Svindlbrigslari ákærður fyrir að skila atkvæði látinnar eiginkonu Þorgils Jónsson skrifar 22. október 2021 16:22 Frá kjörstað í Las Vegas. Maður einn í Nevada-ríki hefur verið ákærður fyrir að senda inn kjörseðil í nafni látinnar eiginkonu sinnar. Hann hafði áður vakið athygli á að atkvæðinu hafði verið skilað og þóttist ekki kannast við neitt. Bandaríkjamaður á miðjum aldri, búsettur í Nevada, hefur verið ákærður fyrir kosningasvindl í síðustu forsetakosningum. Hann er talinn hafa sent inn utankjörstaðaratkvæði í nafni konu sinnar, sem lést árið 2017. Þetta myndi vart heyra til almennra tíðinda ef ekki væri fyrir þá forsögu að umræddur maður, Donald Hartle að nafni, er repúblikani og steig sjálfur fram eftir kosningar og benti á að kosið hefði verið í nafni konu hans. Þótti honum það til merkis um að fréttaflutningur ýmissa miðla um víðtækt kosningamisferli gæti átt við rök að styðjast. Frá þessu segir á vef Newsweek. Hann sagði að kjörseðill eiginkonunnar hafi aldrei borist heim til þeirra og hann grunaði ekki hvernig meintir svindlarar hefðu komist yfir gögnin. #BREAKING: Las Vegas man who claimed his dead wife’s mail-in ballot showed voter fraud is accused of sending it in himself and voting twice, investigators confirm. Donald "Kirk" Hartle faces two charges relating to the 2020 election. His wife died from cancer in 2017. #8NN pic.twitter.com/gZrrlpVV1O— David Charns (@davidcharns) October 21, 2021 „Það setur að manni óhug, svo ég segi eins og mér finnst“ sagði Hartle þá. „Ég skil ekki hvernig þetta gerist, en þetta styður við margt að því sem maður hefur verið að heyra í fjölmiðlum, um hvað er mögulegt í þessum efnum og nú velti ég bara fyrir mér hversu djúpstætt þetta er.“ How it started: How it s going: pic.twitter.com/1K23J3Mo8c— Molly Forgey (@mbforgey) October 21, 2021 Vararíkisstjóri Texasríkis, Repúblikaninn Dan Patrick, tók Trump forseta á orðinu og lofaði hverjum þeim sem benti á tilfelli um kosningasvindl, peningaverðlaun upp á 25.000 dali hið minnsta. „Ég styð Trump forseta í viðleitni hans til að fletta ofan af kosningasvindli í forsetakosningunum og ganga úr skugga um að öll lögleg atkvæði séu talin og öllum ólöglegum vísað frá“ sagði hann í tísti rétt eftir kosningarnar. Nú segir frá í New York Times, tæpu ári síðar, að Patrick hafi þurft að punga út einni slíkri þóknun, en ekki til flokkssystkinis síns, heldur demókrata sem tilkynnti repúblikana einn sem var nýlega sakfelldur fyrir að skila atkvæðisseðli sonar síns til viðbótar við sitt eigið. Ýkjur og órökstuddar ásakanir Donald Trump tapaði fyrir Joe Biden í forsetakjörinu, en kenndi því um að Demókratar hefðu stundað kerfisbundið svindl sem hefði kostað hann sigurinn. Taldi hann upp í því sambandi ýmis ríki þar sem tæpt var á munum, þar á meðal Nevada. Hann kærði úrslit kosninganna í fjölmörgum ríkjum, en dómstólar vísuðu öllum kærum frá þar sem engin sönnungargögn voru dregin fram málinu til stuðnings. Repúblikanaflokkurinn í Nevada stökk á mál Hartles í upphafi og benti kosningayfirvöldum á nöfn 1.506 látinna einstaklinga sem áttu að hafa greitt atkvæði í kosningunum. Við skoðun kom í ljós að allir einstaklingarnir væru sannarlega á lífi utan tíu nafna, sem könnuð voru frekar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Þetta myndi vart heyra til almennra tíðinda ef ekki væri fyrir þá forsögu að umræddur maður, Donald Hartle að nafni, er repúblikani og steig sjálfur fram eftir kosningar og benti á að kosið hefði verið í nafni konu hans. Þótti honum það til merkis um að fréttaflutningur ýmissa miðla um víðtækt kosningamisferli gæti átt við rök að styðjast. Frá þessu segir á vef Newsweek. Hann sagði að kjörseðill eiginkonunnar hafi aldrei borist heim til þeirra og hann grunaði ekki hvernig meintir svindlarar hefðu komist yfir gögnin. #BREAKING: Las Vegas man who claimed his dead wife’s mail-in ballot showed voter fraud is accused of sending it in himself and voting twice, investigators confirm. Donald "Kirk" Hartle faces two charges relating to the 2020 election. His wife died from cancer in 2017. #8NN pic.twitter.com/gZrrlpVV1O— David Charns (@davidcharns) October 21, 2021 „Það setur að manni óhug, svo ég segi eins og mér finnst“ sagði Hartle þá. „Ég skil ekki hvernig þetta gerist, en þetta styður við margt að því sem maður hefur verið að heyra í fjölmiðlum, um hvað er mögulegt í þessum efnum og nú velti ég bara fyrir mér hversu djúpstætt þetta er.“ How it started: How it s going: pic.twitter.com/1K23J3Mo8c— Molly Forgey (@mbforgey) October 21, 2021 Vararíkisstjóri Texasríkis, Repúblikaninn Dan Patrick, tók Trump forseta á orðinu og lofaði hverjum þeim sem benti á tilfelli um kosningasvindl, peningaverðlaun upp á 25.000 dali hið minnsta. „Ég styð Trump forseta í viðleitni hans til að fletta ofan af kosningasvindli í forsetakosningunum og ganga úr skugga um að öll lögleg atkvæði séu talin og öllum ólöglegum vísað frá“ sagði hann í tísti rétt eftir kosningarnar. Nú segir frá í New York Times, tæpu ári síðar, að Patrick hafi þurft að punga út einni slíkri þóknun, en ekki til flokkssystkinis síns, heldur demókrata sem tilkynnti repúblikana einn sem var nýlega sakfelldur fyrir að skila atkvæðisseðli sonar síns til viðbótar við sitt eigið. Ýkjur og órökstuddar ásakanir Donald Trump tapaði fyrir Joe Biden í forsetakjörinu, en kenndi því um að Demókratar hefðu stundað kerfisbundið svindl sem hefði kostað hann sigurinn. Taldi hann upp í því sambandi ýmis ríki þar sem tæpt var á munum, þar á meðal Nevada. Hann kærði úrslit kosninganna í fjölmörgum ríkjum, en dómstólar vísuðu öllum kærum frá þar sem engin sönnungargögn voru dregin fram málinu til stuðnings. Repúblikanaflokkurinn í Nevada stökk á mál Hartles í upphafi og benti kosningayfirvöldum á nöfn 1.506 látinna einstaklinga sem áttu að hafa greitt atkvæði í kosningunum. Við skoðun kom í ljós að allir einstaklingarnir væru sannarlega á lífi utan tíu nafna, sem könnuð voru frekar.
Vararíkisstjóri Texasríkis, Repúblikaninn Dan Patrick, tók Trump forseta á orðinu og lofaði hverjum þeim sem benti á tilfelli um kosningasvindl, peningaverðlaun upp á 25.000 dali hið minnsta. „Ég styð Trump forseta í viðleitni hans til að fletta ofan af kosningasvindli í forsetakosningunum og ganga úr skugga um að öll lögleg atkvæði séu talin og öllum ólöglegum vísað frá“ sagði hann í tísti rétt eftir kosningarnar. Nú segir frá í New York Times, tæpu ári síðar, að Patrick hafi þurft að punga út einni slíkri þóknun, en ekki til flokkssystkinis síns, heldur demókrata sem tilkynnti repúblikana einn sem var nýlega sakfelldur fyrir að skila atkvæðisseðli sonar síns til viðbótar við sitt eigið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira