The Witcher eru byggðir á bókum eftir pólska rithöfundinn Andrzej Sapkowski. Þeir byggja einnig á gífurlega vinsælum tölvuleikjum sem gerðir voru eftir bókunum. Í söguheimi þáttanna átti sér stað atburður sem blandaði saman íbúum margra vídda og við það strönduðu allskonar skrímsli, menn, dvergar, álfar og alls kyns verur saman í einum heimi með tilheyrandi deilum og átökum.
Witcher er nafn sérstakra stríðsmanna sem voru skapaðir til að fella ill skrímsli.
Henry Cavill er í aðalhlutverki þáttanna og leikur Geralt. Anya Chalotra leikur Yennifer og Freya Allan leikur Ciri.
Streymi þáttanna opnar þann 17. desember.