Vill borga óbólusettum löggum fyrir að flytja til Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2021 16:49 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur barist harkalega gegn margskonar aðgerðum gegn Covid-19. Hann hefur meðal annars meinað forsvarsmönnum skóla í ríkinu að setja á skyldugrímu. AP/Marta Lavandier Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, ætlar að greiða óbólusettum lögregluþjónum fimm þúsund dali fyrir að flytja til ríkisins og starfa þar. Hann segir vöntun á lögreglunum og segir að betur verði komið fram við þá en annars staðar þar sem lögregluþjónum er gert að fara í bólusetningu við Covid-19. Í viðtali á Fox News í gær sagði DeSantis að enginn ætti að missa starf sitt vegna bólusetningarskyldu. Hvatti hann lögregluþjóna sem teldu illa komið fram við sig til að flytja til Flórída og hefja störf þar. Fyrir það fengju þeir fimm þúsund dali. Þrátt fyrir að bandarískir lögregluþjónar hafi verið meðal þeirra fyrstu í heiminum sem fengu aðgang að bóluefni gegn Covid-19 eru marir þeirra enn óbólusettir. Samhliða bólusetningarskilyrðum í borgum og ríkjum víða í um Bandaríkin hafa óbólusettir lögregluþjónar deilt við stjórnmála- og embættismenn. Það er þrátt fyrir að Covid-19 hefur leitt til dauða fjölmargra lögregluþjóna í Bandaríkjunum að undanförnu. Í síðustu viku sögðu CBS News frá því að minnst 716 starfandi lögregluþjónar hefðu dáið vegna Covid-19 frá mars 2020 og byggði það á tölum frá samtökum lögregluþjóna í Bandaríkjunum. Á tímabilinu hefði fleiri lögregluþjónar dáið vegna Covid-19 en vegna nokkurs annars. Washington Post segir að 182 lögregluþjónar hefðu dáið vegna Covid-19 í fyrra og minnst 133 á þessu ári. Það er byggt á tölum frá öðrum samtökum lögregluþjóna. New York Times vitnaði í enn ein samtökin fyrr í mánuðinum og sagði rúmlega 460 lögreglujóna hafa dáið eftir að hafa smitast af Covid-19 við störf. Það séu fjórfalt fleiri lögregluþjónar en hafi verið skotnir til bana á tímabilinu Augljóst er að tölurnar eru á reiki og fer það að einhverju leyti eftir skilgreiningum. Einnig er þó augljóst að margir lögregluþjónar hafa dáið vegna Covid-19. Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans hafa minnst 735.992 Bandaríkjamenn dáið vegna Covid-19. Minnst 45, 4 milljónir manna hafa smitast. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Í viðtali á Fox News í gær sagði DeSantis að enginn ætti að missa starf sitt vegna bólusetningarskyldu. Hvatti hann lögregluþjóna sem teldu illa komið fram við sig til að flytja til Flórída og hefja störf þar. Fyrir það fengju þeir fimm þúsund dali. Þrátt fyrir að bandarískir lögregluþjónar hafi verið meðal þeirra fyrstu í heiminum sem fengu aðgang að bóluefni gegn Covid-19 eru marir þeirra enn óbólusettir. Samhliða bólusetningarskilyrðum í borgum og ríkjum víða í um Bandaríkin hafa óbólusettir lögregluþjónar deilt við stjórnmála- og embættismenn. Það er þrátt fyrir að Covid-19 hefur leitt til dauða fjölmargra lögregluþjóna í Bandaríkjunum að undanförnu. Í síðustu viku sögðu CBS News frá því að minnst 716 starfandi lögregluþjónar hefðu dáið vegna Covid-19 frá mars 2020 og byggði það á tölum frá samtökum lögregluþjóna í Bandaríkjunum. Á tímabilinu hefði fleiri lögregluþjónar dáið vegna Covid-19 en vegna nokkurs annars. Washington Post segir að 182 lögregluþjónar hefðu dáið vegna Covid-19 í fyrra og minnst 133 á þessu ári. Það er byggt á tölum frá öðrum samtökum lögregluþjóna. New York Times vitnaði í enn ein samtökin fyrr í mánuðinum og sagði rúmlega 460 lögreglujóna hafa dáið eftir að hafa smitast af Covid-19 við störf. Það séu fjórfalt fleiri lögregluþjónar en hafi verið skotnir til bana á tímabilinu Augljóst er að tölurnar eru á reiki og fer það að einhverju leyti eftir skilgreiningum. Einnig er þó augljóst að margir lögregluþjónar hafa dáið vegna Covid-19. Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans hafa minnst 735.992 Bandaríkjamenn dáið vegna Covid-19. Minnst 45, 4 milljónir manna hafa smitast.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira