Ísland átti tvo fulltrúa á HM í klassískri bekkpressu í Vilníus í Litáen, Matthildi og Alexöndru Rán Guðnýjardóttur. Þær kepptu báðar í morgun og óhætt er að segja að árangurinn hafi verið glæsilegur.
Matthildur gerði sér lítið fyrir og varð heimsmeistari í -84 kg flokki. Hún lyfti 117,5 kg sem er nýtt Íslandsmet.
Alexandra varð önnur í -63 kg flokki og fékk því silfurverðlaun. Hún lyfti 97,5 kg sem er fimm kg þyngra en hún hefur áður lyft.
