Hatursorðræða er ekki til Þórarinn Hjartarson skrifar 20. október 2021 11:01 Hatursorðræða er lélegt orðatiltæki til þess að takast á við raunveruleg vandamál. Vankantar orðsins snúa ekki að því hversu erfitt er að skilgreina það heldur það að allir hafa sína eigin skilgreiningu, og hugmyndir, um það hvað hatursorðræða sé. Eðli málsins samkvæmt er því engin „rétt“ skilgreining til. Orðið er atlaga gegn tjáningarfrelsi. Það er handahófskennd hugmynd ríkjandi stjórnvalda um það sem þeim mislíkar hverju sinni. N-Kórea sakar hvern þann sem talar gegn ríkinu um hatursorðræðu og refsar brotunum með þeim aðgerðum sem stjórnvöld telja viðeigandi. Sömu sögu má segja til dæmis um Kaþólsku kirkjuna forðum og önnur trúaröfl. Vissulega eru til einstaklingar og samtök sem telja sig geta skapað fullnægjandi skilgreiningu og dregið línuna milli tjáningarfrelsis og hatursorðræðu. Þessir hópar íhuga hins vegar síður hvað slíkt inngrip hefur í för með sér. Orðið er réttlætt með vísan til þess að nauðsynlegt sé að verja jaðarhópa samfélagsins. Fólk sem telur orðið vera mikilvæga stoð í samskiptum vísar til voðaverka nasista um miðbik 20. aldar, þjóðarmorðið í Rwanda 1994, ofsóknir gegn samkynhneigðum og öðrum LGBT hópum, orðræðu í garð múslima og fleira. Upplýsingaöldin veitti okkur aukið frelsi til tjáningar og fólk verður að þola umræðu sem því líkar ekki við. Þegar við þöggum niður orðræðu sem okkur mislíkar hverfur hún ekki sjálfkrafa. Hún fer á staði þar sem ekki er tekist á við hana og þar fær hún að grassera. Samhliða því fer fólk að velta því fyrir sér hvort sú umræða sem ekki megi heyrast hafi eitthvað til síns máls. Það valdeflir varhugaverðar hugmyndir um hvernig skipa skuli samfélag þar sem að svo virðist sem ekki sé hægt að beita sér gegn þeim með rökum og ígrundun. Varhugaverðir stjórnmálamenn með einfaldar lausnir vex fiskur um hrygg við slíkar aðstæður. Þeir sem telja hatursorðræðu vera orðatiltæki sem vert er að beita í samskiptum þurfa að spyrja sig tveggja spurninga: Hvaða hugmyndir telur þú þig ekki vera í stakk búinn til þess að takast á við? Og hvaða ríkisvald telur þú í stakk búið að ákveða til frambúðar hvað þú megir ræða og ekki ræða? Orðið hatursorðræða spillir samskiptum og umræðum um samfélagsleg álitaefni. Fólki er tjáð að við flóknum pólitískum málefnum sé búið að ákveða lausn. Efasemdir og spurningar við þessum lausnum eru litnar hornauga. Þessari þróun hefur tekist að valda miklum skaða í Vestrænum ríkjum undanfarin ár. Því hefur þegar tekist að valdefla popúlísk öfl bæði í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar. Reynum að komast hjá því hér á Íslandi. Engin umræðu- og álitaefni þurfa að vera þögguð niður til þess að betrumbæta samfélagið. Ræðum hlutina, sama hversu erfiðar þær umræður munu reynast okkur. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Hatursorðræða er lélegt orðatiltæki til þess að takast á við raunveruleg vandamál. Vankantar orðsins snúa ekki að því hversu erfitt er að skilgreina það heldur það að allir hafa sína eigin skilgreiningu, og hugmyndir, um það hvað hatursorðræða sé. Eðli málsins samkvæmt er því engin „rétt“ skilgreining til. Orðið er atlaga gegn tjáningarfrelsi. Það er handahófskennd hugmynd ríkjandi stjórnvalda um það sem þeim mislíkar hverju sinni. N-Kórea sakar hvern þann sem talar gegn ríkinu um hatursorðræðu og refsar brotunum með þeim aðgerðum sem stjórnvöld telja viðeigandi. Sömu sögu má segja til dæmis um Kaþólsku kirkjuna forðum og önnur trúaröfl. Vissulega eru til einstaklingar og samtök sem telja sig geta skapað fullnægjandi skilgreiningu og dregið línuna milli tjáningarfrelsis og hatursorðræðu. Þessir hópar íhuga hins vegar síður hvað slíkt inngrip hefur í för með sér. Orðið er réttlætt með vísan til þess að nauðsynlegt sé að verja jaðarhópa samfélagsins. Fólk sem telur orðið vera mikilvæga stoð í samskiptum vísar til voðaverka nasista um miðbik 20. aldar, þjóðarmorðið í Rwanda 1994, ofsóknir gegn samkynhneigðum og öðrum LGBT hópum, orðræðu í garð múslima og fleira. Upplýsingaöldin veitti okkur aukið frelsi til tjáningar og fólk verður að þola umræðu sem því líkar ekki við. Þegar við þöggum niður orðræðu sem okkur mislíkar hverfur hún ekki sjálfkrafa. Hún fer á staði þar sem ekki er tekist á við hana og þar fær hún að grassera. Samhliða því fer fólk að velta því fyrir sér hvort sú umræða sem ekki megi heyrast hafi eitthvað til síns máls. Það valdeflir varhugaverðar hugmyndir um hvernig skipa skuli samfélag þar sem að svo virðist sem ekki sé hægt að beita sér gegn þeim með rökum og ígrundun. Varhugaverðir stjórnmálamenn með einfaldar lausnir vex fiskur um hrygg við slíkar aðstæður. Þeir sem telja hatursorðræðu vera orðatiltæki sem vert er að beita í samskiptum þurfa að spyrja sig tveggja spurninga: Hvaða hugmyndir telur þú þig ekki vera í stakk búinn til þess að takast á við? Og hvaða ríkisvald telur þú í stakk búið að ákveða til frambúðar hvað þú megir ræða og ekki ræða? Orðið hatursorðræða spillir samskiptum og umræðum um samfélagsleg álitaefni. Fólki er tjáð að við flóknum pólitískum málefnum sé búið að ákveða lausn. Efasemdir og spurningar við þessum lausnum eru litnar hornauga. Þessari þróun hefur tekist að valda miklum skaða í Vestrænum ríkjum undanfarin ár. Því hefur þegar tekist að valdefla popúlísk öfl bæði í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar. Reynum að komast hjá því hér á Íslandi. Engin umræðu- og álitaefni þurfa að vera þögguð niður til þess að betrumbæta samfélagið. Ræðum hlutina, sama hversu erfiðar þær umræður munu reynast okkur. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar