Í tilkynningu kemur fram að Björn Brynjúlfsson, forstjóri og einn af stofnendum Borealis Data Center, haldi hlut í félaginu og að engar breytingar verði gerðar á starfseminni.
Borealis Data Center rekur tvö gagnaver hér á landi; á Blönduósi og á Fitjum í Reykjanesbæ og leggur áherslu á rekstur sjálfbærra gagnavera.

„Nú þegar er hafin stækkun á gagnaverinu á Blönduósi en vinna stendur yfir við að reisa nýja byggingu sem mun auka við afkastagetu félagsins. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir frekari stækkun gagnaversins á Blönduósi á komandi árum.
Vauban Infrastructure Partners er langtíma fjárfestingasjóður með áherslu á fjárfestingar í innviðum með skýra sýn í sjálfbærni. Félagið er með aðsetur í París og hjá þeim starfa um 50 sérfræðingar með áratuga reynslu í innviðafjárfestingum. Kaupin á Borealis gagnaverinu styrkir stöðu Vauban í stafrænum innviðum sem og á Norðurlöndunum þar sem félagið hefur nú þegar fjárfest í félögum í Noregi og Finnlandi,“ segir í tilkynningunni.