„Hann hatar mig í tvo daga“ Sindri Sverrisson skrifar 18. október 2021 14:31 Astrit Selmani var ekki ánægður með ákvörðun þjálfarans Milos Milojevic en hún virðist þó hafa skilað árangri. EPA/Stina Stjernkvist Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings og Breiðabliks, og lið hans Hammarby gerði erkifjendunum í AIK mikinn óleik í titilbaráttunni í Svíþjóð í gær með 1-0 sigri. Svekktur framherji Hammarby sendi Milosi sneið eftir leikinn. Það kom mjög á óvart að Milos skyldi ákveð að setja sinn aðalframherja, Astrit Selmani, á varamannabekkinn fyrir leikinn. Selmani kom svo inn á eftir 55 mínútna leik og lagði í kjölfarið upp sigurmark leiksins. Selmani viðurkenndi að hann hefði verið mjög vonsvikinn með liðsval þjálfarans: „Þetta er hans ákvörðun. Hann ræður henni. Það sem ég get gert er að koma inn á og breyta hlutunum. Það er mitt starf. Hans starf er að velja lið sem getur unnið. Við sjáum til hvernig þetta verður í næsta leik,“ sagði Selmani. Milos sagði við Discovery+ eftir leik að hann hefði viljað þreyta sterka miðverði AIK. „Ég vildi láta þá elta snögga stráka svo að þeir yrðu þreyttir þegar Astrit kæmi inn á í seinni hálfleik og færi að pressa á þá. Hann stóð sig virkilega vel. Hann hatar mig í tvo daga en ég get alveg tekið því. Ég held að hann verði sáttur með mig eftir leikinn og það er mikilvægast,“ sagði Milos. „Haltu kjafti og spilaðu“ „Hann segist ekki vera ánægður með að fá ekki að spila. Ég segi: „Þú þarft ekki að vera ánægður með að spila ekki en við erum lið. Þetta snýst um 20 leikmenn, ekki bara þig og mig.“ Ég ber ábyrgðina en þegar hann kom inn á þá breytti hann leiknum svo ég er virkilega ánægður með hann,“ sagði Milos. Aðspurður hvað hann myndi segja við Selmani eftir leikinn svaraði Milos: „Haltu kjafti og spilaðu.“ Selmani var spurður hvað honum þætti um það sem Milos sagði, um að hann myndi hata þjálfarann í tvo daga: „Það skilja það allir að maður vill spila í svona grannaslag. Ég held að það sé enginn ánægður með að vera á bekknum í svona leik,“ sagði Selmani en var hæstánægður með sína innkomu. Þess má geta að á meðal stuðningsmanna Hammarby í leiknum voru Valsararnir Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason, fyrrverandi leikmenn sænska liðsins, sem skemmtu sér vel yfir sigrinum. Isländsk stöttning från norra övre i dag #Bajen pic.twitter.com/x5N9jON9fh— Hammarby Fotboll (@Hammarbyfotboll) October 17, 2021 Sænski boltinn Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Það kom mjög á óvart að Milos skyldi ákveð að setja sinn aðalframherja, Astrit Selmani, á varamannabekkinn fyrir leikinn. Selmani kom svo inn á eftir 55 mínútna leik og lagði í kjölfarið upp sigurmark leiksins. Selmani viðurkenndi að hann hefði verið mjög vonsvikinn með liðsval þjálfarans: „Þetta er hans ákvörðun. Hann ræður henni. Það sem ég get gert er að koma inn á og breyta hlutunum. Það er mitt starf. Hans starf er að velja lið sem getur unnið. Við sjáum til hvernig þetta verður í næsta leik,“ sagði Selmani. Milos sagði við Discovery+ eftir leik að hann hefði viljað þreyta sterka miðverði AIK. „Ég vildi láta þá elta snögga stráka svo að þeir yrðu þreyttir þegar Astrit kæmi inn á í seinni hálfleik og færi að pressa á þá. Hann stóð sig virkilega vel. Hann hatar mig í tvo daga en ég get alveg tekið því. Ég held að hann verði sáttur með mig eftir leikinn og það er mikilvægast,“ sagði Milos. „Haltu kjafti og spilaðu“ „Hann segist ekki vera ánægður með að fá ekki að spila. Ég segi: „Þú þarft ekki að vera ánægður með að spila ekki en við erum lið. Þetta snýst um 20 leikmenn, ekki bara þig og mig.“ Ég ber ábyrgðina en þegar hann kom inn á þá breytti hann leiknum svo ég er virkilega ánægður með hann,“ sagði Milos. Aðspurður hvað hann myndi segja við Selmani eftir leikinn svaraði Milos: „Haltu kjafti og spilaðu.“ Selmani var spurður hvað honum þætti um það sem Milos sagði, um að hann myndi hata þjálfarann í tvo daga: „Það skilja það allir að maður vill spila í svona grannaslag. Ég held að það sé enginn ánægður með að vera á bekknum í svona leik,“ sagði Selmani en var hæstánægður með sína innkomu. Þess má geta að á meðal stuðningsmanna Hammarby í leiknum voru Valsararnir Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason, fyrrverandi leikmenn sænska liðsins, sem skemmtu sér vel yfir sigrinum. Isländsk stöttning från norra övre i dag #Bajen pic.twitter.com/x5N9jON9fh— Hammarby Fotboll (@Hammarbyfotboll) October 17, 2021
Sænski boltinn Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn