„Lifði erfiðara lífi heldur en nokkur maður getur ímyndað sér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. október 2021 10:37 Sigmundur Ernir hefur sannarlega gengið í gegnum margt á sinni lífsleið. Sigmundur Ernir Rúnarsson er Akureyringur, sex barna faðir, blaðamaður, ljóðskáld, fyrrum alþingismaður og margt fleira. Í dag er hann ritstjóri Fréttablaðsins. Hann hefur skrifað 25 bækur, ætlaði alltaf að verða kennari og elskar gamaldags orð eins og hundslappadrífa. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Sindri Sindrason Sigmund á heimili hans og ræddu þeir saman yfir morgunbollanum. „Ég vakna oftast klukkutíma of snemma til þess að fara þægilega inn í daginn,“ segir Sigmundur Ernir og heldur áfram. „Mér finnst morgnarnir svo æðislegir. Ef ég mæti klukkan níu í vinnuna, eins og maður á að gera þá finnst mér ég allan daginn vera klukkutíma of seinn.“ Sigmundur Ernir er rithöfundur eins og áður segir og nýtir lausa tímann töluvert við skrift. Tvær ævisögur á leiðinni „Ég er að skrifa tvær ævisögur, ein er í raun tilbúin. Þetta er smá leyndó, en þetta er karl og kona. Ég elska að skrifa um íslenskt alþýðufólk sem hefur lifað ótrúlega skrýtna og viðburðaríka merkilega ævi.“ Sigmundur segist hafa lært það í blaðamennskunni að það hafi allir sögu til að segja. „Við erum búin til úr mistökum og mótvindi og það er það sem sníðir vankantana af okkur og það er það sem mótar okkur helst. Þetta er svo áhugavert, hvernig fólk tekst á við mótlætið og mistökin og þennan almenna breyskleika sem býr í hverjum manni. Þetta eru sögurnar. Þetta segi ég við allt ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í lífinu, gerðu ráð fyrir mistökum, gerðu ráð fyrir mótvindi og ekki gera ráð fyrir að lífið sé dans á rósum.“ Sigmundur hefur gefið út nokkrar bækur sem hafa fengið góða dóma. „Ég er stoltastur af bókinni sem ég skrifaði um dóttur mína, frumburðinn, sem lifði erfiðara lífi heldur en nokkur maður getur ímyndað sér. Fjöl fötluð og blessuð sé minning hennar, dó úr sínum sjúkdómi. Sú bók vakti mjög mikla athygli og er sú bók sem hefur selst hvað mest, í yfir fimmtán þúsund eintökum. Hún kom út árið 2004 og er ennþá að seljast. Sem segir sína sögu.“ Ísland í dag Fjölmiðlar Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Hann hefur skrifað 25 bækur, ætlaði alltaf að verða kennari og elskar gamaldags orð eins og hundslappadrífa. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Sindri Sindrason Sigmund á heimili hans og ræddu þeir saman yfir morgunbollanum. „Ég vakna oftast klukkutíma of snemma til þess að fara þægilega inn í daginn,“ segir Sigmundur Ernir og heldur áfram. „Mér finnst morgnarnir svo æðislegir. Ef ég mæti klukkan níu í vinnuna, eins og maður á að gera þá finnst mér ég allan daginn vera klukkutíma of seinn.“ Sigmundur Ernir er rithöfundur eins og áður segir og nýtir lausa tímann töluvert við skrift. Tvær ævisögur á leiðinni „Ég er að skrifa tvær ævisögur, ein er í raun tilbúin. Þetta er smá leyndó, en þetta er karl og kona. Ég elska að skrifa um íslenskt alþýðufólk sem hefur lifað ótrúlega skrýtna og viðburðaríka merkilega ævi.“ Sigmundur segist hafa lært það í blaðamennskunni að það hafi allir sögu til að segja. „Við erum búin til úr mistökum og mótvindi og það er það sem sníðir vankantana af okkur og það er það sem mótar okkur helst. Þetta er svo áhugavert, hvernig fólk tekst á við mótlætið og mistökin og þennan almenna breyskleika sem býr í hverjum manni. Þetta eru sögurnar. Þetta segi ég við allt ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í lífinu, gerðu ráð fyrir mistökum, gerðu ráð fyrir mótvindi og ekki gera ráð fyrir að lífið sé dans á rósum.“ Sigmundur hefur gefið út nokkrar bækur sem hafa fengið góða dóma. „Ég er stoltastur af bókinni sem ég skrifaði um dóttur mína, frumburðinn, sem lifði erfiðara lífi heldur en nokkur maður getur ímyndað sér. Fjöl fötluð og blessuð sé minning hennar, dó úr sínum sjúkdómi. Sú bók vakti mjög mikla athygli og er sú bók sem hefur selst hvað mest, í yfir fimmtán þúsund eintökum. Hún kom út árið 2004 og er ennþá að seljast. Sem segir sína sögu.“
Ísland í dag Fjölmiðlar Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning