Æft og bömpað í hitanum hjá íslenska CrossFit fólkinu í Austin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2021 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru byrjaðar að æfa í hitanum í Texas. Instagram/@anniethorisdottir Íslensku keppendurnir hafa skilað sér til Texas fylkis í Bandaríkjunum þar sem framundan er Rogue Invitational boðsmótið sem byrjar í lok vikunnar. Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson keppa öll á mótinu og það gerir Þuríður Erla Helgadóttir líka. Anníe, Katrín og Björgvin komu frá Íslandi en Þuríður Erla er búsett í Sviss. Rogue Invitational er þriggja daga mót. Það eru tvær greinar á föstudaginn, þrjár á laugardaginn og loks tvær greinar á lokadeginum. Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist komust á pall þegar mótið fór fram síðast með hefðbundnum hætti árið 2019 en þá var Katrín Tanja einnig í fjórða sæti. Í fyrra fór mótið fram í gegnum netið og þá voru bæði Björgvin Karl og Sara í öðru sæti. Sara er ekki með á mótinu í ár þar sem hún er á fullu í Dúbaí að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta mót eftir krossbandsslit sem verður í desember. Þetta verður því í fyrsta sinn í sögu Rogue Invitational mótsins að Sara verður ekki á verðlaunapalli. Ísland á aftur á móti möguleika á að skila konu á pall þriðja árið í röð enda þrjár öflugar íslenska CrossFit konur meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Það eru auðvitað mikil viðbrigði fyrir íslenska hópinn að fara úr veðrinu á Íslandi yfir í hitann í Texas. Þar hefur verið í kringum þrjátíu stiga hiti og mikill raki. Að þessu sinni fékk Katrín Tanja að kynnast því í fyrsta sinn í langan tíma en oftast hefur hún verið við æfingar úti í Bandaríkjunum fyrir stórmót. Að þessu sinni æfði hún með Anníe á Íslandi. Anníe hefur reynsluna af þessum skiptum og það mátti sjá hana á samfélagsmiðlum eyða dágóðum tíma í gufubaði í undirbúningi sínum fyrir það að keppa í hitanum í Texas. Anníe Mist setti líka í nótt inn myndband inn á síðuna sína þar sem sjá frá fyrstu æfingu hópsins í Austin. Það fer ekkert á milli mála að það er heitt og mikill raki hjá þeim enda má sjá stórar viftur í kringum okkar fólk. Uppáhaldið hennar Anníe sagði hún þó vera bömpið hjá vinkonunum sem sjá má í lok myndbandsins. Það má sjá þetta myndband hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson keppa öll á mótinu og það gerir Þuríður Erla Helgadóttir líka. Anníe, Katrín og Björgvin komu frá Íslandi en Þuríður Erla er búsett í Sviss. Rogue Invitational er þriggja daga mót. Það eru tvær greinar á föstudaginn, þrjár á laugardaginn og loks tvær greinar á lokadeginum. Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist komust á pall þegar mótið fór fram síðast með hefðbundnum hætti árið 2019 en þá var Katrín Tanja einnig í fjórða sæti. Í fyrra fór mótið fram í gegnum netið og þá voru bæði Björgvin Karl og Sara í öðru sæti. Sara er ekki með á mótinu í ár þar sem hún er á fullu í Dúbaí að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta mót eftir krossbandsslit sem verður í desember. Þetta verður því í fyrsta sinn í sögu Rogue Invitational mótsins að Sara verður ekki á verðlaunapalli. Ísland á aftur á móti möguleika á að skila konu á pall þriðja árið í röð enda þrjár öflugar íslenska CrossFit konur meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Það eru auðvitað mikil viðbrigði fyrir íslenska hópinn að fara úr veðrinu á Íslandi yfir í hitann í Texas. Þar hefur verið í kringum þrjátíu stiga hiti og mikill raki. Að þessu sinni fékk Katrín Tanja að kynnast því í fyrsta sinn í langan tíma en oftast hefur hún verið við æfingar úti í Bandaríkjunum fyrir stórmót. Að þessu sinni æfði hún með Anníe á Íslandi. Anníe hefur reynsluna af þessum skiptum og það mátti sjá hana á samfélagsmiðlum eyða dágóðum tíma í gufubaði í undirbúningi sínum fyrir það að keppa í hitanum í Texas. Anníe Mist setti líka í nótt inn myndband inn á síðuna sína þar sem sjá frá fyrstu æfingu hópsins í Austin. Það fer ekkert á milli mála að það er heitt og mikill raki hjá þeim enda má sjá stórar viftur í kringum okkar fólk. Uppáhaldið hennar Anníe sagði hún þó vera bömpið hjá vinkonunum sem sjá má í lok myndbandsins. Það má sjá þetta myndband hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira