Einlægur flutningur GDRN snerti hjartastrengi Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2021 21:52 GDRN var meðal þeirra listamanna sem voru með tónlistaratriði í söfnunarþættinum. Vísir Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, vakti athygli með einlægum og fallegum tónlistarflutningi sínum í söfnunarþætti Píeta samtakanna sem sýndur var á föstudag. Markmiðið með þættinum, sem bar titilinn Sagan þín er ekki búin, var að safna fyrir nýju húsnæði fyrir samtökin. Píeta hefur frá árinu 2018 boðið upp á gjaldfrjálsa fyrstu hjálp, stuðning og meðferð fyrir fólk sem er í sjálfsvígshættu en eftirspurn eftir þjónustu samtakanna hefur aukist hratt á seinust árum. > Söng GDRN lagið Vorið af plötunni GDRN sem kom út í fyrra og flutti jafnframt nýjustu smáskífu sína sem ber heitið Næsta líf. Við hlið hennar spilaði gítarleikarinn Reynir Snær Magnússon. Í söfnunarþættinum mátti heyra sögur einstaklinga sem hafa upplifað sjálfsvígshugsanir og jafnvel reynt að taka sitt eigið líf auk þess sem ástvinir sögðu sögur sínar af missi. > Söfnunarnúmer átaksins eru enn opin og er hægt að hringja í þau til að styðja við samtökin. Símanúmerin eru eftirfarandi: 907-1501 fyrir 1.000 krónur 907-1503 fyrir 3.000 krónur 907-1505 fyrir 5.000 krónur Reikningsnúmer samtakanna fyrir frjáls framlög er 0301-26-041041, kennitala 410416-0690. Horfa má á söfnunarþáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. >
Markmiðið með þættinum, sem bar titilinn Sagan þín er ekki búin, var að safna fyrir nýju húsnæði fyrir samtökin. Píeta hefur frá árinu 2018 boðið upp á gjaldfrjálsa fyrstu hjálp, stuðning og meðferð fyrir fólk sem er í sjálfsvígshættu en eftirspurn eftir þjónustu samtakanna hefur aukist hratt á seinust árum. > Söng GDRN lagið Vorið af plötunni GDRN sem kom út í fyrra og flutti jafnframt nýjustu smáskífu sína sem ber heitið Næsta líf. Við hlið hennar spilaði gítarleikarinn Reynir Snær Magnússon. Í söfnunarþættinum mátti heyra sögur einstaklinga sem hafa upplifað sjálfsvígshugsanir og jafnvel reynt að taka sitt eigið líf auk þess sem ástvinir sögðu sögur sínar af missi. >
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Tónlist Sagan þín er ekki búin Tengdar fréttir Sonur Emmsjé Gauta stal senunni og hljóðnemanum Emmsjé Gauti flutti lagið Tossi af plötunni Mold af mikilli innlifun í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir góðan flutning Gauta Þeys var það rétt rúmlega tveggja ára gamall sonur hans sem stal senunni. 15. október 2021 22:00 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fleiri fréttir Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Sjá meira
Sonur Emmsjé Gauta stal senunni og hljóðnemanum Emmsjé Gauti flutti lagið Tossi af plötunni Mold af mikilli innlifun í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir góðan flutning Gauta Þeys var það rétt rúmlega tveggja ára gamall sonur hans sem stal senunni. 15. október 2021 22:00