„Við vorum bara á afturfótunum allan tímann“ Atli Arason skrifar 15. október 2021 23:00 Hlynur Bæringsson sagði að Stjörnumenn hefðu verið of soft gegn Keflvíkingum í kvöld Vísir/Getty Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, var eðlilega ekki sáttur eftir 15 stiga tap í Keflavík í kvöld, 80-65. Heimamenn voru töluvert betri í frákasta leiknum undir körfunni en Keflvíkingar tóku 49 fráköst gegn 29 hjá Stjörnunni og Hlynur telur það sem eina af helstu ástæðunum fyrir tapi Stjörnunnar í kvöld. „Við vorum aðeins of soft, þeir tóku mikið aðeins of mikið af sóknarfráköstum. Þeir stjórnuðu tempóinu og ákafanum. Mér fannst þetta ekki vera eitthvað taktískt, frekar að við vorum bara á afturfótunum allan tímann. Þeir voru bara betri heilt yfir,“ sagði Hlynur frekar svekktur í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við, „þeir voru einhvern veginn bara klárari í þetta, þeir voru meira ‘physical‘ og við náðum ekki stoppi í svolítið langan tíma í öðrum leikhluta.“ Aðspurður af því hvort Hlynur hefði verið ánægður með eitthvað sérstakt í leik liðsins í kvöld þá varð hann að hugsa sig um í smá tíma áður en hann nefndi tvo leikmenn sem Stjörnunnar sem honum þótti standa upp úr. „Mér fannst Gunni [Ólafsson] góður. Mér fannst Rob [Turner] búa til mikið, Rob hefði mátt klára betur en hann bjó til mikið fyrir okkur og við nýttum það ekki. Hann bjó til mikið af opnum skotum allan fyrri hálfleikinn. Ég er ánægður með þá tvo til dæmis,“ svaraði Hlynur. Stjarnan fékk alls þrjá nýja erlenda leikmenn fyrir tímabilið, tveir þeirra voru í byrjunarliðinu í kvöld, Robert Turner og Shawn Hopkins og svo var David Gabrovsek að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið í kvöld. Hlynur er spenntur fyrir þessum leikmönnum og telur þá alla eiga meira inni miðað við hvað þeir sýndu í kvöld. „Þeir eru allir góðir. David er búinn að vera meiddur en hann er flinkur leikmaður. Þetta er alvöru evrópskur fjarki, góður skotmaður og klár leikmaður. Við skorum samt bara 65 stig í dag þannig það var enginn sérstaklega heitur í þessum leik. Rob verður aðeins meira að taka til sín, eins og hann gerði í seinni hálfleik í síðasta leik [gegn ÍR] út af því að hann er mjög góður í að finna okkur hina. Ég held að þetta séu allt ágætis leikmenn,“ sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, að lokum. Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira
„Við vorum aðeins of soft, þeir tóku mikið aðeins of mikið af sóknarfráköstum. Þeir stjórnuðu tempóinu og ákafanum. Mér fannst þetta ekki vera eitthvað taktískt, frekar að við vorum bara á afturfótunum allan tímann. Þeir voru bara betri heilt yfir,“ sagði Hlynur frekar svekktur í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við, „þeir voru einhvern veginn bara klárari í þetta, þeir voru meira ‘physical‘ og við náðum ekki stoppi í svolítið langan tíma í öðrum leikhluta.“ Aðspurður af því hvort Hlynur hefði verið ánægður með eitthvað sérstakt í leik liðsins í kvöld þá varð hann að hugsa sig um í smá tíma áður en hann nefndi tvo leikmenn sem Stjörnunnar sem honum þótti standa upp úr. „Mér fannst Gunni [Ólafsson] góður. Mér fannst Rob [Turner] búa til mikið, Rob hefði mátt klára betur en hann bjó til mikið fyrir okkur og við nýttum það ekki. Hann bjó til mikið af opnum skotum allan fyrri hálfleikinn. Ég er ánægður með þá tvo til dæmis,“ svaraði Hlynur. Stjarnan fékk alls þrjá nýja erlenda leikmenn fyrir tímabilið, tveir þeirra voru í byrjunarliðinu í kvöld, Robert Turner og Shawn Hopkins og svo var David Gabrovsek að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið í kvöld. Hlynur er spenntur fyrir þessum leikmönnum og telur þá alla eiga meira inni miðað við hvað þeir sýndu í kvöld. „Þeir eru allir góðir. David er búinn að vera meiddur en hann er flinkur leikmaður. Þetta er alvöru evrópskur fjarki, góður skotmaður og klár leikmaður. Við skorum samt bara 65 stig í dag þannig það var enginn sérstaklega heitur í þessum leik. Rob verður aðeins meira að taka til sín, eins og hann gerði í seinni hálfleik í síðasta leik [gegn ÍR] út af því að hann er mjög góður í að finna okkur hina. Ég held að þetta séu allt ágætis leikmenn,“ sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, að lokum.
Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira