Stökk á svið með nokkurra daga fyrirvara í stað leikara sem lenti í sóttkví Þorgils Jónsson skrifar 23. október 2021 23:24 Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segir leikhúsfólk fagna afléttingu Covid-takmarkana, en leikarinn Árni Þór Lárusson þurfti þó að stökkva inn í sýninguna Veislu í kvöld með nokkurra daga fyrirvara þar sem kollegi hans forfallaðist vegna sóttkvíar. Leikhúsfólk fagnar þessa dagana þar sem gestir þurfa ekki lengur að bera grímu og slakað hefur verið á samkomutakmörkunum, en á fimmtudaginn var sýnt fyrir fullum sal, án grímu, í fyrsta sinn síðan í mars 2020. Klippa: Stökk á svið vegna sóttkvíar Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins sagði í viðtali við fréttastofu í kvöld að tilfinningin hafi verið ótrúleg. „Það var kynngimögnuð stund þegar salurinn reis á fætur og fagnaði Níu lífum. Þetta var brjálæðislega flott. Allt opið og engin hólfaskipting. Þetta er heilmikið frelsi og leikhúsfólk fagnar.“ Covid-vandræði hafa þó ekki alveg sagt skilið við leikhúsið, en leikarinn Árni Þór Lárusson, stökk á svið í leikritinu Veislu í kvöld með einungis nokkurra daga fyrirvara eftir að kollegi hans lenti í sóttkví. Hann var þó hvergi banginn við áskorunina. „Þetta er bara frábært! Það er fullur salur í kvöld og ég get ekki beðið.“ Árni Þór fékk kallið í upphafi viku, og þurfti því að bregðast skjótt við. „En ég er í svo góðum höndum hjá mótleikurum mínum að þetta getur ekki klikkað.“ En þetta hlýtur að hafa verið pínu stressandi. „Já það er alltaf stress að fara á svið, en ekkert eitthvað of mikið. Þetta verður bara fjör!“ Brynhildur bætti þó við að lokum: „Ég get vottað að það eru bara rokkstjörnur sem geta svona lagað. Hann leikur, syngur, dansar og spilar á píanó í sýningunni.“ Leikhús Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Klippa: Stökk á svið vegna sóttkvíar Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins sagði í viðtali við fréttastofu í kvöld að tilfinningin hafi verið ótrúleg. „Það var kynngimögnuð stund þegar salurinn reis á fætur og fagnaði Níu lífum. Þetta var brjálæðislega flott. Allt opið og engin hólfaskipting. Þetta er heilmikið frelsi og leikhúsfólk fagnar.“ Covid-vandræði hafa þó ekki alveg sagt skilið við leikhúsið, en leikarinn Árni Þór Lárusson, stökk á svið í leikritinu Veislu í kvöld með einungis nokkurra daga fyrirvara eftir að kollegi hans lenti í sóttkví. Hann var þó hvergi banginn við áskorunina. „Þetta er bara frábært! Það er fullur salur í kvöld og ég get ekki beðið.“ Árni Þór fékk kallið í upphafi viku, og þurfti því að bregðast skjótt við. „En ég er í svo góðum höndum hjá mótleikurum mínum að þetta getur ekki klikkað.“ En þetta hlýtur að hafa verið pínu stressandi. „Já það er alltaf stress að fara á svið, en ekkert eitthvað of mikið. Þetta verður bara fjör!“ Brynhildur bætti þó við að lokum: „Ég get vottað að það eru bara rokkstjörnur sem geta svona lagað. Hann leikur, syngur, dansar og spilar á píanó í sýningunni.“
Leikhús Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira