Lögregla rak vopnaða öfgamenn frá landamærum Þýskalands og Póllands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2021 19:56 Lögregla rak fleiri en 50 frá landamærum Þýskalands og Póllands við bæinn Guben en fólkið kom víðsvegar að. epa/Marcin Bielecki Lögregluyfirvöld í Þýskalandi segjast hafa stöðvað fleiri en 50 öfgahægrimenn sem hugðust taka lögin í eigin hendur við landamærin að Póllandi til að hindra för flóttamanna. Fólkið var að svara kalli Þriðju leiðarinnar, flokks sem er grunaður um tengsl við nýnasistahópa, og hafði hvatt fylgismenn sína til að koma í veg fyrir að flóttamenn kæmu yfir landamærin við bæinn Guben. Að sögn lögreglu var fólkið vopnað, meðal annars kylfum og piparúða. Aðgerðir lögreglu stóðu yfir á laugardagskvöld og sunnudagsmorgun en á laugardag höfðu tugir fólks safnast saman í bænum til að mótmæla „eftirliti“ öfgamannanna. Þýska lögreglan hefur fjölgað lögreglumönnum við landamærin að Póllandi um 800 til að freista þess að ná stjórn á flæði flóttafólks sem freistar þess að komast inn í Evrópu um Belarús (Hvíta-Rússland). Um 6.162 eru sagðir hafa komið ólöglega um landamærin á þessu ári. Stjórnarmyndunarviðræður standa nú yfir í Þýskalandi en flokkarnir þrír sem ræða saman stefna að því að ljúka viðræðum í lok nóvember og útnefna Sósíaldemókratann Olaf Scholz kanslara í desember. Mörg Evrópuríki hafa sakað stjórnvöld í Belarús um að hleypa flóttafólki um landamærin til að auka þrýsting á nágranna sína, í kjölfar þess að Evrópusambandið samþykkti refsiaðgerðir vegna umdeildra forsetakosninga í landinu í ágúst 2020. Forsetinn Alexander Lukashenko hefur neitað þessu og sakar Evrópuríkin um að eiga sök á mannúðarkrísu eftir að flóttafólk var látið sitja fast á landamærum Belrús og Póllands. Guardian greindi frá. Þýskaland Pólland Hvíta-Rússland Flóttamenn Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Fólkið var að svara kalli Þriðju leiðarinnar, flokks sem er grunaður um tengsl við nýnasistahópa, og hafði hvatt fylgismenn sína til að koma í veg fyrir að flóttamenn kæmu yfir landamærin við bæinn Guben. Að sögn lögreglu var fólkið vopnað, meðal annars kylfum og piparúða. Aðgerðir lögreglu stóðu yfir á laugardagskvöld og sunnudagsmorgun en á laugardag höfðu tugir fólks safnast saman í bænum til að mótmæla „eftirliti“ öfgamannanna. Þýska lögreglan hefur fjölgað lögreglumönnum við landamærin að Póllandi um 800 til að freista þess að ná stjórn á flæði flóttafólks sem freistar þess að komast inn í Evrópu um Belarús (Hvíta-Rússland). Um 6.162 eru sagðir hafa komið ólöglega um landamærin á þessu ári. Stjórnarmyndunarviðræður standa nú yfir í Þýskalandi en flokkarnir þrír sem ræða saman stefna að því að ljúka viðræðum í lok nóvember og útnefna Sósíaldemókratann Olaf Scholz kanslara í desember. Mörg Evrópuríki hafa sakað stjórnvöld í Belarús um að hleypa flóttafólki um landamærin til að auka þrýsting á nágranna sína, í kjölfar þess að Evrópusambandið samþykkti refsiaðgerðir vegna umdeildra forsetakosninga í landinu í ágúst 2020. Forsetinn Alexander Lukashenko hefur neitað þessu og sakar Evrópuríkin um að eiga sök á mannúðarkrísu eftir að flóttafólk var látið sitja fast á landamærum Belrús og Póllands. Guardian greindi frá.
Þýskaland Pólland Hvíta-Rússland Flóttamenn Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent