Efast um að hæfasta forstjórann sé að finna í framkvæmdastjórn Landspítalans Árni Sæberg skrifar 16. október 2021 17:22 Theódór Skúli Sigurðsson er barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Læknir á Landspítalanum segir vera þörf á því að fá hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. Hann efast um að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans. Theódór Skúli Sigurðsson, barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum, skrifaði skoðanagrein á Vísi í dag þar sem hann fer hörðum orðum um yfirstjórn Landspítalans. Hann segir endurtekin neyðarköll frá starfsfólki Landspítalans ekki hafa farið framhjá nokkrum manni síðustu árin og að endurteknar aðgerðaáætlanir yfirmanna Landspítalans og skýrslur embættismanna heilbrigðiskerfisins hafi engum árangri skilað. Þá segir hann að upplifun Páls Matthíassonar, fyrrverandi forstjóra spítalans, og lýsingar hans af stöðu Landspítalans hafi verið í litlu samræmi við raunveruleika starfsfólksins á gólfinu undanfarin misseri. Allsherjar uppstokkun sé þörf Theódór Skúli segir að vilji stjórnvöld á Íslandi raunverulegar og varanlegar úrbætur á Landspítalanum þurfi allsherjar uppstokkun í yfirstjórn Landspítalans til að tryggja nýjar hugmyndir og lausnir inní framtíðina. Óbreytt ástand sé einfaldlega ekki valkostur við núverandi aðstæður. „Til að nýr Landspítali sem nú rís upp úr Vatnsmýrinni geti orðið glæsilegt flaggskip heilbrigðismála, stolt Íslendinga inn í framtíðina, er ljóst að nýtt hugarfar mun þurfa til að koma í veg fyrir að skipið sökkvi með manni og mús,“ segir Theódór Skúli. Settur forstjóri hafi borið ábyrgð á Bráðamóttökunni Theódór Skúli segir Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, settan forstjóra Landspítalans hafa borið ábyrgð á rekstri Bráðamóttökunnar í meira en áratug. Að mati hans er því ólíklegt að von sé á nokkurri lausn á krónískum vandamálum Landspítalans frá henni. Ærandi þögn um framtíð heilbrigðismála Theódór Skúli segir þá þögn sem ríkt hefur um framtíð heilbrigðismála vekja upp ótta um að öll kosningaloforð muni fljótt gleymast. Þá segir hann það vera mjög sérkennilegt hversu skyndilega hafi verið auglýst í stöðu forstjóra Landspítalans og að umsóknarfrestur sé einungis tvær vikur. „Slík flýtimeðferð vekur upp áleitnar spurningar og getur sett verðandi heilbrigðisráðherra í afar erfiða og sérkennilega stöðu á komandi kjörtímabili,“ segir hann. Starf forstjóra sé það mikilvægasta í heilbrigðiskerfinu Theódór Skúli segir starf forstjóra Landspítalans vera mikilvægasta starf heilbrigðiskerfisins, á stærsta vinnustað landsins sem tekur til sín stærstan hluta þess fjármagns sem varið er í heilbrigðismál á Íslandi. Hann segir ættarbönd, vinatengsl eða stéttartengt framapot ekki vera við hæfi nú, við þurfum einfaldlega hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. „Mér er til efs að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans,“ segir Theódór Skúli Sigurðsson að lokum. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Theódór Skúli Sigurðsson, barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum, skrifaði skoðanagrein á Vísi í dag þar sem hann fer hörðum orðum um yfirstjórn Landspítalans. Hann segir endurtekin neyðarköll frá starfsfólki Landspítalans ekki hafa farið framhjá nokkrum manni síðustu árin og að endurteknar aðgerðaáætlanir yfirmanna Landspítalans og skýrslur embættismanna heilbrigðiskerfisins hafi engum árangri skilað. Þá segir hann að upplifun Páls Matthíassonar, fyrrverandi forstjóra spítalans, og lýsingar hans af stöðu Landspítalans hafi verið í litlu samræmi við raunveruleika starfsfólksins á gólfinu undanfarin misseri. Allsherjar uppstokkun sé þörf Theódór Skúli segir að vilji stjórnvöld á Íslandi raunverulegar og varanlegar úrbætur á Landspítalanum þurfi allsherjar uppstokkun í yfirstjórn Landspítalans til að tryggja nýjar hugmyndir og lausnir inní framtíðina. Óbreytt ástand sé einfaldlega ekki valkostur við núverandi aðstæður. „Til að nýr Landspítali sem nú rís upp úr Vatnsmýrinni geti orðið glæsilegt flaggskip heilbrigðismála, stolt Íslendinga inn í framtíðina, er ljóst að nýtt hugarfar mun þurfa til að koma í veg fyrir að skipið sökkvi með manni og mús,“ segir Theódór Skúli. Settur forstjóri hafi borið ábyrgð á Bráðamóttökunni Theódór Skúli segir Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, settan forstjóra Landspítalans hafa borið ábyrgð á rekstri Bráðamóttökunnar í meira en áratug. Að mati hans er því ólíklegt að von sé á nokkurri lausn á krónískum vandamálum Landspítalans frá henni. Ærandi þögn um framtíð heilbrigðismála Theódór Skúli segir þá þögn sem ríkt hefur um framtíð heilbrigðismála vekja upp ótta um að öll kosningaloforð muni fljótt gleymast. Þá segir hann það vera mjög sérkennilegt hversu skyndilega hafi verið auglýst í stöðu forstjóra Landspítalans og að umsóknarfrestur sé einungis tvær vikur. „Slík flýtimeðferð vekur upp áleitnar spurningar og getur sett verðandi heilbrigðisráðherra í afar erfiða og sérkennilega stöðu á komandi kjörtímabili,“ segir hann. Starf forstjóra sé það mikilvægasta í heilbrigðiskerfinu Theódór Skúli segir starf forstjóra Landspítalans vera mikilvægasta starf heilbrigðiskerfisins, á stærsta vinnustað landsins sem tekur til sín stærstan hluta þess fjármagns sem varið er í heilbrigðismál á Íslandi. Hann segir ættarbönd, vinatengsl eða stéttartengt framapot ekki vera við hæfi nú, við þurfum einfaldlega hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. „Mér er til efs að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans,“ segir Theódór Skúli Sigurðsson að lokum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira