Ísland: há laun – dýrt að lifa og búa Drífa Snædal skrifar 29. október 2021 14:31 Í gær var það staðfest með útgáfu haustskýrslu kjaratölfræðinefndar að sá árangur sem stefnt var að með kjarasamningunum 2019 náðist. Laun hafa hækkað umfram verðlag og lægstu laun hafa hækkað mest. Skilgreint er hversu stór hluti kjarabótanna kom í gegnum styttingu vinnuvikunnar og er það einnig staðfest að hið opinbera leiðir þá vegferð. Eins og við mátti búast er því slegið upp í fjölmiðlum að laun séu mjög há hér á landi og megum við vera stolt af því að hafa náð árangri með sterkri verkalýðshreyfingu. Það verður hins vegar að halda því til haga með sama hætti að það er töluvert dýrara að lifa hér heldur en víðast hvar. Matvöruverð er hærra, húsnæðiskostnaður sömuleiðis og aðrir þættir sem nauðsynlegir eru til að njóta lífsins. Það er því töluverð einföldun að segja bara frá launum en ekki útgjöldum. Eftir stendur að fjöldi fólks á vinnumarkaði á erfitt með að ná endum saman og vegur húsnæðiskostnaður þar einna þyngst. Það mun skipta öllu máli í aðdraganda kjaraviðræðna á næsta ári til hvaða aðgerða ný ríkisstjórn grípur til með það að markmiði að lækka húsnæðiskostnað og auka húsnæðisöryggi. Verkalýðshreyfingin mun ekki liggja á liði sínu í þeim efnum. Versta birtingarmynd erfiðs húsnæðismarkaðar er búseta í óöruggu atvinnuhúsnæði. Það er húsnæði sem er ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, öryggismál geta verið í lamasessi og aðbúnaður ekki mannsæmandi. Það er því fagnaðarefni að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Alþýðusamband Íslands hafa tekið höndum saman um að kortleggja þessa búsetu með það að markmiði að tryggja öryggi fólks sem býr í atvinnuhúsnæði. Ætlunin er að gera þetta svo um allt land. Ástæða þess að Alþýðusambandið leggur mikla vinnu í þetta verkefni er að þarna eru félagar í verkalýðsfélögum sem búa við óviðunandi aðstæður og við viljum fylgja því eftir að úr verði bætt. Við leggjum meðal annars til eftirlitsfulltrúa sem eru sérþjálfaðir í að ná sambandi við fólk og byggja upp traust. Sérstök áhersla er á tryggja öryggi fólks þar sem það er, en alls ekki að ógna húsnæðis- eða atvinnuöryggi þess. Þótt ýmsir vilji draga úr eftirliti og oft á forsendum sem eru ekki verjandi, þá er það hluti af gangverki okkar. Eftirlit stéttarfélaganna hefur til að mynda bjargað fjölda fólks úr óviðunandi aðstæðum, aukið möguleika til að fá kjör leiðrétt og aðbúnað bættan. Ekki síst veitir eftirlitið atvinnurekendum aðhald og á því er svo sannarlega oft þörf. Góð helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær var það staðfest með útgáfu haustskýrslu kjaratölfræðinefndar að sá árangur sem stefnt var að með kjarasamningunum 2019 náðist. Laun hafa hækkað umfram verðlag og lægstu laun hafa hækkað mest. Skilgreint er hversu stór hluti kjarabótanna kom í gegnum styttingu vinnuvikunnar og er það einnig staðfest að hið opinbera leiðir þá vegferð. Eins og við mátti búast er því slegið upp í fjölmiðlum að laun séu mjög há hér á landi og megum við vera stolt af því að hafa náð árangri með sterkri verkalýðshreyfingu. Það verður hins vegar að halda því til haga með sama hætti að það er töluvert dýrara að lifa hér heldur en víðast hvar. Matvöruverð er hærra, húsnæðiskostnaður sömuleiðis og aðrir þættir sem nauðsynlegir eru til að njóta lífsins. Það er því töluverð einföldun að segja bara frá launum en ekki útgjöldum. Eftir stendur að fjöldi fólks á vinnumarkaði á erfitt með að ná endum saman og vegur húsnæðiskostnaður þar einna þyngst. Það mun skipta öllu máli í aðdraganda kjaraviðræðna á næsta ári til hvaða aðgerða ný ríkisstjórn grípur til með það að markmiði að lækka húsnæðiskostnað og auka húsnæðisöryggi. Verkalýðshreyfingin mun ekki liggja á liði sínu í þeim efnum. Versta birtingarmynd erfiðs húsnæðismarkaðar er búseta í óöruggu atvinnuhúsnæði. Það er húsnæði sem er ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, öryggismál geta verið í lamasessi og aðbúnaður ekki mannsæmandi. Það er því fagnaðarefni að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Alþýðusamband Íslands hafa tekið höndum saman um að kortleggja þessa búsetu með það að markmiði að tryggja öryggi fólks sem býr í atvinnuhúsnæði. Ætlunin er að gera þetta svo um allt land. Ástæða þess að Alþýðusambandið leggur mikla vinnu í þetta verkefni er að þarna eru félagar í verkalýðsfélögum sem búa við óviðunandi aðstæður og við viljum fylgja því eftir að úr verði bætt. Við leggjum meðal annars til eftirlitsfulltrúa sem eru sérþjálfaðir í að ná sambandi við fólk og byggja upp traust. Sérstök áhersla er á tryggja öryggi fólks þar sem það er, en alls ekki að ógna húsnæðis- eða atvinnuöryggi þess. Þótt ýmsir vilji draga úr eftirliti og oft á forsendum sem eru ekki verjandi, þá er það hluti af gangverki okkar. Eftirlit stéttarfélaganna hefur til að mynda bjargað fjölda fólks úr óviðunandi aðstæðum, aukið möguleika til að fá kjör leiðrétt og aðbúnað bættan. Ekki síst veitir eftirlitið atvinnurekendum aðhald og á því er svo sannarlega oft þörf. Góð helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar