Stærsta tap Mourinho á ferlinum á köldu kvöldi í Noregi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. október 2021 07:00 Síðan José Mourinho hóf þjálfaraferil sinn hefur hann aldrei tapað með meiri mun en í gær. Fabio Rossi/AS Roma via Getty Images José Mourinho, knattpyrnustjóri Roma, mátti þola sitt stærsta tap á ferlinum er liðið heimsótti Alfons Sampsted og félaga í Bodø/Glimt í Sambandsdeild Evrópu í gær. Alfons lagði upp þriðja mark heimaliðsins, en lokatölur urðu 6-1. Staðan var 2-1 í hálfleik, en þá gerði Mourinho þrjár breytingar á liðinu. Sá portúgalski hafði svo notað allar fimm skiptingar sínar eftir um klukkutíma leik þegar staðan var orðin 3-1. Þessar skiptingar komu þó ekki í veg fyrir þrjú mörk í viðbót frá heimamönnum og niðurstaðan varð því stærsta tap Moutinho á ferli sínum sem þjálfari. Þetta var leikur númer 1.008 hjá Mourinho sem þjálfari, og þetta var aðeins í annað skipti á ferlinum sem hann tapar með fimm mörkum. Fyrra skiptið var árið 2010 þegar hann var þjálfari Real Madrid, en þá tapaði liðið 5-0 gegn Barcelona. Þetta er einnig í fyrsta skipti á hans ferli þar sem lið hans fær á sig sex mörk eða meira. Aldrei þessu vant þá ákvað Mourinho að taka ábyrgð á tapinu stóra eftir leik. „Ég ákvað að stilla liðinu svona upp þannig að ábyrgðin er mín,“ sagði Mourinho í samtali við Sky sports Italia í leikslok. MOURINHO: – @Glimt have better players than my players.(@JanAageFjortoft) pic.twitter.com/yqmIdVAwvr— Viaplay Fotball (@ViaplayFotball) October 21, 2021 „Ég gerði það af góðum ástæðum. Ég vildi gefa leikmönnum tækifæri sem leggja sig fram og til að hræra í liðinu fyrir leik á gervigrasi í köldu veðri.“ „Við töpuðum fyrir liði sem sýndi meiri gæði í kvöld. Svo einfalt er það.“ 1 - A José Mourinho side has conceded 6+ goals in a single game for the first time ever, in what is the 1008th match of his managerial career. Shock. #UECL #BodoGlimtRoma— OptaPaolo 🏆 (@OptaPaolo) October 21, 2021 Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Fleiri fréttir Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Sjá meira
Staðan var 2-1 í hálfleik, en þá gerði Mourinho þrjár breytingar á liðinu. Sá portúgalski hafði svo notað allar fimm skiptingar sínar eftir um klukkutíma leik þegar staðan var orðin 3-1. Þessar skiptingar komu þó ekki í veg fyrir þrjú mörk í viðbót frá heimamönnum og niðurstaðan varð því stærsta tap Moutinho á ferli sínum sem þjálfari. Þetta var leikur númer 1.008 hjá Mourinho sem þjálfari, og þetta var aðeins í annað skipti á ferlinum sem hann tapar með fimm mörkum. Fyrra skiptið var árið 2010 þegar hann var þjálfari Real Madrid, en þá tapaði liðið 5-0 gegn Barcelona. Þetta er einnig í fyrsta skipti á hans ferli þar sem lið hans fær á sig sex mörk eða meira. Aldrei þessu vant þá ákvað Mourinho að taka ábyrgð á tapinu stóra eftir leik. „Ég ákvað að stilla liðinu svona upp þannig að ábyrgðin er mín,“ sagði Mourinho í samtali við Sky sports Italia í leikslok. MOURINHO: – @Glimt have better players than my players.(@JanAageFjortoft) pic.twitter.com/yqmIdVAwvr— Viaplay Fotball (@ViaplayFotball) October 21, 2021 „Ég gerði það af góðum ástæðum. Ég vildi gefa leikmönnum tækifæri sem leggja sig fram og til að hræra í liðinu fyrir leik á gervigrasi í köldu veðri.“ „Við töpuðum fyrir liði sem sýndi meiri gæði í kvöld. Svo einfalt er það.“ 1 - A José Mourinho side has conceded 6+ goals in a single game for the first time ever, in what is the 1008th match of his managerial career. Shock. #UECL #BodoGlimtRoma— OptaPaolo 🏆 (@OptaPaolo) October 21, 2021
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Fleiri fréttir Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Sjá meira