Vinnustöðum í Rússlandi verði lokað í viku vegna veirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2021 23:05 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexei Druzhinin Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur samþykkt tillögu rússnesku ríkisstjórnarinnar um að loka öllum vinnustöðum landsins fyrstu vikuna í nóvember til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirusmita í landinu. Metfjöldi lést í Rússlandi síðasta sólarhringinn vegna Covid-19, eða 1.028 og 34.073 greindust smitaðir. Aldrei hafa fleiri dáið vegna veirunnar á einum sólarhring í landinu og fleiri hafa varla greinst smitaðir síðan bólusetningarátak hófst í landinu. Pútín kynnti fyrirhugaðar aðgerðir í sjónvarpsávarpi og greindi frá því að vikuna 30. október til 7. nóvember verði öllum vinnustöðum lokað. Fólk fái þó greidd laun og aðgerðirnar gætu byrjað fyrr eða varað lengur í sumum ríkjum Rússlands. „Staða faraldursins þróast mismunandi í hverju ríki fyrir sig. Þess vegna munu ríkisstjórar fá heimild til að boða frekari aðgerðir,“ sagði Pútín í ávarpinu. Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega í Rússlandi undanfarnar vikur vegna trega almennings til að vera bólusettur með rússneska bóluefninu Sputnik V. Borgarstjóri Moskvu tilkynnti á dögunum að allir yfir sextugu sem ekki væru bólusettir þyrftu að halda sig heima næstu fjóra mánuði. Þá hefur borgarstjórinn óskað eftir því að verslunarmiðstöðvar verði tilneyddar til að tengja öryggismyndavélar sínar við andlitsgreiningarkerfi, sem yfirvöld hafa aðgang að, svo hægt verði að tryggja að almenningur beri grímur fyrir vitum. Helmingur verslunarmiðstöðva í Moskvu, sem eru alls 600 talsins, hefur ekki tengt myndavélar sínar við kerfið en forseti stéttafélags verslunarmiðstöðva sagði í samtali við fréttastofu Kommersant að vegna aukningu smita í samfélaginu hafi yfirvöld ákveðið að herða tökin. Þær verslunarmiðstöðvar sem muni ekki fylgja fyrirskipuninni muni þurfa að loka. Ástandið í rússneska heilbrigðiskerfinu er sagt gríðarlega slæmt um þessar mundir. Haft er eftir Mikhail Murashko, heilbrigðisráðherra Rússlands, í frétt Reuters að um 650 þúsund heilbrigðisstarfsmenn hlúi um þessar mundir að Covid-19 sjúklingum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Bólusetningar Tengdar fréttir Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður. 14. október 2021 09:50 Rússar flykkjast til Serbíu í leit að öðrum bóluefnum Rússar hafa í auknum mæli ferðast til Serbíu til að freista þess að fá vestræn bóluefni á borð við Pfizer og Moderna. Ástæðu fyrir ferðalögunum má rekja til skorts á vottun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á bóluefninu Sputnik V en hún hefur enn ekki samþykkt efnið. 9. október 2021 10:11 Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Metfjöldi lést í Rússlandi síðasta sólarhringinn vegna Covid-19, eða 1.028 og 34.073 greindust smitaðir. Aldrei hafa fleiri dáið vegna veirunnar á einum sólarhring í landinu og fleiri hafa varla greinst smitaðir síðan bólusetningarátak hófst í landinu. Pútín kynnti fyrirhugaðar aðgerðir í sjónvarpsávarpi og greindi frá því að vikuna 30. október til 7. nóvember verði öllum vinnustöðum lokað. Fólk fái þó greidd laun og aðgerðirnar gætu byrjað fyrr eða varað lengur í sumum ríkjum Rússlands. „Staða faraldursins þróast mismunandi í hverju ríki fyrir sig. Þess vegna munu ríkisstjórar fá heimild til að boða frekari aðgerðir,“ sagði Pútín í ávarpinu. Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega í Rússlandi undanfarnar vikur vegna trega almennings til að vera bólusettur með rússneska bóluefninu Sputnik V. Borgarstjóri Moskvu tilkynnti á dögunum að allir yfir sextugu sem ekki væru bólusettir þyrftu að halda sig heima næstu fjóra mánuði. Þá hefur borgarstjórinn óskað eftir því að verslunarmiðstöðvar verði tilneyddar til að tengja öryggismyndavélar sínar við andlitsgreiningarkerfi, sem yfirvöld hafa aðgang að, svo hægt verði að tryggja að almenningur beri grímur fyrir vitum. Helmingur verslunarmiðstöðva í Moskvu, sem eru alls 600 talsins, hefur ekki tengt myndavélar sínar við kerfið en forseti stéttafélags verslunarmiðstöðva sagði í samtali við fréttastofu Kommersant að vegna aukningu smita í samfélaginu hafi yfirvöld ákveðið að herða tökin. Þær verslunarmiðstöðvar sem muni ekki fylgja fyrirskipuninni muni þurfa að loka. Ástandið í rússneska heilbrigðiskerfinu er sagt gríðarlega slæmt um þessar mundir. Haft er eftir Mikhail Murashko, heilbrigðisráðherra Rússlands, í frétt Reuters að um 650 þúsund heilbrigðisstarfsmenn hlúi um þessar mundir að Covid-19 sjúklingum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Bólusetningar Tengdar fréttir Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður. 14. október 2021 09:50 Rússar flykkjast til Serbíu í leit að öðrum bóluefnum Rússar hafa í auknum mæli ferðast til Serbíu til að freista þess að fá vestræn bóluefni á borð við Pfizer og Moderna. Ástæðu fyrir ferðalögunum má rekja til skorts á vottun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á bóluefninu Sputnik V en hún hefur enn ekki samþykkt efnið. 9. október 2021 10:11 Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður. 14. október 2021 09:50
Rússar flykkjast til Serbíu í leit að öðrum bóluefnum Rússar hafa í auknum mæli ferðast til Serbíu til að freista þess að fá vestræn bóluefni á borð við Pfizer og Moderna. Ástæðu fyrir ferðalögunum má rekja til skorts á vottun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á bóluefninu Sputnik V en hún hefur enn ekki samþykkt efnið. 9. október 2021 10:11
Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04