvangar sem uppfylla sett skilyrði. https://t.co/ps55KWCcB3— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 15, 2021 „Við höfum unnið náið saman síðustu fjögur árin og erum öll með metnaðarfullar hugmyndir um þróun kvennaknattspyrnu. Við erum viss um að EM kvenna 2025 á Norðurlöndum verði frábær viðburður fyrir kvennaknattspyrnu – fyrir stuðningsmenn, leikmenn, aðra hagsmunaaðila og fyrir UEFA,” segir í fréttinni á heimasíðu KSÍ. Formaður danska sambandsins staðfestir þetta í samtali við fjölmiðla. „Við höfum ákveðið að senda inn boð um að halda EM kvenna 2025. Þetta eru þá Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland saman en með stuðningi frá Íslandi og Færeyjum,“ sagði Jesper Möller í viðtali við Ritzau fréttaveituna. Norge, Sverige, Danmark og Finland søker om å arrangere fotball-EM for kvinner i 2025 https://t.co/Cz5BxY9UH7— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) October 15, 2021 Danir voru að íhuga það að halda Evrópumótið einir en kvennakeppnin er alltaf að stækka og nýjar körfur frá evrópska knattspyrnusambandinu hafa gert það ómögulegt. „Okkar að mat er að með þessu getum við sett fram okkar sterkasta boð til að fá úrslitakeppnina til Norðurlanda. Það er best að leita eftir samvinnu með hinum Norðurlandaþjóðunum,“ sagði Möller. „Við byrjum á því að sýna fram á okkar áhuga en formlegur skilafrestur er síðan ekki fyrra en seinna í ár. Við teljum að það sé raunhæft fyrir okkur að fá keppnina 2025,“ sagði Möller. Knattspyrnusambönd Norðurlandanna hafa rætt hvaða lokakeppni þau vilja sækja um og niðurstaðan er að allur þungi verður lagður í umsókn um lokakeppni EM kvenna 2025. Formenn sambandanna bíða jafnframt frekari upplýsinga varðandi umsóknir um lokakeppni HM kvenna 2027. Framkvæmdastjórn UEFA mun ákveða hvar mótið verður haldið á fundi sínum í desember 2022. EM kvenna fór síðast fram í Hollandi sumarið 2017 en næsta keppni verður í Englandi næsta sumar. Svíar héldu keppnina einir sumarið 2013 og Finnar voru einir með hana sumarið 2009. Danir héldu hana árið 1991 en þá voru bara fjórar þjóðir í úrslitunum. Norðmenn og Svíar héldu fyrstu átta þjóða Evrópukeppnina saman sumarið 1997.
KSÍ Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira