Hágrét í frjálsu falli: „Gjörsamlega búinn á því á líkama og sál“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. október 2021 16:30 Auðunn Blöndal er þáttastjórnandi FM95BLÖ og Blökastsins. Hann er einnig með þættina Stóra sviðið á Stöð 2. Vísir/Vilhelm Auðunn Blöndal ferðaðist um Asíu þvera og endilanga í þáttunum Asíski draumurinn sem sýndir voru á Stöð 2 og segist hafa verið niðurbrotinn andlega og líkamlega á lokametrunum. Í þættinum Snæbjörn talar við fólk var Auðunn spurður hvort hann sé með langtímamarkmið eða draumagigg í framtíðinni. „Ég reyni alltaf að hugsa ár fram í tímann,“ segir Auðunn um sín verkefni. „Þetta er svo fjölbreytt. Það er ástæðan fyrir því að ég hef dýrkað hverja einustu mínútu í tuttugu ár.“ Þeir ræða hugmyndafræði hans og enda á því að ræða ferðina til Asíu. „Ég var gjörsamlega búinn á því á líkama og sál. Síðasta verkefnið var að fara í hæsta teygjustökk í heimi.“ Auðunn langaði alls ekki en ákvað þó að láta vaða fyrir þáttinn. Um leið og hann stökk, furðaði hann sig á því hversu langt hann myndi ganga fyrir áhorfið. Brot úr þættinum má heyra hér fyrir neðan. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Auðunn Blöndal „Auðunn Blöndal, einnig þekktur sem Auddi Blö, er fjölmiðlamaður, vel athyglissjúkur og skemmtikraftur inni að beini. Hann veit ekkert skemmtilegra en augnablikin stuttu áður en að nýtt verkefni sem hann hefur unnið hörðum höndum er opinberað í fyrsta sinn. Um þetta leyti eru slétt 20 ár frá því hann hóf feril sinn í fjölmiðlum í þáttunum 70 mínútur og segist Auddi hafa dýrkað hverja mínútu. Frá unga aldri langaði Auðunn að vera þjóðþekktur og lifði þann draum langt fyrir efni fram, keypti sér rándýran sportbíl sem unglingur og laug því að hann væri kominn með vinnu í sjónvarpi löngu áður en hann landaði henni. En kannski er það einmitt þessi fífldirfska sem hefur skilað Auðunni þangað sem hann er í dag,“ segir um þáttinn. Þegar Auðunn var unglingur féll vinur hans og samstarfsmaður á Króknum fyrir eigin hendi. Auðunn átti mjög lengi erfitt með að takast á við það áfall, fékk sig ekki til að mæta á jarðarförina og fór ekki að leiði vinar síns fyrr en nokkrum árum eftir fráfallið. Hann þakkar aldrinum fyrir að geta horfst í augu við þessi áföll lífs síns. Áður en Auðunn komst í vinnu hjá PoppTíví samdi hann textann við lagið Án þín sem Sverrir Bergmann söng í Söngvakeppni Framhaldsskólanna, en lagið varð í kjölfarið vinsælasta lagið á Íslandi. Auðunn náði líka öðru sæti í keppninni um Fyndnasta mann Íslands og reyndi hann að nýta þetta tvennt sér til framdráttar í umsóknarferlinu hjá 70 mínútum. Auðunn var byrjaður að ljúga um að hann væri að vinna í 70 mínútum áður en hann var kominn með vinnuna. Hann vann þá hjá Würth við pappírsvinnu sem hann hafði enga ástríðu fyrir og fannst miklu skemmtilegra að segjast vinna í sjónvarpi en á skrifstofu. Auðunn minnist álagsins sem fylgdi þáttagerð á þáttunum 70 mínútur með hlýju og telur það vera uppáhaldstímabilið á ferlinum sínum. Þá þurftu hann og samstarfsmenn hans að skila 70 mínútna löngum þætt á hverjum degi og að eigin sögn finnst Auðunni hann vinna vel undir pressu. Hann myndi ekki geta gert þetta í dag en segir þetta hafa verið eina skiptið á ferlinum sem hann var einskonar „rokkstjarna“. Í þættinum talar Auddi um það hvernig hann endaði í útvarpi. Eitt sinn hafði hafði Auðunn ekki verið að vinna að neinu verkefni í nokkra mánuði og þá kom Pálmi Guðmundsson með þá hugmynd að hann færði sig af skjánum yfir í útvarp. Í fyrstu var Auðunn viss um að hann vildi ekki hugsa þá hugsun til enda, en eftir að hafa sofið – eða legið andvaka – á hugmyndinni ákvað hann að láta slag standa. Hann hristi þó upp í kerfinu og valdi að hafa með sér nýja manneskju á hverjum degi í stað þess að halda í reglubundna dagskrárgerð með sama fólk dag eftir dag. Hann réði sig á FM957 og færði sig líka yfir á Bylgjuna og er mjög feginn því í dag að hafa látið á reyna því úr varð FM95BLÖ. Í dag finnst Auðunni útvarp eiginlega skemmtilegri miðill en sjónvarpið að starfa við. Þátturinn er kominn í heild sinni á Spotify. Bíó og sjónvarp Snæbjörn talar við fólk Tengdar fréttir Tapaði trúnni á lífið eftir missinn: „Ég sökk djúpt“ Árið 2010 var keyrt á Hörð Ágústsson og er hann í dag átta prósent öryrki fyrir vikið. Þetta gerðist á mjög annasömum tíma þegar hann ásamt vinum sínum var að stofna fyrirtækið Macland, og lýsir Hörður þessu sem erfiðum tíma af sínu lífi. 14. október 2021 12:06 Var hrokafull og hélt að hún myndi aldrei skilja „Þegar maður gengur í gegnum skilnað þá er augljóst að maður hefur vanrækt eitthvað á þeirri vegferð,“ segir Eva María Jónsdóttir. 30. september 2021 11:30 Óregla og áfengi á heimilinu og gekk í sjö grunnskóla á átta árum Ásmundur Einar Daðason er fyrsti félags- og barnamálaráðherra Íslands, enda sá sem átti hugmyndina að stöðunni. Mikið af vinnu hans er drifið áfram af eigin reynslu af flókinni æsku, en sem barn gekk Ásmundur í sjö grunnskóla á átta árum, í tveimur löndum. 23. september 2021 11:16 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Í þættinum Snæbjörn talar við fólk var Auðunn spurður hvort hann sé með langtímamarkmið eða draumagigg í framtíðinni. „Ég reyni alltaf að hugsa ár fram í tímann,“ segir Auðunn um sín verkefni. „Þetta er svo fjölbreytt. Það er ástæðan fyrir því að ég hef dýrkað hverja einustu mínútu í tuttugu ár.“ Þeir ræða hugmyndafræði hans og enda á því að ræða ferðina til Asíu. „Ég var gjörsamlega búinn á því á líkama og sál. Síðasta verkefnið var að fara í hæsta teygjustökk í heimi.“ Auðunn langaði alls ekki en ákvað þó að láta vaða fyrir þáttinn. Um leið og hann stökk, furðaði hann sig á því hversu langt hann myndi ganga fyrir áhorfið. Brot úr þættinum má heyra hér fyrir neðan. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Auðunn Blöndal „Auðunn Blöndal, einnig þekktur sem Auddi Blö, er fjölmiðlamaður, vel athyglissjúkur og skemmtikraftur inni að beini. Hann veit ekkert skemmtilegra en augnablikin stuttu áður en að nýtt verkefni sem hann hefur unnið hörðum höndum er opinberað í fyrsta sinn. Um þetta leyti eru slétt 20 ár frá því hann hóf feril sinn í fjölmiðlum í þáttunum 70 mínútur og segist Auddi hafa dýrkað hverja mínútu. Frá unga aldri langaði Auðunn að vera þjóðþekktur og lifði þann draum langt fyrir efni fram, keypti sér rándýran sportbíl sem unglingur og laug því að hann væri kominn með vinnu í sjónvarpi löngu áður en hann landaði henni. En kannski er það einmitt þessi fífldirfska sem hefur skilað Auðunni þangað sem hann er í dag,“ segir um þáttinn. Þegar Auðunn var unglingur féll vinur hans og samstarfsmaður á Króknum fyrir eigin hendi. Auðunn átti mjög lengi erfitt með að takast á við það áfall, fékk sig ekki til að mæta á jarðarförina og fór ekki að leiði vinar síns fyrr en nokkrum árum eftir fráfallið. Hann þakkar aldrinum fyrir að geta horfst í augu við þessi áföll lífs síns. Áður en Auðunn komst í vinnu hjá PoppTíví samdi hann textann við lagið Án þín sem Sverrir Bergmann söng í Söngvakeppni Framhaldsskólanna, en lagið varð í kjölfarið vinsælasta lagið á Íslandi. Auðunn náði líka öðru sæti í keppninni um Fyndnasta mann Íslands og reyndi hann að nýta þetta tvennt sér til framdráttar í umsóknarferlinu hjá 70 mínútum. Auðunn var byrjaður að ljúga um að hann væri að vinna í 70 mínútum áður en hann var kominn með vinnuna. Hann vann þá hjá Würth við pappírsvinnu sem hann hafði enga ástríðu fyrir og fannst miklu skemmtilegra að segjast vinna í sjónvarpi en á skrifstofu. Auðunn minnist álagsins sem fylgdi þáttagerð á þáttunum 70 mínútur með hlýju og telur það vera uppáhaldstímabilið á ferlinum sínum. Þá þurftu hann og samstarfsmenn hans að skila 70 mínútna löngum þætt á hverjum degi og að eigin sögn finnst Auðunni hann vinna vel undir pressu. Hann myndi ekki geta gert þetta í dag en segir þetta hafa verið eina skiptið á ferlinum sem hann var einskonar „rokkstjarna“. Í þættinum talar Auddi um það hvernig hann endaði í útvarpi. Eitt sinn hafði hafði Auðunn ekki verið að vinna að neinu verkefni í nokkra mánuði og þá kom Pálmi Guðmundsson með þá hugmynd að hann færði sig af skjánum yfir í útvarp. Í fyrstu var Auðunn viss um að hann vildi ekki hugsa þá hugsun til enda, en eftir að hafa sofið – eða legið andvaka – á hugmyndinni ákvað hann að láta slag standa. Hann hristi þó upp í kerfinu og valdi að hafa með sér nýja manneskju á hverjum degi í stað þess að halda í reglubundna dagskrárgerð með sama fólk dag eftir dag. Hann réði sig á FM957 og færði sig líka yfir á Bylgjuna og er mjög feginn því í dag að hafa látið á reyna því úr varð FM95BLÖ. Í dag finnst Auðunni útvarp eiginlega skemmtilegri miðill en sjónvarpið að starfa við. Þátturinn er kominn í heild sinni á Spotify.
Bíó og sjónvarp Snæbjörn talar við fólk Tengdar fréttir Tapaði trúnni á lífið eftir missinn: „Ég sökk djúpt“ Árið 2010 var keyrt á Hörð Ágústsson og er hann í dag átta prósent öryrki fyrir vikið. Þetta gerðist á mjög annasömum tíma þegar hann ásamt vinum sínum var að stofna fyrirtækið Macland, og lýsir Hörður þessu sem erfiðum tíma af sínu lífi. 14. október 2021 12:06 Var hrokafull og hélt að hún myndi aldrei skilja „Þegar maður gengur í gegnum skilnað þá er augljóst að maður hefur vanrækt eitthvað á þeirri vegferð,“ segir Eva María Jónsdóttir. 30. september 2021 11:30 Óregla og áfengi á heimilinu og gekk í sjö grunnskóla á átta árum Ásmundur Einar Daðason er fyrsti félags- og barnamálaráðherra Íslands, enda sá sem átti hugmyndina að stöðunni. Mikið af vinnu hans er drifið áfram af eigin reynslu af flókinni æsku, en sem barn gekk Ásmundur í sjö grunnskóla á átta árum, í tveimur löndum. 23. september 2021 11:16 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Tapaði trúnni á lífið eftir missinn: „Ég sökk djúpt“ Árið 2010 var keyrt á Hörð Ágústsson og er hann í dag átta prósent öryrki fyrir vikið. Þetta gerðist á mjög annasömum tíma þegar hann ásamt vinum sínum var að stofna fyrirtækið Macland, og lýsir Hörður þessu sem erfiðum tíma af sínu lífi. 14. október 2021 12:06
Var hrokafull og hélt að hún myndi aldrei skilja „Þegar maður gengur í gegnum skilnað þá er augljóst að maður hefur vanrækt eitthvað á þeirri vegferð,“ segir Eva María Jónsdóttir. 30. september 2021 11:30
Óregla og áfengi á heimilinu og gekk í sjö grunnskóla á átta árum Ásmundur Einar Daðason er fyrsti félags- og barnamálaráðherra Íslands, enda sá sem átti hugmyndina að stöðunni. Mikið af vinnu hans er drifið áfram af eigin reynslu af flókinni æsku, en sem barn gekk Ásmundur í sjö grunnskóla á átta árum, í tveimur löndum. 23. september 2021 11:16