Smámunasemin hjá Anníe og Katrínu seinkaði framleiðslunni um sex mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir á heimsleikunum í CrossFit í júlílok. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir standa í stórræðum þessa daga því ekki aðeins eru þær að undirbúa sig fyrir Rogue stórmótið í Texas heldur voru þær einnig að setja ný sérhönnuð heyrnartól á markaðinn. Heyrnartólin komu hálfu ári of seint á markaðinn því þær ætluðu ekki að láta neitt frá sér sem þær væru ekki fullkomlega sáttar með og stoltar af. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar á dögunum þar sem Anníe Mist og Katrín Tanja sögðu frá reynslu sinni af heimsleikunum í ágústbyrjun, undirbúningnum fyrir CrossFitmót í Bandaríkjunum seinna í mánuðinum sem og hvernig þessar miklu vinkonur eru einnig orðnar viðskiptafélagar. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Búnar að vera plana mjög mikið „Við höfum lengi talað um að okkur langar að gera hluti saman. Það er mjög mikið sem við erum búnar að vera að plana og vinna í síðustu árin sem er loksins að fara að gerast núna. Það fyrsta er komið út,“ segir Anníe Mist. „Þetta spratt upp úr samræðum okkar á milli. Við höfum kvartað yfir heyrnartölum í svolítið langan tíma. Ég yfir því að þau séu alltaf að detta út og það var að gerast hjá okkur báðum að þegar við brosum þá poppa þau út úr eyrunum. Maðurinn minn er síðan búinn að brenna í gegnum þrjú Beats heyrnartól,“ segir Anníe. „Ég hef sjálf svitnað í gegnum tvö heyrnartöl. Maður var alltaf að kvarta upphátt,“ segir Katrín Tanja. „Það var greinilega eitthvað að. Svo á Katrín vin,“ segir Anníe Mist. Klippa: Allt viðtalið við Anníe Mist og Katrínu Tönju Vinur Katrínar Tönju úr Versló „Ég og Gísli Ragnar vorum saman í bekk í Versló. Ég var svolítið að segja við hann sem við vorum búnar að vera upplifa. Hann sagði: Já, við getum unnið í þessu. Ég sagði bara allt í lagi en þetta var svolítið langt fyrir utan geranlegan verkefnalista því ég veit ekkert hvernig maður gerir heyrnartól. Nokkrum mánuðum seinna er hann í alvörunni kominn með skref að þessu,“ segir Katrín Tanja. „Ég sagði bara: Gerum þetta,“ segir Anníe Mist. „Það er æðisleg að hafa fengið að gera þetta með honum. Hann hjálpaði okkur í gegnum þetta og lét þetta verða að raunveruleika. Við höfum fengið að láta okkar hugmyndir verða að veruleika, það sem okkur vantaði í heyrnartól,“ segir Katrín. „Þau eru það vatnsheld að það er hægt að hoppa með þau ofan í sundlaug,“ segir Katrín og hún og Anníe fóru saman yfir hvað þær lögðu áherslu á. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Örugglega mjög erfiðar að vinna með „Við merktum bara við í öll boxin sem okkur fannst vera mikilvægust. Við erum örugglega mjög erfiðar að vinna með en ég held samt alveg skemmtilegar líka. Við erum með ákveðnar kröfur og við ætluðum ekkert að koma með eitthvað á markaðinn sem var til nú þegar,“ segir Anníe. „Eins og sást í myndbandinu sem við settum á netið þá áttu heyrnartólin að koma út vorið 2021. Þetta var ekki tilbúið þegar við vildum að þetta væri tilbúið og það var bara ýmislegt sem við vildum ennþá vinna í. Þegar við hugsuðum: Við erum stoltar af þessu og svona viljum við hafa þetta, þá gátum við sett þetta út í heiminn. Við erum hálfu ári á eftir áætlun,“ segir Katrín. „Betra að bíða og koma með fullkomna vöru á markaðinn,“ skýtur Anníe inn í. „Við erum báðar rosalega smámunasamar þegar kemur að þessu en þá erum við alla vega með eitthvað sem við svo stoltar af að gefa út alveg eins og þegar við erum að keppa,“ segir Katrín. Hér fyrir ofan má horfa á allt viðtalið sem Svava Kristín tók við einu Íslendingana sem hafa orðið heimsmeistarar í CrossFit íþróttinni. Við höfum birt nokkur brot úr viðtalinu til þessa en hér má sjá það allt í einu lagi. CrossFit Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar á dögunum þar sem Anníe Mist og Katrín Tanja sögðu frá reynslu sinni af heimsleikunum í ágústbyrjun, undirbúningnum fyrir CrossFitmót í Bandaríkjunum seinna í mánuðinum sem og hvernig þessar miklu vinkonur eru einnig orðnar viðskiptafélagar. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Búnar að vera plana mjög mikið „Við höfum lengi talað um að okkur langar að gera hluti saman. Það er mjög mikið sem við erum búnar að vera að plana og vinna í síðustu árin sem er loksins að fara að gerast núna. Það fyrsta er komið út,“ segir Anníe Mist. „Þetta spratt upp úr samræðum okkar á milli. Við höfum kvartað yfir heyrnartölum í svolítið langan tíma. Ég yfir því að þau séu alltaf að detta út og það var að gerast hjá okkur báðum að þegar við brosum þá poppa þau út úr eyrunum. Maðurinn minn er síðan búinn að brenna í gegnum þrjú Beats heyrnartól,“ segir Anníe. „Ég hef sjálf svitnað í gegnum tvö heyrnartöl. Maður var alltaf að kvarta upphátt,“ segir Katrín Tanja. „Það var greinilega eitthvað að. Svo á Katrín vin,“ segir Anníe Mist. Klippa: Allt viðtalið við Anníe Mist og Katrínu Tönju Vinur Katrínar Tönju úr Versló „Ég og Gísli Ragnar vorum saman í bekk í Versló. Ég var svolítið að segja við hann sem við vorum búnar að vera upplifa. Hann sagði: Já, við getum unnið í þessu. Ég sagði bara allt í lagi en þetta var svolítið langt fyrir utan geranlegan verkefnalista því ég veit ekkert hvernig maður gerir heyrnartól. Nokkrum mánuðum seinna er hann í alvörunni kominn með skref að þessu,“ segir Katrín Tanja. „Ég sagði bara: Gerum þetta,“ segir Anníe Mist. „Það er æðisleg að hafa fengið að gera þetta með honum. Hann hjálpaði okkur í gegnum þetta og lét þetta verða að raunveruleika. Við höfum fengið að láta okkar hugmyndir verða að veruleika, það sem okkur vantaði í heyrnartól,“ segir Katrín. „Þau eru það vatnsheld að það er hægt að hoppa með þau ofan í sundlaug,“ segir Katrín og hún og Anníe fóru saman yfir hvað þær lögðu áherslu á. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Örugglega mjög erfiðar að vinna með „Við merktum bara við í öll boxin sem okkur fannst vera mikilvægust. Við erum örugglega mjög erfiðar að vinna með en ég held samt alveg skemmtilegar líka. Við erum með ákveðnar kröfur og við ætluðum ekkert að koma með eitthvað á markaðinn sem var til nú þegar,“ segir Anníe. „Eins og sást í myndbandinu sem við settum á netið þá áttu heyrnartólin að koma út vorið 2021. Þetta var ekki tilbúið þegar við vildum að þetta væri tilbúið og það var bara ýmislegt sem við vildum ennþá vinna í. Þegar við hugsuðum: Við erum stoltar af þessu og svona viljum við hafa þetta, þá gátum við sett þetta út í heiminn. Við erum hálfu ári á eftir áætlun,“ segir Katrín. „Betra að bíða og koma með fullkomna vöru á markaðinn,“ skýtur Anníe inn í. „Við erum báðar rosalega smámunasamar þegar kemur að þessu en þá erum við alla vega með eitthvað sem við svo stoltar af að gefa út alveg eins og þegar við erum að keppa,“ segir Katrín. Hér fyrir ofan má horfa á allt viðtalið sem Svava Kristín tók við einu Íslendingana sem hafa orðið heimsmeistarar í CrossFit íþróttinni. Við höfum birt nokkur brot úr viðtalinu til þessa en hér má sjá það allt í einu lagi.
CrossFit Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira