Horft til Íslands og Grænlands eftir rafeldsneyti Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2021 09:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Á meðan leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna ræða hvert Ísland skuli stefna í nýtingu grænnar orku voru þau mál ofarlega á baugi á Arctic Circle. Forstjóri Landsvirkjunar segir orkuskipti ekki leyst öðruvísi en að virkja meira og að Ísland geti séð Evrópuþjóðum fyrir rafeldsneyti. Orkupskipti snúast um að hætta notkun mengandi jarðefnaeldsneytis í iðnaði og samgöngum og nýta þess í stað eldsneyti sem verður til úr endurnýjanlegri orku. Það yrði gert með knýja bíla með rafmagni og skip með vetni svo dæmi séu tekin. En til að svo gæti orðið hérlendis þarf að virkja meira að mati forstjóra Landsvirkjunar. „Við þurfum að virkja meira, sannarlega, orkuskiptin verða ekki leyst öðruvísi en við virkjum meira,“ segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.Vísir/Egill Þriðja stoðin Skipafloti Íslands ber ábyrgð á átján prósentum allrar losunar gróðurhúslofttegunda hér á landi. Vetni, ammoníak og metanól gætu komið í staðinn en til að framleiða þá orkugjafa þarf mikla orku. Vatnsaflsvirkjanir eru þar helsti kosturinn sem og vindorka. „Það eru miklir möguleikar. Þetta gæti orðið sterk þriðja stoðin í raforkukerfinu,“ segir Hörður um vindorkuna. Þar er horft til svæða við Búrfellsvirkjun og Blöndurvirkjun. Hins vegar vanti regluverk til að svo gæti orðið. Þessi mál eru ofarlega á baugi á þjóðum í Evrópu. Þær hafa hins vegar ekki jafn mikið aðgengi að endurnýjanlegri orku. „Þau hafa ekki möguleika í endurnýjanlegum orkugjöfum eins og við höfum og aðrar þjóðir hafa. Þau munu þurfa að treysta á innflutning,“ segir Hörður. Vatn, vindur og sól Þessar þjóðir horfi þess vegna til Íslands og Grænlands, sem og svæða þar sem er hægt að framleiða sólarorku. Þar yrðu eyðumerkur ákjósanlegur kostur. Grænlendingar státa af miklu forðabúri af vatnsorku og ætla ekki að leyfa olíuvinnslu. Græn orka sé framtíðin. Rafeldsneytismálin voru ofarlega á baugi á Arctic Circle og verða það einnig á Cop-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi eftir tvær vikur. Hörður telur að það yrði áhugavert að skoða lagningu sæstrengs til Evrópu með Grænlendingum. Ábatinn gæti orðið mikill, ekki bara við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Það voru gerðar miklar stúdíur árið 2012 og 2013 þá kom þetta gríðarlega vel út. Þá hefði þetta skapað hundruð milljarða, miðað við forsendurnar sem voru gefnar þar, í viðbótar arð.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Orkumál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir orkuskipti ekki leyst öðruvísi en að virkja meira og að Ísland geti séð Evrópuþjóðum fyrir rafeldsneyti. Orkupskipti snúast um að hætta notkun mengandi jarðefnaeldsneytis í iðnaði og samgöngum og nýta þess í stað eldsneyti sem verður til úr endurnýjanlegri orku. Það yrði gert með knýja bíla með rafmagni og skip með vetni svo dæmi séu tekin. En til að svo gæti orðið hérlendis þarf að virkja meira að mati forstjóra Landsvirkjunar. „Við þurfum að virkja meira, sannarlega, orkuskiptin verða ekki leyst öðruvísi en við virkjum meira,“ segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.Vísir/Egill Þriðja stoðin Skipafloti Íslands ber ábyrgð á átján prósentum allrar losunar gróðurhúslofttegunda hér á landi. Vetni, ammoníak og metanól gætu komið í staðinn en til að framleiða þá orkugjafa þarf mikla orku. Vatnsaflsvirkjanir eru þar helsti kosturinn sem og vindorka. „Það eru miklir möguleikar. Þetta gæti orðið sterk þriðja stoðin í raforkukerfinu,“ segir Hörður um vindorkuna. Þar er horft til svæða við Búrfellsvirkjun og Blöndurvirkjun. Hins vegar vanti regluverk til að svo gæti orðið. Þessi mál eru ofarlega á baugi á þjóðum í Evrópu. Þær hafa hins vegar ekki jafn mikið aðgengi að endurnýjanlegri orku. „Þau hafa ekki möguleika í endurnýjanlegum orkugjöfum eins og við höfum og aðrar þjóðir hafa. Þau munu þurfa að treysta á innflutning,“ segir Hörður. Vatn, vindur og sól Þessar þjóðir horfi þess vegna til Íslands og Grænlands, sem og svæða þar sem er hægt að framleiða sólarorku. Þar yrðu eyðumerkur ákjósanlegur kostur. Grænlendingar státa af miklu forðabúri af vatnsorku og ætla ekki að leyfa olíuvinnslu. Græn orka sé framtíðin. Rafeldsneytismálin voru ofarlega á baugi á Arctic Circle og verða það einnig á Cop-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi eftir tvær vikur. Hörður telur að það yrði áhugavert að skoða lagningu sæstrengs til Evrópu með Grænlendingum. Ábatinn gæti orðið mikill, ekki bara við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Það voru gerðar miklar stúdíur árið 2012 og 2013 þá kom þetta gríðarlega vel út. Þá hefði þetta skapað hundruð milljarða, miðað við forsendurnar sem voru gefnar þar, í viðbótar arð.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Orkumál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira