Edward Gaming í undanúrslit eftir oddaleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. október 2021 22:46 Edward Gaming hafði betur gegn Royal Never Give Up í Laugardalshöll í dag. Lance Skundrich/Riot Games Inc. via Getty Images Edward Gaming og Royal Never Give Up áttust við í átta liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í League of Legends í dag. Viðureignin fór alla leið í oddaleik þar sem Edward Gaming hafði betur. Royal Never Give Up, eða RNG, hafði smávægilega forystu fyrstu mínúturnar í fyrsta leik dagsins. Eftir um tuttugu mínútna leik fóru þeir hægt og bítandi að byggja ofan á þá forystu og unnu að lokum góðan sigur. 1-0:@RNG strike first! #Worlds2021 pic.twitter.com/KZMXx6EPdc— LoL Esports (@lolesports) October 23, 2021 Liðsmenn Edward Gaming létu þó ekki slá sig út af laginu og í annarri viðureign liðanna tóku þeir afgerandi forystu snemma leiks. Þá forystu létu þeir aldrei af hendi og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur eftir tæplega 28 mínútna leik. Þriðji leikur dagsins bauð svo upp á ögn meiri spennu en leikur tvö. Edward Gaming náði þó ágætis forskoti, en liðsmenn RNG voru þó aldrei langt undan. Edward Gaming hélt þó forskoti sínu allan leikinn og í þetta sinn tók það þá 38 mínútur að brjóta RNG á bak aftur. WHAT A GAMEMatch point for @EDG_Edward! #Worlds2021 pic.twitter.com/vlOG7Wykr9— LoL Esports (@lolesports) October 23, 2021 Pressan var öll á RNG í fjórða leik dagsins þar sem að tap myndi þýða það að þeir væru úr leik á Heimsmeistaramótinu. Liðsmenn RNG stigu upp og náðu góðu forskoti snemma leiks. Eftir tæplega hálftíma leik af League of Legends var sigurinn þeirra, og liðin því á leið í oddaleik um laust sæti í undanúrslitum. Eftir nokkuð jafnar fyrstu 15 mínútur leiksins tóku liðsmenn Edward Gaming öll völd og rúmum 13 mínútum síðar var sæti þeirra í undanúrslitum tryggt með nokkuð öruggum sigri. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Edward Gaming sem liðið kemst í undanúrslit Heimsmeistaramótsins, en liðið hefur fjórum sinnum dottið út í átta liða úrslitum. Þeir mæta annað hvort Gen.G eða Cloud9 í undanúrslitum næsta laugardag. THE CURSE IS BROKEN:@EDG_Edward advance to the #Worlds2021 Semifinals! pic.twitter.com/7pua9OtCBz— LoL Esports (@lolesports) October 23, 2021 Átta liða úrslitin halda áfram á morgun en þá er á dagskrá viðureign evrópska liðsins MAD Lions og ríkjandi heimsmeistara DWG KIA. Eins og áður verður hægt að fylgjast með viðureigninni í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport frá klukkan 12:00. Rafíþróttir League of Legends Tengdar fréttir T1 tryggði sig örugglega inn í undanúrslitin Kóreska liðið T1 varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll. Gamla stórveldið mætti Hanwha Life og vann allar þrjár viðureignir dagsins nokkuð örugglega. 22. október 2021 23:01 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn
Royal Never Give Up, eða RNG, hafði smávægilega forystu fyrstu mínúturnar í fyrsta leik dagsins. Eftir um tuttugu mínútna leik fóru þeir hægt og bítandi að byggja ofan á þá forystu og unnu að lokum góðan sigur. 1-0:@RNG strike first! #Worlds2021 pic.twitter.com/KZMXx6EPdc— LoL Esports (@lolesports) October 23, 2021 Liðsmenn Edward Gaming létu þó ekki slá sig út af laginu og í annarri viðureign liðanna tóku þeir afgerandi forystu snemma leiks. Þá forystu létu þeir aldrei af hendi og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur eftir tæplega 28 mínútna leik. Þriðji leikur dagsins bauð svo upp á ögn meiri spennu en leikur tvö. Edward Gaming náði þó ágætis forskoti, en liðsmenn RNG voru þó aldrei langt undan. Edward Gaming hélt þó forskoti sínu allan leikinn og í þetta sinn tók það þá 38 mínútur að brjóta RNG á bak aftur. WHAT A GAMEMatch point for @EDG_Edward! #Worlds2021 pic.twitter.com/vlOG7Wykr9— LoL Esports (@lolesports) October 23, 2021 Pressan var öll á RNG í fjórða leik dagsins þar sem að tap myndi þýða það að þeir væru úr leik á Heimsmeistaramótinu. Liðsmenn RNG stigu upp og náðu góðu forskoti snemma leiks. Eftir tæplega hálftíma leik af League of Legends var sigurinn þeirra, og liðin því á leið í oddaleik um laust sæti í undanúrslitum. Eftir nokkuð jafnar fyrstu 15 mínútur leiksins tóku liðsmenn Edward Gaming öll völd og rúmum 13 mínútum síðar var sæti þeirra í undanúrslitum tryggt með nokkuð öruggum sigri. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Edward Gaming sem liðið kemst í undanúrslit Heimsmeistaramótsins, en liðið hefur fjórum sinnum dottið út í átta liða úrslitum. Þeir mæta annað hvort Gen.G eða Cloud9 í undanúrslitum næsta laugardag. THE CURSE IS BROKEN:@EDG_Edward advance to the #Worlds2021 Semifinals! pic.twitter.com/7pua9OtCBz— LoL Esports (@lolesports) October 23, 2021 Átta liða úrslitin halda áfram á morgun en þá er á dagskrá viðureign evrópska liðsins MAD Lions og ríkjandi heimsmeistara DWG KIA. Eins og áður verður hægt að fylgjast með viðureigninni í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport frá klukkan 12:00.
Rafíþróttir League of Legends Tengdar fréttir T1 tryggði sig örugglega inn í undanúrslitin Kóreska liðið T1 varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll. Gamla stórveldið mætti Hanwha Life og vann allar þrjár viðureignir dagsins nokkuð örugglega. 22. október 2021 23:01 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn
T1 tryggði sig örugglega inn í undanúrslitin Kóreska liðið T1 varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll. Gamla stórveldið mætti Hanwha Life og vann allar þrjár viðureignir dagsins nokkuð örugglega. 22. október 2021 23:01