„Þessar eldri eru með blóðið á tönnunum“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2021 16:46 Alexandra Jóhannsdóttir spyrnir boltanum í leiknum við Holland í síðasta mánuði. vísir/Hulda Margrét „Ég er ekki búin að vera nógu sátt við mig í síðustu leikjum en ég get vonandi sýnt í næstu leikjum hvað býr í mér,“ segir hin 21 árs gamla Alexandra Jóhannsdóttir sem ætlar að láta til sín taka í leiknum mikilvæga gegn Tékklandi annað kvöld. Alexandra leikur með einu besta liði Þýskalands, Frankfurt, og hefur þegar leikið 15 A-landsleiki. Hún segir alla í íslenska hópnum gera sér grein fyrir því að á Laugardalsvelli á morgun verður afar mikið undir í baráttunni um að komast á HM í Ástralíu. „Þó að völlurinn hafi verið svolítið frosinn í gær þá hafa gæðin á æfingunum bara verið flott. Það eru allir leikmenn heilir og tilbúnir í þetta,“ sagði Alexandra. „Við gerum okkur allar grein fyrir mikilvægi leiksins. Það eru samt allir leikir í þessum riðli úrslitaleikir. Við þurfum öll stig sem við getum fengið,“ sagði Alexandra en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Alexandra fyrir leikinn við Tékkland Ísland tapaði 2-0 í fyrsta leik í undankeppninni gegn Evrópumeisturum Hollands í síðasta mánuði. Hún vill sjá betri frammistöðu á morgun: „Við þurfum að vera óhræddar við að halda í boltann meira. Við erum með gæði inni á vellinum til þess að halda í boltann og þurfum að sýna þau. Við þurfum að pressa á réttum stundum og þora að stíga fram. Við féllum svolítið aftur gegn Hollandi og við miðjumennirnir vorum bara komnar niður í varnarlínu. Við þurfum að þora að pressa á þær,“ segir Alexandra. Ísland gerði tvö jafntefli við Tékkland í síðustu HM-undankeppni. Seinna jafnteflið var á Laugardalsvelli haustið 2018 en sigur hefði dugað Íslandi til að komast í umspil. Því er að minnsta kosti hluti af íslenska liðinu sjálfsagt í hefndarhug: „Við erum svo margar ungar í liðinu að við vorum ekki partur af þessu. Þessar eldri eru með blóðið á tönnunum og við þessar yngri erum líka tilbúnar og viljum öll þrjú stigin.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Var svolítið týnd í fyrri hálfleik“ Guðný Árnadóttir, leikmaður AC Milan, segist vera klár í að leysa stöðu hægri bakvarðar áfram með íslenska landsliðinu. Hún eigi enn eftir að fínpússa sóknarþáttinn þegar hún spilar þá stöðu. 21. október 2021 13:01 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Tékkaleikinn Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Dagný Brynjarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli klukkan 12:30 vegna leiks Íslands við Tékkland annað kvöld. 21. október 2021 12:50 „Fékk það í gjöf frá pabba að hugsa um yngri leikmenn“ Aldursforsetinn í íslenska kvennalandsliðinu segist hugsa vel um yngri leikmenn þess, eins og hún hafi alltaf gert. 21. október 2021 11:30 Segir Dagnýju hafa varað sig við aðstæðum á Íslandi Katerina Svitková er stærsta stjarnan í liði Tékka sem mæta Íslandi á Laugardalsvelli á föstudag. Hún hlakkar til að glíma við Dagnýju Brynjarsdóttur og segir hana hafa varað sig við aðstæðum á vellinum. 20. október 2021 11:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
Alexandra leikur með einu besta liði Þýskalands, Frankfurt, og hefur þegar leikið 15 A-landsleiki. Hún segir alla í íslenska hópnum gera sér grein fyrir því að á Laugardalsvelli á morgun verður afar mikið undir í baráttunni um að komast á HM í Ástralíu. „Þó að völlurinn hafi verið svolítið frosinn í gær þá hafa gæðin á æfingunum bara verið flott. Það eru allir leikmenn heilir og tilbúnir í þetta,“ sagði Alexandra. „Við gerum okkur allar grein fyrir mikilvægi leiksins. Það eru samt allir leikir í þessum riðli úrslitaleikir. Við þurfum öll stig sem við getum fengið,“ sagði Alexandra en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Alexandra fyrir leikinn við Tékkland Ísland tapaði 2-0 í fyrsta leik í undankeppninni gegn Evrópumeisturum Hollands í síðasta mánuði. Hún vill sjá betri frammistöðu á morgun: „Við þurfum að vera óhræddar við að halda í boltann meira. Við erum með gæði inni á vellinum til þess að halda í boltann og þurfum að sýna þau. Við þurfum að pressa á réttum stundum og þora að stíga fram. Við féllum svolítið aftur gegn Hollandi og við miðjumennirnir vorum bara komnar niður í varnarlínu. Við þurfum að þora að pressa á þær,“ segir Alexandra. Ísland gerði tvö jafntefli við Tékkland í síðustu HM-undankeppni. Seinna jafnteflið var á Laugardalsvelli haustið 2018 en sigur hefði dugað Íslandi til að komast í umspil. Því er að minnsta kosti hluti af íslenska liðinu sjálfsagt í hefndarhug: „Við erum svo margar ungar í liðinu að við vorum ekki partur af þessu. Þessar eldri eru með blóðið á tönnunum og við þessar yngri erum líka tilbúnar og viljum öll þrjú stigin.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Var svolítið týnd í fyrri hálfleik“ Guðný Árnadóttir, leikmaður AC Milan, segist vera klár í að leysa stöðu hægri bakvarðar áfram með íslenska landsliðinu. Hún eigi enn eftir að fínpússa sóknarþáttinn þegar hún spilar þá stöðu. 21. október 2021 13:01 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Tékkaleikinn Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Dagný Brynjarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli klukkan 12:30 vegna leiks Íslands við Tékkland annað kvöld. 21. október 2021 12:50 „Fékk það í gjöf frá pabba að hugsa um yngri leikmenn“ Aldursforsetinn í íslenska kvennalandsliðinu segist hugsa vel um yngri leikmenn þess, eins og hún hafi alltaf gert. 21. október 2021 11:30 Segir Dagnýju hafa varað sig við aðstæðum á Íslandi Katerina Svitková er stærsta stjarnan í liði Tékka sem mæta Íslandi á Laugardalsvelli á föstudag. Hún hlakkar til að glíma við Dagnýju Brynjarsdóttur og segir hana hafa varað sig við aðstæðum á vellinum. 20. október 2021 11:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
„Var svolítið týnd í fyrri hálfleik“ Guðný Árnadóttir, leikmaður AC Milan, segist vera klár í að leysa stöðu hægri bakvarðar áfram með íslenska landsliðinu. Hún eigi enn eftir að fínpússa sóknarþáttinn þegar hún spilar þá stöðu. 21. október 2021 13:01
Svona var blaðamannafundurinn fyrir Tékkaleikinn Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Dagný Brynjarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli klukkan 12:30 vegna leiks Íslands við Tékkland annað kvöld. 21. október 2021 12:50
„Fékk það í gjöf frá pabba að hugsa um yngri leikmenn“ Aldursforsetinn í íslenska kvennalandsliðinu segist hugsa vel um yngri leikmenn þess, eins og hún hafi alltaf gert. 21. október 2021 11:30
Segir Dagnýju hafa varað sig við aðstæðum á Íslandi Katerina Svitková er stærsta stjarnan í liði Tékka sem mæta Íslandi á Laugardalsvelli á föstudag. Hún hlakkar til að glíma við Dagnýju Brynjarsdóttur og segir hana hafa varað sig við aðstæðum á vellinum. 20. október 2021 11:30