Ný íslensk hryllingsmynd tilnefnd til verðlauna Eiður Þór Árnason skrifar 27. október 2021 21:57 Áætlun Péturs og Miru um opnun gistihúss raskast þegar örlögin grípa í taumanna. Aðsend Íslenska hryllingsmyndin It Hatched í leikstjórn Elvars Gunnarssonar er tilnefnd til tveggja verðlauna á Austin kvikmyndahátíðinni sem nú fram fer í Texas en kvikmyndin var heimsfrumsýnd þar á dögunum. It Hatched fjallar um Pétur og Miru sem flytja frá erilsamri stórborg í Bandaríkjunum á afskekktan stað á Vestfjörðum í leit að frið og ró. Áform þeirra raskast þó þegar forn vættur gerir vart við sig undir kjallara hússins og Mira verpir eggi. Myndin keppir til verðlauna í flokkunum Dark Matters og Narrative Feature á Austin kvikmyndahátíðinni sem var fyrst haldin árið 1994. Meðal annarra kvikmynda á hátíðinni í ár eru The French Dispatch í leikstjórn Wes Anderson, Spencer með Kristen Stewart í aðalhlutverki og C´mon C´mon með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki. Horfa má á sýnishorn úr myndinni í spilaranum hér fyrir neðan. It Hatched fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum á vefnum The Scariest Things, sem sérhæfir sig í umfjöllun um hryllingsefni. Þar segist gagnrýnandinn Joseph Perry hafa skemmt sér konunglega yfir hryllingsgamanmyndinni og lýsir henni sem furðulegustu kvikmynd sem áhorfendur muni sjá á þessu ári. Þá hrósar Perry aðalleikurunum Gunnari Kristinssyni og Vivian Ólafsdóttur, sem fara með hlutverk Péturs og Miru, í hástert og segja leik þeirra í myndinni vera framúrskarandi. Sagan gerist að mestu á afskekktum stað á Vestfjörðum.Aðsend It Hatched er fyrsta kvikmynd leikstjórans Elvars Gunnarssonar í fullri lengd og skrifar hann handrit hennar ásamt Magnúsi Ómarssyni. Auk Gunnars og Vivian eru önnur burðarhlutverk í höndum Þórs Túliníusar, Halldóru Geirharðsdóttur, Magnúsar „Móra“ Ómarssonar, Björns Jörundar og Halldórs Gylfasonar. Kvikmyndin er framleidd af Bent Kingo Andersen, Vilius Petrikas, Guðfinni Ými Harðarsyni, Birki Sigurjónssyni, Heimi Bjarnasyni og Búa Baldvinssyni í samstarfi við Hero Productions. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sjá meira
It Hatched fjallar um Pétur og Miru sem flytja frá erilsamri stórborg í Bandaríkjunum á afskekktan stað á Vestfjörðum í leit að frið og ró. Áform þeirra raskast þó þegar forn vættur gerir vart við sig undir kjallara hússins og Mira verpir eggi. Myndin keppir til verðlauna í flokkunum Dark Matters og Narrative Feature á Austin kvikmyndahátíðinni sem var fyrst haldin árið 1994. Meðal annarra kvikmynda á hátíðinni í ár eru The French Dispatch í leikstjórn Wes Anderson, Spencer með Kristen Stewart í aðalhlutverki og C´mon C´mon með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki. Horfa má á sýnishorn úr myndinni í spilaranum hér fyrir neðan. It Hatched fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum á vefnum The Scariest Things, sem sérhæfir sig í umfjöllun um hryllingsefni. Þar segist gagnrýnandinn Joseph Perry hafa skemmt sér konunglega yfir hryllingsgamanmyndinni og lýsir henni sem furðulegustu kvikmynd sem áhorfendur muni sjá á þessu ári. Þá hrósar Perry aðalleikurunum Gunnari Kristinssyni og Vivian Ólafsdóttur, sem fara með hlutverk Péturs og Miru, í hástert og segja leik þeirra í myndinni vera framúrskarandi. Sagan gerist að mestu á afskekktum stað á Vestfjörðum.Aðsend It Hatched er fyrsta kvikmynd leikstjórans Elvars Gunnarssonar í fullri lengd og skrifar hann handrit hennar ásamt Magnúsi Ómarssyni. Auk Gunnars og Vivian eru önnur burðarhlutverk í höndum Þórs Túliníusar, Halldóru Geirharðsdóttur, Magnúsar „Móra“ Ómarssonar, Björns Jörundar og Halldórs Gylfasonar. Kvikmyndin er framleidd af Bent Kingo Andersen, Vilius Petrikas, Guðfinni Ými Harðarsyni, Birki Sigurjónssyni, Heimi Bjarnasyni og Búa Baldvinssyni í samstarfi við Hero Productions.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sjá meira