Netárás truflaði sölu miða á uppistand Ara Eldjárn Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2021 00:11 Mikil álag var á netþjónum Tix miðasölu síðasta miðvikudag. Samsett Nokkuð öflug netárás var gerð á miðasölusíðuna Tix.is á miðvikudag og stóð hún yfir í um þrjár til fjórar klukkustundir. Um var að ræða svokallaða dreifða álagsárás (e. DDos) þar sem gríðarmikilli netumferð frá hinum ýmsu löndum var beint að netþjónum Tix á sama tíma. Miðasala á Áramótaskop grínistans Ara Eldjárn var í fullum gangi þegar árásin átti sér stað og þurftu starfsmenn Tix að grípa til þess ráðs að gera hlé á sölunni meðan reynt var að bregðast við. Árásinni lauk svo eftir að Tix lokaði fyrir alla erlenda netumferð sem gerði það einnig að verkum að viðskiptavinir sem voru staddir erlendis gátu á tímabili ekki komist inn á síðuna. Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tix.is, segir að með þessum aðgerðum hafi þeim tekist að koma í veg fyrir að síðan myndi hrynja vegna álags en markmiðið með dreifðum álagsárásum er gjarnan að valda einhvers konar rofi á þjónustu. Engin hótun fylgdi „Við náðum allavega að ráða vel við þetta en auðvitað var þetta alveg þokkalega stór árás svo þetta hafði áhrif,“ segir Hrefna. Þetta er í fyrsta sinn sem Tix lendir í slíkri netárás. Fyrirtækið hefur í kjölfarið fengið ráðgjöf hjá netöryggissérfræðingum og stendur til að efla varnir félagsins. Einnig á að tilkynna málið til netafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Athygli vekur að ekkert hótunarbréf eða greiðslukrafa fylgdi netárásinni en oft og tíðum er markmið þeirra sem standa að baki þeim að kreista peninga út úr skotmörkum sínum. „Það er skrýtið að það hafi ekki komið neitt með svo við höfum ekki hugmynd um hver gerði þetta eða af hverju. Það er voða erfitt að gera eitthvað í þessu og rekja upprunann þannig að við fórum bara strax í að skoða okkar öryggismál og verja netþjónanna enn frekar,“ segir Hrefna. Netöryggi Uppistand Tölvuárásir Netglæpir Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Miðasala á Áramótaskop grínistans Ara Eldjárn var í fullum gangi þegar árásin átti sér stað og þurftu starfsmenn Tix að grípa til þess ráðs að gera hlé á sölunni meðan reynt var að bregðast við. Árásinni lauk svo eftir að Tix lokaði fyrir alla erlenda netumferð sem gerði það einnig að verkum að viðskiptavinir sem voru staddir erlendis gátu á tímabili ekki komist inn á síðuna. Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tix.is, segir að með þessum aðgerðum hafi þeim tekist að koma í veg fyrir að síðan myndi hrynja vegna álags en markmiðið með dreifðum álagsárásum er gjarnan að valda einhvers konar rofi á þjónustu. Engin hótun fylgdi „Við náðum allavega að ráða vel við þetta en auðvitað var þetta alveg þokkalega stór árás svo þetta hafði áhrif,“ segir Hrefna. Þetta er í fyrsta sinn sem Tix lendir í slíkri netárás. Fyrirtækið hefur í kjölfarið fengið ráðgjöf hjá netöryggissérfræðingum og stendur til að efla varnir félagsins. Einnig á að tilkynna málið til netafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Athygli vekur að ekkert hótunarbréf eða greiðslukrafa fylgdi netárásinni en oft og tíðum er markmið þeirra sem standa að baki þeim að kreista peninga út úr skotmörkum sínum. „Það er skrýtið að það hafi ekki komið neitt með svo við höfum ekki hugmynd um hver gerði þetta eða af hverju. Það er voða erfitt að gera eitthvað í þessu og rekja upprunann þannig að við fórum bara strax í að skoða okkar öryggismál og verja netþjónanna enn frekar,“ segir Hrefna.
Netöryggi Uppistand Tölvuárásir Netglæpir Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira