Skólastjórar í næturvinnu við að rekja smit Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. október 2021 12:15 Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, segir erfitt fyrir skólastjórnendur að hafa smitrakningu á sínum herðum nú þegar sífellt fleiri börn greinast með kórónuveiruna. Vísir/Vilhelm Umfangsmiklar smitrakningar í grunnskólum valda álagi á stjórnendur skólanna sem þurfa að sjá um rakninguna. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ekki ganga að að verkefnið sé á herðum skólastjórnenda þar sem þeir séu í fullri vinnu fyrir. Þeim börnum undir tólf ára aldri sem greinst hafa með kórónuveiruna undanfarið hefur fjölgað ört. Í ágúst og september greindust nærri átta hundruð börn með kórónuveiruna en um 4.200 voru sett í sóttkví þessa tvo mánuði. Síðasta vetur giltu reglur um hólfaskiptingu í grunnskólum þannig að ef barn greindist með veiruna þá voru allir í sama hólfi settir í sóttkví. Nú í haust er reynt að haga skólastarfinu með sem eðlilegustum hætti og hólfaskiptin er því ekki lengur til staðar. Þetta þýðir að þegar börn greinast með veiruna í skólunum þarf að fara fram umfangsmikil smitrakning innan skólanna til að finna út hverjir þurfa að fara í sóttkví út frá gildandi reglum. Skólastjórnendur þurfa sjálfir að sjá um smitrakninguna en slíkt getur verið tímafrekt. 4.200 börn hafa verið sett í sóttkví í ágúst og september en skólastjórnendur hafa þurft að sinna smitrakningu vegna þessa.Vísir/Vilhelm „Þetta er með þeim hætti í dag að skólastjórar frá tilkynningu þegar upp kemur smit yfirleitt síðari part dags og það bara farið í það, kvöld og jafnvel langt fram á nætur, í skólum að rekja smit með hringingum í fólk um það hvort þessi eða hinn hafi verið í návígi við þennan eða hinn og svo framvegis. Svo þarf að hafa samband við fólk þannig að allt sé nú klárt að morgni næsta dags og þetta er bara verkefni sem er ekki bætandi á skólastjórendur sem hafa í nógu að snúast,“ segir Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórafélags Íslands. Í Norðlingaskóla hefur skólastjórinn sjö sinnum þurft að fara í smitrakningu þó aðeins séu liðnir tæpir tveir mánuðir af skólaárinu. Þá eru dæmi um að börn þar hafi þurft að fara þrisvar í sóttkví. Hann segir skólastjórnendur hvorki geta staðið í smitrakningunni sjálfir þegar hún er orðin svona umfangsmikil né sé hægt að nýta aðra starfsmenn skólanna í verkefnið. „Skólastjórar og annað starfsfólk er í raun og veru í fullri starfi og það er ekki bætandi þessu verkefni á starfsfólk skólanna og allra síst skólastjórnendur. Þó að þeir hafi reynt eins og þeir hafa getað að sinna því. Það verður þá bara að koma aukið starfsfólk að skólunum þegar upp kemur smit til þess að sinna þessu tiltekna verkefni. Þetta gengur ekki með þessum hætti.“ Vilja skoða aðrar leiðir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í fréttum okkar í gær að að væri í skoðun að breyta leiðbeiningum um sóttkví. Þorsteinn segir stjórnendur skólanna kallar eftir því að reglur um sóttkví verði endurskoðaðar. „Það er auðvitað ljóst að menn eru auðvitað farnir að velta því fyrir sér hvort að þetta að senda fólk í sóttkví innan úr skólunum sé nákvæmlega endilega sú lausn sem við eigum að búa við áfram. Hvort að það eigi bara að senda þann smitaða í viðeigandi aðgerðir sem er þá að senda hinn smitaða í sóttkví en hætta kannski að rekja upp ákveðinn fjölda einstaklinga sem hefur hugsanlega verið í návígi við viðkomandi. Því að það er það sem er að valda þessari auknu vinnu og auknu álagi.“ Þannig sé mikilvægt að skoða aðrar lausnir og leiðir. „Ef þær eru ekki til þá þarf að koma með aukinn mannafla. Það gengur ekki að hafa þetta svona í vetur. Það er alveg ljóst.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir ekki hægt að halda úti góðu skólastarfi verði sóttkvíarreglur óbreyttar Skólastjóri Norðlingaskóla segir sóttvarnaaðgerðir verulega íþyngjandi fyrir nemendur grunnskóla. Margir þeirra séu þjakaðir af kvíða um að vera sendir í sóttkví, en sumir nemenda skólans hafa farið í sóttkví í allt að þrjú skipti. Verði sóttkvíarreglum ekki breytt segir hann ekki hægt að halda úti skólastarfi svo vel fari. 20. október 2021 19:03 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Þeim börnum undir tólf ára aldri sem greinst hafa með kórónuveiruna undanfarið hefur fjölgað ört. Í ágúst og september greindust nærri átta hundruð börn með kórónuveiruna en um 4.200 voru sett í sóttkví þessa tvo mánuði. Síðasta vetur giltu reglur um hólfaskiptingu í grunnskólum þannig að ef barn greindist með veiruna þá voru allir í sama hólfi settir í sóttkví. Nú í haust er reynt að haga skólastarfinu með sem eðlilegustum hætti og hólfaskiptin er því ekki lengur til staðar. Þetta þýðir að þegar börn greinast með veiruna í skólunum þarf að fara fram umfangsmikil smitrakning innan skólanna til að finna út hverjir þurfa að fara í sóttkví út frá gildandi reglum. Skólastjórnendur þurfa sjálfir að sjá um smitrakninguna en slíkt getur verið tímafrekt. 4.200 börn hafa verið sett í sóttkví í ágúst og september en skólastjórnendur hafa þurft að sinna smitrakningu vegna þessa.Vísir/Vilhelm „Þetta er með þeim hætti í dag að skólastjórar frá tilkynningu þegar upp kemur smit yfirleitt síðari part dags og það bara farið í það, kvöld og jafnvel langt fram á nætur, í skólum að rekja smit með hringingum í fólk um það hvort þessi eða hinn hafi verið í návígi við þennan eða hinn og svo framvegis. Svo þarf að hafa samband við fólk þannig að allt sé nú klárt að morgni næsta dags og þetta er bara verkefni sem er ekki bætandi á skólastjórendur sem hafa í nógu að snúast,“ segir Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórafélags Íslands. Í Norðlingaskóla hefur skólastjórinn sjö sinnum þurft að fara í smitrakningu þó aðeins séu liðnir tæpir tveir mánuðir af skólaárinu. Þá eru dæmi um að börn þar hafi þurft að fara þrisvar í sóttkví. Hann segir skólastjórnendur hvorki geta staðið í smitrakningunni sjálfir þegar hún er orðin svona umfangsmikil né sé hægt að nýta aðra starfsmenn skólanna í verkefnið. „Skólastjórar og annað starfsfólk er í raun og veru í fullri starfi og það er ekki bætandi þessu verkefni á starfsfólk skólanna og allra síst skólastjórnendur. Þó að þeir hafi reynt eins og þeir hafa getað að sinna því. Það verður þá bara að koma aukið starfsfólk að skólunum þegar upp kemur smit til þess að sinna þessu tiltekna verkefni. Þetta gengur ekki með þessum hætti.“ Vilja skoða aðrar leiðir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í fréttum okkar í gær að að væri í skoðun að breyta leiðbeiningum um sóttkví. Þorsteinn segir stjórnendur skólanna kallar eftir því að reglur um sóttkví verði endurskoðaðar. „Það er auðvitað ljóst að menn eru auðvitað farnir að velta því fyrir sér hvort að þetta að senda fólk í sóttkví innan úr skólunum sé nákvæmlega endilega sú lausn sem við eigum að búa við áfram. Hvort að það eigi bara að senda þann smitaða í viðeigandi aðgerðir sem er þá að senda hinn smitaða í sóttkví en hætta kannski að rekja upp ákveðinn fjölda einstaklinga sem hefur hugsanlega verið í návígi við viðkomandi. Því að það er það sem er að valda þessari auknu vinnu og auknu álagi.“ Þannig sé mikilvægt að skoða aðrar lausnir og leiðir. „Ef þær eru ekki til þá þarf að koma með aukinn mannafla. Það gengur ekki að hafa þetta svona í vetur. Það er alveg ljóst.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir ekki hægt að halda úti góðu skólastarfi verði sóttkvíarreglur óbreyttar Skólastjóri Norðlingaskóla segir sóttvarnaaðgerðir verulega íþyngjandi fyrir nemendur grunnskóla. Margir þeirra séu þjakaðir af kvíða um að vera sendir í sóttkví, en sumir nemenda skólans hafa farið í sóttkví í allt að þrjú skipti. Verði sóttkvíarreglum ekki breytt segir hann ekki hægt að halda úti skólastarfi svo vel fari. 20. október 2021 19:03 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Segir ekki hægt að halda úti góðu skólastarfi verði sóttkvíarreglur óbreyttar Skólastjóri Norðlingaskóla segir sóttvarnaaðgerðir verulega íþyngjandi fyrir nemendur grunnskóla. Margir þeirra séu þjakaðir af kvíða um að vera sendir í sóttkví, en sumir nemenda skólans hafa farið í sóttkví í allt að þrjú skipti. Verði sóttkvíarreglum ekki breytt segir hann ekki hægt að halda úti skólastarfi svo vel fari. 20. október 2021 19:03