Ráðning Andra framlengd og Stefán Hrafn snúinn aftur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. október 2021 11:14 Stefán Hrafn Hagalín og Andri Ólafsson. Tímabundin ráðning Andra Ólafssonar í starf upplýsingafulltrúa hjá Landspítalanum hefur verið framlengd til 1. febrúar. Stefán Hrafn Hagalín, sem er deildarstjóri samskiptadeildar, hefur snúið aftur til starfa. Þetta kemur fram í svörum Landspítalans við fyrirspurn Vísis. Þar segir að í verkahring Andra sé fyrst og fremst þjónusta við fjölmiðla en meðal annarra verkefna samskiptadeildar séu víðtækari upplýsingamiðlun til starfsfólks og almennings, framleiðsla fræðsluefnis og rekstur vefsvæða og samskiptamiðla spítalans. Þá segir jafnframt að framtíðarfyrirkomulag upplýsingamála á Landspítalanum sé til skoðunar og gert sé ráð fyrir að niðurstöður þeirrar vinnu liggi fyrir í byrjun næsta árs. Tilkynnt var um tímabundna ráðningu Andra 26. ágúst síðastlinn en í tilkynningu kom fram að hann yrði samskiptadeildinni til liðsinnis næstu þrjá mánuði. Þegar Andri var ráðinn til Landspítalans starfaði hann sem aðstoðarmaður rektors Háskóla Íslands. Á sama tíma og tilkynnt var um ráðningu Andra var greint frá því að Stefán Hrafn væri á leið í frí en hann hafði þá valdið nokkru uppþoti með tölvupósti sem hann sendi á stjórnendur spítalans. Þar beindi Stefán því til annarra yfirmanna að beina öllum fyrirspurnum fjölmiðla til sín, kallaði fjölmiðlamenn „skrattakolla“ og varaði við því að svara ákveðnum númerum. Stefán baðst afsökunar nokkrum dögum síðar og sagðist hefðu átt að lesa bréfið yfir. „Það er búið að hirta mig, þetta voru um þrjátíu eða fjörutíu fréttir í gær og í fyrradag í leiðurum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Þannig að ég er allavega búinn að fá þá hirtingu sem ég sennilega bara átti skilið og framleiddi sjálfur. Er það ekki yfirleitt þannig að holurnar sem við hrösum um eru þær sem við höfum grafið sjálf?“ sagði Stefán Hrafn. Fjölmiðlar Landspítalinn Tengdar fréttir Andri Ólafsson ráðinn til Landspítala Andri Ólafsson hefur verið ráðinn til að annast fjölmiðlasamskipti Landspítalans. Þetta staðfestir Andri í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2021 09:31 Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans. 16. ágúst 2021 11:29 „Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7. ágúst 2021 15:12 Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5. ágúst 2021 21:46 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Landspítalans við fyrirspurn Vísis. Þar segir að í verkahring Andra sé fyrst og fremst þjónusta við fjölmiðla en meðal annarra verkefna samskiptadeildar séu víðtækari upplýsingamiðlun til starfsfólks og almennings, framleiðsla fræðsluefnis og rekstur vefsvæða og samskiptamiðla spítalans. Þá segir jafnframt að framtíðarfyrirkomulag upplýsingamála á Landspítalanum sé til skoðunar og gert sé ráð fyrir að niðurstöður þeirrar vinnu liggi fyrir í byrjun næsta árs. Tilkynnt var um tímabundna ráðningu Andra 26. ágúst síðastlinn en í tilkynningu kom fram að hann yrði samskiptadeildinni til liðsinnis næstu þrjá mánuði. Þegar Andri var ráðinn til Landspítalans starfaði hann sem aðstoðarmaður rektors Háskóla Íslands. Á sama tíma og tilkynnt var um ráðningu Andra var greint frá því að Stefán Hrafn væri á leið í frí en hann hafði þá valdið nokkru uppþoti með tölvupósti sem hann sendi á stjórnendur spítalans. Þar beindi Stefán því til annarra yfirmanna að beina öllum fyrirspurnum fjölmiðla til sín, kallaði fjölmiðlamenn „skrattakolla“ og varaði við því að svara ákveðnum númerum. Stefán baðst afsökunar nokkrum dögum síðar og sagðist hefðu átt að lesa bréfið yfir. „Það er búið að hirta mig, þetta voru um þrjátíu eða fjörutíu fréttir í gær og í fyrradag í leiðurum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Þannig að ég er allavega búinn að fá þá hirtingu sem ég sennilega bara átti skilið og framleiddi sjálfur. Er það ekki yfirleitt þannig að holurnar sem við hrösum um eru þær sem við höfum grafið sjálf?“ sagði Stefán Hrafn.
Fjölmiðlar Landspítalinn Tengdar fréttir Andri Ólafsson ráðinn til Landspítala Andri Ólafsson hefur verið ráðinn til að annast fjölmiðlasamskipti Landspítalans. Þetta staðfestir Andri í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2021 09:31 Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans. 16. ágúst 2021 11:29 „Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7. ágúst 2021 15:12 Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5. ágúst 2021 21:46 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Andri Ólafsson ráðinn til Landspítala Andri Ólafsson hefur verið ráðinn til að annast fjölmiðlasamskipti Landspítalans. Þetta staðfestir Andri í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2021 09:31
Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans. 16. ágúst 2021 11:29
„Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7. ágúst 2021 15:12
Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5. ágúst 2021 21:46