Leikurinn var nokkuð jafn fyrstu mínúturnar og um miðjan fyrri hálfleik var staðan 7-7. Þá tóku gestinrnir í Elverum yfir og náðu mest fjögurra marka forskoti fyrir hálfleik. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 14-11, Elverum í vil.
Orri Freyr og félagar héldu forystunni lengi vel í seinni hálfleik og náðu að auka hana í sex mörk í stöðunni 25-19. Þá tók við frábær kafli hjá heimamönnum þar sem þeir skoruðu fimm mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark.
Gestirnir í Elverum tóku þá við sér á ný og náðu aftur fimm marka forskoti. Eftir það var ekki aftur snúið, og þriggja marka sigur Elverum í höfn, 30-27.
Elverum er nú í fimmta sæti A-riðils með átta stig eftir sex leiki, en Meshkov Brest er enn í leit að sínum fyrstu stigum.