Aðstoðarkona Clinton segir þingmann hafa ráðist á sig Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2021 09:15 Huma Abedin (t.v.) með Hillary Clinton (t.h.) í kappræðum forsetaframbjóðendanna í október árið 2016. Vísir/EPA Huma Abedin, einn nánasti ráðgjafi Hillary Clinton, lýsir því hvernig öldungadeildarþingmaður réðst á hana kynferðislega í endurminningum sínum. Atvikið hafi átt sér stað þegar Clinton var í öldungadeildinni á fyrsta áratug þessarar aldar. Abedin nafngreinir hvorki þingmanninn né segir hvaða flokki hann tilheyrir í bókinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hún segir þingmanninn hafa boðið sér inn til sín þegar þau gengu samferða eftir kvöldverð. Hann hafi síðan reynt að kysssa hana af krafti. „Ég var svo algerlega slegin, ég ýtti honum af mér. Það eina sem ég vildi var að eyða út síðustu tíu sekúndunum,“ segir Abedin í bókinni sem verður gefin út í næstu viku. Þingmaðurinn hafi beðist afsökunar og borið því við að hann hefði „misskilið“ hana. Hann hafi boðið henni að vera um kyrrt en hún hafi afsakað sig og komið sér út. Þegar Abedin rakst á hann í þinginu nokkrum dögum síðar hafi hann spurt hana hvort þau væru ekki ennþá vinir. Örlagaríkir tölvupóstar úr rannsókn á eiginmanni Abedin Abedin og fyrrverandi eiginmaður hennar, Anthony Wiener, voru miklir örlagavaldar í forsetaframboði Clinton árið 2016. Wiener rústaði ferli sínum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings með ítrekuðum kynlífshneykslismálum. Rannsókn alríkislögreglu á kynferðislegum samskiptum Wiener við fimmtán ára gamla stúlku skaut upp kollinum á lokametrum kosningabaráttu Clinton og Donalds Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Alríkislögreglan FBI hafði áður rannsakað notkun Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra. Þeirri rannsókn var lokið án þess að Clinton sætti ákæru. Innan við tveimur vikum fyrir kjördag tilkynnti James Comey, forstjóri FBI, að tölvupóstrannsóknin hefði verið opnuð aftur eftir að tölvupóstar frá Clinton og Abedin fundust á tölvu Wiener. Ekkert frekar fannst í þeim tölvupóstum. Stjórnmálaspekingar og Clinton sjálf hafa kennt inngripi Comey um það að hún tapaði fyrir Trump í kosningunum. Trump rak Comey aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann tók við embætti forseta. Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Weiner játar að hafa sent táningi óviðeigandi myndir Anthony Weiner, fyrrverandi þingmaður demókrata og eiginmaður eins helsta ráðgjafa Hillary Clinton í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mun játa sök í enn einu kynlífshneykslismálinu sem tengist honum. 19. maí 2017 15:32 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Abedin nafngreinir hvorki þingmanninn né segir hvaða flokki hann tilheyrir í bókinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hún segir þingmanninn hafa boðið sér inn til sín þegar þau gengu samferða eftir kvöldverð. Hann hafi síðan reynt að kysssa hana af krafti. „Ég var svo algerlega slegin, ég ýtti honum af mér. Það eina sem ég vildi var að eyða út síðustu tíu sekúndunum,“ segir Abedin í bókinni sem verður gefin út í næstu viku. Þingmaðurinn hafi beðist afsökunar og borið því við að hann hefði „misskilið“ hana. Hann hafi boðið henni að vera um kyrrt en hún hafi afsakað sig og komið sér út. Þegar Abedin rakst á hann í þinginu nokkrum dögum síðar hafi hann spurt hana hvort þau væru ekki ennþá vinir. Örlagaríkir tölvupóstar úr rannsókn á eiginmanni Abedin Abedin og fyrrverandi eiginmaður hennar, Anthony Wiener, voru miklir örlagavaldar í forsetaframboði Clinton árið 2016. Wiener rústaði ferli sínum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings með ítrekuðum kynlífshneykslismálum. Rannsókn alríkislögreglu á kynferðislegum samskiptum Wiener við fimmtán ára gamla stúlku skaut upp kollinum á lokametrum kosningabaráttu Clinton og Donalds Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Alríkislögreglan FBI hafði áður rannsakað notkun Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra. Þeirri rannsókn var lokið án þess að Clinton sætti ákæru. Innan við tveimur vikum fyrir kjördag tilkynnti James Comey, forstjóri FBI, að tölvupóstrannsóknin hefði verið opnuð aftur eftir að tölvupóstar frá Clinton og Abedin fundust á tölvu Wiener. Ekkert frekar fannst í þeim tölvupóstum. Stjórnmálaspekingar og Clinton sjálf hafa kennt inngripi Comey um það að hún tapaði fyrir Trump í kosningunum. Trump rak Comey aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann tók við embætti forseta.
Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Weiner játar að hafa sent táningi óviðeigandi myndir Anthony Weiner, fyrrverandi þingmaður demókrata og eiginmaður eins helsta ráðgjafa Hillary Clinton í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mun játa sök í enn einu kynlífshneykslismálinu sem tengist honum. 19. maí 2017 15:32 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Weiner játar að hafa sent táningi óviðeigandi myndir Anthony Weiner, fyrrverandi þingmaður demókrata og eiginmaður eins helsta ráðgjafa Hillary Clinton í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mun játa sök í enn einu kynlífshneykslismálinu sem tengist honum. 19. maí 2017 15:32
Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30