Veitur greina frá ramagnsleysinu í tilkynningu nú fyrir stuttu en vonir eru bundnar við að rafmagni verði aftur komið á innan stundar.
Nemandi við Háskólann í Reykjavík festist inni í hjólageymslu skólans í rúman hálftíma vegna rafmagnsleysisins. Hurðirnar eru rafstýrðar og þá aðrir nemendur hafa lent í vandræðum með að komast heim. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur tekist að opna geymsluna og nemandinn er nú laus.

Veitur benda fólki á að slökkva á rafmagnstækjum sem geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það eigi sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og hitunartæki, og önnur viðkvæm tæki á borð við sjónvörp
Allir notendur ættu nú að vera komnir með rafmagn að nýju segir í tilkynningu frá Veitum.
Fréttin hefur verið uppfærð.