Ráðherra á glæsilegri hrútasýningu á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. október 2021 20:05 Stína kokkur sýndi góð tilþrif í þuklinu á hrútasýninigunni í reiðhöllinni á Flúðum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Glæsileg tilþrif sáust í hrútaþukli í gær í reiðhöllinni á Flúðum þar sem hrútasýning Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna fór fram. Ráðherra í ríkisstjórninni fékk meira að segja kennslu í þukli. Rollubingóið vakti líka mikla athygli. Það var góð aðsókn að hrútasýningunni í reiðhöllinni enda mikið um góða fjárbændur og fallegt fé í Hrunamannahreppi. Dómarar dæmdu féð með því að þukla háls og herðar, bak og læri, ásamt því að meta ullina og samræmi gripsins. „Já, við erum hérna með rollubingó, sem snýst aðallega um að rollan er sett inn í ákveðna girðingu og ef hún skítur í reitinn sem þú átt þá færðu veglegan vinning. Það er mjög öflug sauðfjárrækt hér í sveitinn, mikil hefð og áhuginn alltaf að aukast og félagið okkar er sterkt og gott og það er góður andi í kringum sauðféð hérna í sveitinni,“ segir Árni Þór Hilmarsson, formaður Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna. Árni Þór Hilmarsson, formaður Sauðfjárræktarfélags Hrunamannahrepps var mjög ánægður með hvað hrútasýningin tókst vel og var vel sótt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra mætti á hrútasýninguna og fékk að þukla hrút. Jökull Helgason á Ósabakka byrjaði á því að leiðbeina ráðherranum enda langt síðan að ráðherrann þuklaði síðast hrút. „Þetta er bara hluti af lífinu í sveitinni og er skemmtilegt. Það er orðinn heilmikil stemming aftur fyrir íslensku sauðkindinni, sem betur fer út um allt og sýning, sem þessi er hluti af félagslífinu og góðu samfélagi,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi var ánægður með hrútasýninguna á Flúðum og hvað áhuginn á íslensku sauðkindinni fer vaxandi. Hann þuklaði myndarlegan hrút á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðrir gestir sýningarinnar létu líka til sín taka í þuklinu eins og Stína kokkur á Flúðum eins og hún er alltaf kölluð en hún leitaði af djúsí vöðvum til að matreiða úr. „Já, ég var að leita af gæðum í lærum, hryggvöðvum og síðan tók ég náttúrlega aðeins undir þá hvernig að þeir væru að virka , þetta leit allt vel út,“ segir Stína hlægjandi. Og prestsfrúin í Hruna, Elín Una Jónsdóttir, stóð sig líka vel í þuklinu. „Þetta snýst um læri og bak og heildarbyggingu og bara að vera flottir. Ég hef reyndar ekkert vit á þessu, ég bara þukla, ég er góð í því,“ segir hún alsæl með hrútasýninguna. Elín Una Jónsdóttir, prestsfrú segist vera góð í að þukla hrúta enda stóð hún sig vel í því hlutverki.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Það var góð aðsókn að hrútasýningunni í reiðhöllinni enda mikið um góða fjárbændur og fallegt fé í Hrunamannahreppi. Dómarar dæmdu féð með því að þukla háls og herðar, bak og læri, ásamt því að meta ullina og samræmi gripsins. „Já, við erum hérna með rollubingó, sem snýst aðallega um að rollan er sett inn í ákveðna girðingu og ef hún skítur í reitinn sem þú átt þá færðu veglegan vinning. Það er mjög öflug sauðfjárrækt hér í sveitinn, mikil hefð og áhuginn alltaf að aukast og félagið okkar er sterkt og gott og það er góður andi í kringum sauðféð hérna í sveitinni,“ segir Árni Þór Hilmarsson, formaður Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna. Árni Þór Hilmarsson, formaður Sauðfjárræktarfélags Hrunamannahrepps var mjög ánægður með hvað hrútasýningin tókst vel og var vel sótt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra mætti á hrútasýninguna og fékk að þukla hrút. Jökull Helgason á Ósabakka byrjaði á því að leiðbeina ráðherranum enda langt síðan að ráðherrann þuklaði síðast hrút. „Þetta er bara hluti af lífinu í sveitinni og er skemmtilegt. Það er orðinn heilmikil stemming aftur fyrir íslensku sauðkindinni, sem betur fer út um allt og sýning, sem þessi er hluti af félagslífinu og góðu samfélagi,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi var ánægður með hrútasýninguna á Flúðum og hvað áhuginn á íslensku sauðkindinni fer vaxandi. Hann þuklaði myndarlegan hrút á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðrir gestir sýningarinnar létu líka til sín taka í þuklinu eins og Stína kokkur á Flúðum eins og hún er alltaf kölluð en hún leitaði af djúsí vöðvum til að matreiða úr. „Já, ég var að leita af gæðum í lærum, hryggvöðvum og síðan tók ég náttúrlega aðeins undir þá hvernig að þeir væru að virka , þetta leit allt vel út,“ segir Stína hlægjandi. Og prestsfrúin í Hruna, Elín Una Jónsdóttir, stóð sig líka vel í þuklinu. „Þetta snýst um læri og bak og heildarbyggingu og bara að vera flottir. Ég hef reyndar ekkert vit á þessu, ég bara þukla, ég er góð í því,“ segir hún alsæl með hrútasýninguna. Elín Una Jónsdóttir, prestsfrú segist vera góð í að þukla hrúta enda stóð hún sig vel í því hlutverki.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira