Kennsl borin á eitt fórnarlamba eins þekktasta raðmorðingja Bandaríkjanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2021 23:31 Francis Wayne Alexander var 21 eða 22 ára þegar John Wayne Gacy myrti hann. AP Yfirvöld í Illinois í Bandaríkjunum greindu frá því í dag að þau hefðu borið kennsl á eitt fórnarlamba raðmorðingjans Johns Wayne Gacy, sem var dæmdur fyrir 33 morð árið 1980. Fórnarlambið sem kennsl voru borin á hét Francis Wayne Alexander og var frá Norður-Karólínu. Hann var 21 eða 22 ára þegar Gacy myrt hann, annað hvort árið 1976 eða 1977, að því er lögreglustjórinn í Cook-sýslu í Illinois hefur greint frá. Guardian vísar í yfirlýsingu frá systur Alexander, þar sem hún þakkar lögregluyfirvöldum fyrir að veita fjölskyldu hans einhvers konar ró, þar sem örlög Alexander höfðu aldrei verið ljós fyrr en nú. „Það er erfitt, jafnvel 45 árum síðar, að komast að raun um örlög okkar ástkæra Wayne. Hann var myrtur af andstyggilegum og illum manni. Við finnum til hjartasorgar og sendum fjölskyldum hinna fórnarlambanna samúðarkveðjur. Nú getum við lagt til hliðar það sem gerðist og haldið áfram með því að heiðra Wayne,“ segir í yfirlýsingunni. Borið kennsl á þrjá frá 2011 Líkamsleifar Alexander voru á meðal þeirra 26 sem lögreglan fann í skriðrými undir heimili Gacy rétt utan við Chicago árið 1979. Þrjú fórnarlömb fundust þá grafin í garði fyrir utan húsið og Gacy gekkst við því að hafa myrt fjóra til viðbótar, sem fundust í skurði skammt frá borginni. Það var svo árið 2011 sem nokkur líkanna voru rannsökuð og lögreglan kallaði eftir því að hver sem gæti átt ættingja sem hvarf á sjöunda áratugnum í kringum Chicago myndi stíga fram. Það var gert með það fyrir augum að bera kennsl á líkin með því að rannsaka erfðaefni þeirra. Samkvæmt Guardian er Alexander þriðja fórnarlambið sem kennsl eru borin á með þessum hætti. John Wayne Gacy hlaut tólf dauðadóma árið 1980 og var tekinn af lífi árið 1994, þá 52 ára gamall. Hann er á meðal þeirra bandarísku fjöldamorðingja sem hefur myrt hvað flesta. Hann var dæmdur fyrir 33 morð en talið er að fórnarlömb hans kunni að hafa verið mun fleiri. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Fórnarlambið sem kennsl voru borin á hét Francis Wayne Alexander og var frá Norður-Karólínu. Hann var 21 eða 22 ára þegar Gacy myrt hann, annað hvort árið 1976 eða 1977, að því er lögreglustjórinn í Cook-sýslu í Illinois hefur greint frá. Guardian vísar í yfirlýsingu frá systur Alexander, þar sem hún þakkar lögregluyfirvöldum fyrir að veita fjölskyldu hans einhvers konar ró, þar sem örlög Alexander höfðu aldrei verið ljós fyrr en nú. „Það er erfitt, jafnvel 45 árum síðar, að komast að raun um örlög okkar ástkæra Wayne. Hann var myrtur af andstyggilegum og illum manni. Við finnum til hjartasorgar og sendum fjölskyldum hinna fórnarlambanna samúðarkveðjur. Nú getum við lagt til hliðar það sem gerðist og haldið áfram með því að heiðra Wayne,“ segir í yfirlýsingunni. Borið kennsl á þrjá frá 2011 Líkamsleifar Alexander voru á meðal þeirra 26 sem lögreglan fann í skriðrými undir heimili Gacy rétt utan við Chicago árið 1979. Þrjú fórnarlömb fundust þá grafin í garði fyrir utan húsið og Gacy gekkst við því að hafa myrt fjóra til viðbótar, sem fundust í skurði skammt frá borginni. Það var svo árið 2011 sem nokkur líkanna voru rannsökuð og lögreglan kallaði eftir því að hver sem gæti átt ættingja sem hvarf á sjöunda áratugnum í kringum Chicago myndi stíga fram. Það var gert með það fyrir augum að bera kennsl á líkin með því að rannsaka erfðaefni þeirra. Samkvæmt Guardian er Alexander þriðja fórnarlambið sem kennsl eru borin á með þessum hætti. John Wayne Gacy hlaut tólf dauðadóma árið 1980 og var tekinn af lífi árið 1994, þá 52 ára gamall. Hann er á meðal þeirra bandarísku fjöldamorðingja sem hefur myrt hvað flesta. Hann var dæmdur fyrir 33 morð en talið er að fórnarlömb hans kunni að hafa verið mun fleiri.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira