Liverpool gæti verið án Salah og Mane í átta leikjum í byrjun næsta árs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2021 12:32 Mohamed Salah og Sadio Mane ræða málin í miðjum leik Liverpool og Chelsea á þessu tímabili. Getty/Simon Stacpoole Mohamed Salah og Sadio Mane hafa verið í stuði að undanförnu og algjörir lykilmenn í sóknarleik liðsins. Það eru því margir stuðningsmenn sem kvíða fyrir næsta janúar þegar þeir verða líka uppteknir annars staðar. Afríkukeppnin í fótbolta var færð aftur inn á tímabilið og það þýðir að afrísku landsliðin geta kallað til síns leikmenn frá evrópsku félögunum. Mohamed Salah spilar með Egyptum og Sadio Mane með Senegal. Liverpool to hold talks in attempt to reduce Africa Cup of Nations disruptionhttps://t.co/D90gBtZG7Y pic.twitter.com/24njbJtgyh— Mirror Football (@MirrorFootball) October 21, 2021 Þetta eru slæmar fréttir fyrir mörg félög en þetta verður varla verra en fyrir Liverpool ekki síst þar sem Naby Keita gæti líka verið á leiðinni á mótið sem fer fram í Kamerún. Liverpool er að reyna að vinna í því að halda þessum leikmönnum sínum eins lengi og mögulegt er en til þess þarf velvilja frá knattspyrnusamböndunum. Samkvæmt reglun FIFA þá hafa afrísku landsliðið rétt á því að fá leikmenn 27. desember og Afríkukeppnin klárast síðan ekki fyrr en í byrjun febrúarmánaðar. Verði leikmennirnir frá í allan þennan tíma þá gætu þeir misst af átta leikjum hjá Liverpool sem er svakalegur fjöldi. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp er sagður ætla að reyna að komast að samkomulagi við knattspyrnusambönd Salah, Mane og Keita í næsta landsliðsglugga með það markmið að fá að halda leikmönnum sínum fram yfir leik á móti Chelsea 2. janúar. Úrslitaleikur Afríkukeppninnar á að fara fram 6. febrúar en það er ekkert víst að landslið Liverpool leikmannanna fari alla leið. Það er samt lykilatriði fyrir Klopp að halda sínum mönnum fram yfir mikilvæga leiki á móti Leicester og Chelsea. Klopp hefur sagt að hann sé hrifinn af Afríkukeppninni en það hafi verið stórslys fyrir Liverpool þegar keppnin var færð til baka inn á tímabilið. Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Afríkukeppnin í fótbolta var færð aftur inn á tímabilið og það þýðir að afrísku landsliðin geta kallað til síns leikmenn frá evrópsku félögunum. Mohamed Salah spilar með Egyptum og Sadio Mane með Senegal. Liverpool to hold talks in attempt to reduce Africa Cup of Nations disruptionhttps://t.co/D90gBtZG7Y pic.twitter.com/24njbJtgyh— Mirror Football (@MirrorFootball) October 21, 2021 Þetta eru slæmar fréttir fyrir mörg félög en þetta verður varla verra en fyrir Liverpool ekki síst þar sem Naby Keita gæti líka verið á leiðinni á mótið sem fer fram í Kamerún. Liverpool er að reyna að vinna í því að halda þessum leikmönnum sínum eins lengi og mögulegt er en til þess þarf velvilja frá knattspyrnusamböndunum. Samkvæmt reglun FIFA þá hafa afrísku landsliðið rétt á því að fá leikmenn 27. desember og Afríkukeppnin klárast síðan ekki fyrr en í byrjun febrúarmánaðar. Verði leikmennirnir frá í allan þennan tíma þá gætu þeir misst af átta leikjum hjá Liverpool sem er svakalegur fjöldi. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp er sagður ætla að reyna að komast að samkomulagi við knattspyrnusambönd Salah, Mane og Keita í næsta landsliðsglugga með það markmið að fá að halda leikmönnum sínum fram yfir leik á móti Chelsea 2. janúar. Úrslitaleikur Afríkukeppninnar á að fara fram 6. febrúar en það er ekkert víst að landslið Liverpool leikmannanna fari alla leið. Það er samt lykilatriði fyrir Klopp að halda sínum mönnum fram yfir mikilvæga leiki á móti Leicester og Chelsea. Klopp hefur sagt að hann sé hrifinn af Afríkukeppninni en það hafi verið stórslys fyrir Liverpool þegar keppnin var færð til baka inn á tímabilið.
Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira