„Við verðum bara að treysta fólki“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. október 2021 12:20 Þórólfur segist vona að ekki þurfi að grípa til hertra aðgerða. Vísir/Vilhelm Heldur færri greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær heldur en dagana þar áður en áfram er þó að greinast nokkur fjöldi smitaðra. Sóttvarnalæknir segir ekki von á minnisblaði í dag og hvetur þess í stað fólk til að fara varlega um helgina. Alls greindust 78 smitaðir innanlands í gær. Flestir voru í sóttkví við greiningu og áfram er meirihluti smita að greinast hjá bólusettum einstaklingum. Þrettán eru nú inniliggjandi á spítala, fjórir á gjörgæslu og þar af einn í öndunarvél. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir faraldurinn á nokkuð svipuðu róli og hann hefur verið undanfarna daga. „Þetta er alla vega ekki að fara upp á við og við þurfum bara að sjá hvernig þróunin verður næstu daga, hvort þetta verði eitthvað svipað, eða hvort þetta fer eitthvað að fara niður, sem væri náttúrulega best, eða eitthvað upp á við,“ segir Þórólfur. Hann bendir þó á að þróunin hafi verið sú í haust að faraldurinn sé í uppsveiflu og það sé varhugavert að leggja mat á tölur degi til dags. Fleiri hafi nú greinst og þurft að leggjast inn heldur en í sumar þegar gripið var til aðgerða. „Við erum á verri stað núna hvað það varðar,“ segir Þórólfur. Í ljósi þessa gæti þurft að herða takmarkanir en Þórólfur segist þó ekki gera ráð fyrir því að skila minnisblaði til ráðherra í dag. „Það stendur nú ekki til en við erum alltaf í stöðugu samræðum um stöðuna og þróunina. Við höfum náttúrulega verið að hvetja fólk til þess að fara varlega og gæta að þessum einstaklingsbundnum sóttvörnum og vera ekki að hópast saman,“ segir Þórólfur. „Við erum að benda á þetta til þess að forðast það að beita einhverjum harðari aðgerðum, best væri ef við getum með því móti náð þessu niður. Við verðum bara að treysta fólki eins og við höfum alltaf gert í þessum faraldri,“ segir Þórólfur. Ertu eitthvað áhyggjufullur yfir helginni og hvernig tölurnar verða eftir það? „Þetta er alltaf bara spurningin um hvernig fólk hegðar sér og auðvitað verður það bara að koma í ljós eins og alltaf.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þeir sem ætla að halda stóra viðburði um helgina íhugi málið alvarlega Sóttvarnalæknir segir þjóðina nú þurfa að líta í eigin barm og reyna að takmarka eins og hún getur sína hegðun til að ná þessari bylgju niður. Þau fyrirtæki og aðilar sem stefna að því að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að íhuga málið alvarlega að mati sóttvarnalæknis. 28. október 2021 11:06 Þórólfur svartsýnn og segir ekki lengur samstöðu um aðgerðir Sóttvarnalæknir er afar svartsýnn vegna fjölda smitaðra síðustu daga. Hann óttast álag á spítalann og róðurinn sé þungur núna þegar sóttvarnaaðgerðir njóti minni stuðnings í samfélaginu, þar á meðal lítils stuðnings meðal ráðherra. 27. október 2021 12:02 Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Alls greindust 78 smitaðir innanlands í gær. Flestir voru í sóttkví við greiningu og áfram er meirihluti smita að greinast hjá bólusettum einstaklingum. Þrettán eru nú inniliggjandi á spítala, fjórir á gjörgæslu og þar af einn í öndunarvél. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir faraldurinn á nokkuð svipuðu róli og hann hefur verið undanfarna daga. „Þetta er alla vega ekki að fara upp á við og við þurfum bara að sjá hvernig þróunin verður næstu daga, hvort þetta verði eitthvað svipað, eða hvort þetta fer eitthvað að fara niður, sem væri náttúrulega best, eða eitthvað upp á við,“ segir Þórólfur. Hann bendir þó á að þróunin hafi verið sú í haust að faraldurinn sé í uppsveiflu og það sé varhugavert að leggja mat á tölur degi til dags. Fleiri hafi nú greinst og þurft að leggjast inn heldur en í sumar þegar gripið var til aðgerða. „Við erum á verri stað núna hvað það varðar,“ segir Þórólfur. Í ljósi þessa gæti þurft að herða takmarkanir en Þórólfur segist þó ekki gera ráð fyrir því að skila minnisblaði til ráðherra í dag. „Það stendur nú ekki til en við erum alltaf í stöðugu samræðum um stöðuna og þróunina. Við höfum náttúrulega verið að hvetja fólk til þess að fara varlega og gæta að þessum einstaklingsbundnum sóttvörnum og vera ekki að hópast saman,“ segir Þórólfur. „Við erum að benda á þetta til þess að forðast það að beita einhverjum harðari aðgerðum, best væri ef við getum með því móti náð þessu niður. Við verðum bara að treysta fólki eins og við höfum alltaf gert í þessum faraldri,“ segir Þórólfur. Ertu eitthvað áhyggjufullur yfir helginni og hvernig tölurnar verða eftir það? „Þetta er alltaf bara spurningin um hvernig fólk hegðar sér og auðvitað verður það bara að koma í ljós eins og alltaf.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þeir sem ætla að halda stóra viðburði um helgina íhugi málið alvarlega Sóttvarnalæknir segir þjóðina nú þurfa að líta í eigin barm og reyna að takmarka eins og hún getur sína hegðun til að ná þessari bylgju niður. Þau fyrirtæki og aðilar sem stefna að því að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að íhuga málið alvarlega að mati sóttvarnalæknis. 28. október 2021 11:06 Þórólfur svartsýnn og segir ekki lengur samstöðu um aðgerðir Sóttvarnalæknir er afar svartsýnn vegna fjölda smitaðra síðustu daga. Hann óttast álag á spítalann og róðurinn sé þungur núna þegar sóttvarnaaðgerðir njóti minni stuðnings í samfélaginu, þar á meðal lítils stuðnings meðal ráðherra. 27. október 2021 12:02 Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Þeir sem ætla að halda stóra viðburði um helgina íhugi málið alvarlega Sóttvarnalæknir segir þjóðina nú þurfa að líta í eigin barm og reyna að takmarka eins og hún getur sína hegðun til að ná þessari bylgju niður. Þau fyrirtæki og aðilar sem stefna að því að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að íhuga málið alvarlega að mati sóttvarnalæknis. 28. október 2021 11:06
Þórólfur svartsýnn og segir ekki lengur samstöðu um aðgerðir Sóttvarnalæknir er afar svartsýnn vegna fjölda smitaðra síðustu daga. Hann óttast álag á spítalann og róðurinn sé þungur núna þegar sóttvarnaaðgerðir njóti minni stuðnings í samfélaginu, þar á meðal lítils stuðnings meðal ráðherra. 27. október 2021 12:02
Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52