Sara náði markmiði sínu að ná að vera með hundrað sentimetra rass Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2021 08:31 Sara Sigmundsdóttir var komin í hlutverk fyrirsætunnar í London. Skjámynd/Youtube Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir segir bara hlutina eins og þeir eru. Á því er að sjálfsögðu engin breyting í nýjasta þættinum af netþáttaröð hennar „Road to Recovery“ sem var frumsýndur í gær. Að þessu sinni fáum við að fylgjast með fyrirsætunni og íþróttavöruhönnuðinum Söru sem var kominn til London til að kynna nýja Sigmundsdóttur vörulínuna hjá WIT Fitness. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég setti mér það markmið að ná því að vera með hundrað sentimetra rass og ég er búin að ná því markmiði. Rassinn minn hefur stækkað um fjóra sentimetra og lærvöðvarnir hafa stækkað um þrjá og hálfan sentímetra,“ segir Sara í kynningarmyndbandinu fyrir nýjasta þáttinn sem má sjá hér fyrir neðan. Hvernig mælir hún rassinn sinn spyr viðmælandinn. „Bara með málbandi í kringum rassinn. Ég geri það bara til að fylgjast með því hvar ég stend varðandi mataræðið. Ég lofa því að það er bara fyrir það,“ segir Sara og brosir. Hún hefur verið að styrkja sig í endurhæfingunni og er greinilega að takast þar vel upp. Nú var hins vegar komið að því að vera fyrirsæta í London. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) „Það eru sextán dagar síðan að ég leit út eins og stelpa,“ segir Sara áður en hún mætir inn til fólksins hjá WIT Fitness með fullt af súkkulaðirúsínum og íslensku brennivíni. „Ég lenti í London fyrir þremur tímum og ég fór beint af flugvellinum og í þessa myndatöku fyrir vörulínuna mína. Ég átti að koma hérna í síðustu viku en ég fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi,“ segir Sara sem var á leiðinni út og hélt að mistök væru að ræða. Hún fór því í annað próf. „Þegar hún hringdi í mig með niðurstöðurnar þá sagði hún að ég væri með meira af kórónuveirunni núna en í prófinu á undan,“ segir Sara. „Ég fékk kórónveiruna og var í einangrun í tíu daga. Ég held að ég hafi unnið upp svefn fyrir síðasta ár því ég svaf í níu til tíu daga á hverju kvöldi. Ég held að ég geti sagt að ég hafi þurft á þessari einangrun að halda en það er líka ástæðan fyrir því að ég ekki sett á mig farða í sextán daga,“ segir Sara. Sara segist ekki hafa verið með nein einkenni og að hún hafi getað æft mjög vel allan tímann í einangrun sinni. „Þetta var mjög gott því það var ekkert stress hjá mér að einhver væri að bíða eftir mér. Ég fékk bara gæðatíma með nýja krossbandinu mínu og við tókum á því,“ segir Sara. Það má fylgjast með henni í myndatökunni og þá talar hún einnig um hönnun sína á Sigmundsdóttur línunni. Þátturinn er allur hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Lg4W_pegqUg">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Að þessu sinni fáum við að fylgjast með fyrirsætunni og íþróttavöruhönnuðinum Söru sem var kominn til London til að kynna nýja Sigmundsdóttur vörulínuna hjá WIT Fitness. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég setti mér það markmið að ná því að vera með hundrað sentimetra rass og ég er búin að ná því markmiði. Rassinn minn hefur stækkað um fjóra sentimetra og lærvöðvarnir hafa stækkað um þrjá og hálfan sentímetra,“ segir Sara í kynningarmyndbandinu fyrir nýjasta þáttinn sem má sjá hér fyrir neðan. Hvernig mælir hún rassinn sinn spyr viðmælandinn. „Bara með málbandi í kringum rassinn. Ég geri það bara til að fylgjast með því hvar ég stend varðandi mataræðið. Ég lofa því að það er bara fyrir það,“ segir Sara og brosir. Hún hefur verið að styrkja sig í endurhæfingunni og er greinilega að takast þar vel upp. Nú var hins vegar komið að því að vera fyrirsæta í London. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) „Það eru sextán dagar síðan að ég leit út eins og stelpa,“ segir Sara áður en hún mætir inn til fólksins hjá WIT Fitness með fullt af súkkulaðirúsínum og íslensku brennivíni. „Ég lenti í London fyrir þremur tímum og ég fór beint af flugvellinum og í þessa myndatöku fyrir vörulínuna mína. Ég átti að koma hérna í síðustu viku en ég fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi,“ segir Sara sem var á leiðinni út og hélt að mistök væru að ræða. Hún fór því í annað próf. „Þegar hún hringdi í mig með niðurstöðurnar þá sagði hún að ég væri með meira af kórónuveirunni núna en í prófinu á undan,“ segir Sara. „Ég fékk kórónveiruna og var í einangrun í tíu daga. Ég held að ég hafi unnið upp svefn fyrir síðasta ár því ég svaf í níu til tíu daga á hverju kvöldi. Ég held að ég geti sagt að ég hafi þurft á þessari einangrun að halda en það er líka ástæðan fyrir því að ég ekki sett á mig farða í sextán daga,“ segir Sara. Sara segist ekki hafa verið með nein einkenni og að hún hafi getað æft mjög vel allan tímann í einangrun sinni. „Þetta var mjög gott því það var ekkert stress hjá mér að einhver væri að bíða eftir mér. Ég fékk bara gæðatíma með nýja krossbandinu mínu og við tókum á því,“ segir Sara. Það má fylgjast með henni í myndatökunni og þá talar hún einnig um hönnun sína á Sigmundsdóttur línunni. Þátturinn er allur hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Lg4W_pegqUg">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira