Vestfirðir efstir á lista Lonely Planet yfir bestu áfangastaði í heimi 2022 Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2021 08:21 Dynjandisfoss á Vestfjörðum. Vísir/Vilhelm Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestfjarðastofu og Íslandsstofu. Þar segir að val Lonely Planet muni beina kastljósi heimsbyggðarinnar að Vestfjörðum sem muni reynast mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu og á Íslandi almennt. „Á hverju ári tilnefna ferðarithöfundar, bloggarar og starfsfólk Lonely Planet staði fyrir Best in Travel listann, sá listi fer síðan fyrir dómnefnd sem fær það hlutverk að velja 10 staði sem skara frammúr. Hver staður sem er valinn er einstakur, býr yfir ákveðnum „Vá faktor“ og hefur lagt sitt af mörkum til framþróunar sjálfbærrar ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um straum ferðamanna að fossinum Dynjanda frá í september. Eiga mikið inni Haft er eftir Díönu Jóhannesdóttur hjá Vestfjarðastofu að fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum fáist ekki jafn glæsileg viðurkenning og einmitt Best in Travel hjá Lonely Planet. „Ég hef oft sagt að Vestfirðir eigi mikið inni þegar að kemur að ferðaþjónustu og þarna sjáum við það alveg svart á hvítu að þetta einstaka svæði sker sig úr í samkeppni við alla rómuðustu áfangastaði heimsins,“ segir Díana. Ennfremur segir frá því að vestfirsk ferðaþjónusta hafi lagt mikla áherslu á sjálfbæra uppbyggingu og sé það ein af ástæðum þess að Vestfirðir séu í dag með silfurvottun frá umhverfissamtökunum EarthCheck. Náttúran og samfélögin á Vestfjörðum séu okkar helstu auðlindir og við verðum að hlúa að þeim til frambúðar. Listar Lonely Planet yfir bestu áfangastaðina 2022 Topp tíu lönd: Cookeyjar Noregur Máritíus Belís Slóvenía Angvilla Óman Nepal Malaví Egyptaland Topp tíu landsvæði Vestfirðir, Ísland Vestur-Virginía, Bandaríkin Xishuangbanna, Kína Ströndin í Kent, Bretland Púertó Ríkó Shikoku, Japan Atacama-eyðimörkin, Chile Scenic Rim, Ástralía Vancouver-eyja, Kanada Búrgúndí, Frakkland Topp tíu borgir Auckland, Nýja-Sjáland Taipei, Taívan Freiburg, Þýskaland Atlanta, Bandaríkin Lagos, Nígería Níkósía/Lefkosia, Kýpur Dublin, Írland Merida, Mexíkó Flórens, Ítalía Gyeongju, Suður-Kórea Viðurkenning fyrir þróunarstarfið Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir þetta frábæra viðurkenningu fyrir það þróunarstarf sem hafi átt sér stað í ferðaþjónustu á Vestfjörðum að fá þessa útnefningu frá Lonely Planet. „Það má líka segja að þetta komi á besta tíma, nú þegar við stöndum frammi fyrir því verkefni að vekja áhuga ferðamanna á Íslandi á ný í kjölfar Covid-19 þar sem við munum eiga í harðri samkeppni við önnur lönd. Íslandsstofa mun vinna vel að því að kynna þessa niðurstöðu í samstarfi við Áfangastaðastofu Vestfjarða“ segir Sigríður Dögg. Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Tálknafjörður Árneshreppur Reykhólahreppur Strandabyggð Kaldrananeshreppur Bolungarvík Tengdar fréttir Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestfjarðastofu og Íslandsstofu. Þar segir að val Lonely Planet muni beina kastljósi heimsbyggðarinnar að Vestfjörðum sem muni reynast mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu og á Íslandi almennt. „Á hverju ári tilnefna ferðarithöfundar, bloggarar og starfsfólk Lonely Planet staði fyrir Best in Travel listann, sá listi fer síðan fyrir dómnefnd sem fær það hlutverk að velja 10 staði sem skara frammúr. Hver staður sem er valinn er einstakur, býr yfir ákveðnum „Vá faktor“ og hefur lagt sitt af mörkum til framþróunar sjálfbærrar ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um straum ferðamanna að fossinum Dynjanda frá í september. Eiga mikið inni Haft er eftir Díönu Jóhannesdóttur hjá Vestfjarðastofu að fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum fáist ekki jafn glæsileg viðurkenning og einmitt Best in Travel hjá Lonely Planet. „Ég hef oft sagt að Vestfirðir eigi mikið inni þegar að kemur að ferðaþjónustu og þarna sjáum við það alveg svart á hvítu að þetta einstaka svæði sker sig úr í samkeppni við alla rómuðustu áfangastaði heimsins,“ segir Díana. Ennfremur segir frá því að vestfirsk ferðaþjónusta hafi lagt mikla áherslu á sjálfbæra uppbyggingu og sé það ein af ástæðum þess að Vestfirðir séu í dag með silfurvottun frá umhverfissamtökunum EarthCheck. Náttúran og samfélögin á Vestfjörðum séu okkar helstu auðlindir og við verðum að hlúa að þeim til frambúðar. Listar Lonely Planet yfir bestu áfangastaðina 2022 Topp tíu lönd: Cookeyjar Noregur Máritíus Belís Slóvenía Angvilla Óman Nepal Malaví Egyptaland Topp tíu landsvæði Vestfirðir, Ísland Vestur-Virginía, Bandaríkin Xishuangbanna, Kína Ströndin í Kent, Bretland Púertó Ríkó Shikoku, Japan Atacama-eyðimörkin, Chile Scenic Rim, Ástralía Vancouver-eyja, Kanada Búrgúndí, Frakkland Topp tíu borgir Auckland, Nýja-Sjáland Taipei, Taívan Freiburg, Þýskaland Atlanta, Bandaríkin Lagos, Nígería Níkósía/Lefkosia, Kýpur Dublin, Írland Merida, Mexíkó Flórens, Ítalía Gyeongju, Suður-Kórea Viðurkenning fyrir þróunarstarfið Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir þetta frábæra viðurkenningu fyrir það þróunarstarf sem hafi átt sér stað í ferðaþjónustu á Vestfjörðum að fá þessa útnefningu frá Lonely Planet. „Það má líka segja að þetta komi á besta tíma, nú þegar við stöndum frammi fyrir því verkefni að vekja áhuga ferðamanna á Íslandi á ný í kjölfar Covid-19 þar sem við munum eiga í harðri samkeppni við önnur lönd. Íslandsstofa mun vinna vel að því að kynna þessa niðurstöðu í samstarfi við Áfangastaðastofu Vestfjarða“ segir Sigríður Dögg.
Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Tálknafjörður Árneshreppur Reykhólahreppur Strandabyggð Kaldrananeshreppur Bolungarvík Tengdar fréttir Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31