Mönnunarkrísa á Landspítala getur leitt til takmarkana fyrir almenning Snorri Másson skrifar 30. október 2021 19:15 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, segir stöðuna tvísýna. Vísir/Egill Svo getur farið að mönnunarkrísa á Landspítala leiði til þess að almenningur þurfi að búa við sóttvarnatakmarkanir á ný, að sögn forstjóra Landspítalans. Staðan er mjög tvísýn á sjúkrahúsinu. Landspítalinn er farinn að þekkja þetta. Á meðan smitin eru um fjörutíu eða fimmtíu á dag, ræður spítalinn við stöðuna. Í þarsíðustu viku voru smitin að meðaltali 59 á dag. Í nýliðinni viku voru smitin um 68 á dag. Það er tölfræðileg staðreynd fyrir spítalann: Þetta er of mikið. „Í gær voru til dæmis 96 smit og það er nokkuð ljóst að ef það eru 2% álagnir er ákveðin áskorun í því, það segir sig sjálft,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans. Þær raddir heyrast sem gera lítið úr þeim vanda sem stafar af Covid-19 en forstjóri spítalans tekur ekki undir slíkan málflutning. „Staðan er bara öðruvísi. Staðan á spítalanum er mjög tvísýn. Það er kannski það sem er okkar helsta áskorun, það er mönnun. Við erum í miklum mönnunarvanda eða mönnunarkrísu, hvernig sem maður orðar það. Okkur vantar hjúkrunarfræðinga, okkur vantar heilbrigðisstarfsfólk. Þeir sem standa núna í framlínunni eru búnir að vera það í mjög langan tíma og eru bara orðnir lúnir,“ segir Guðlaug. Mikil áhrif á heilbrigðiskerfið ef spítalinn er færður upp á hættustig Við virðumst vera á leið inn í nýja bylgju, að sögn forstjórans. Á þessari stundu eru þó aðeins tveir á gjörgæslu og níu inniliggjandi á smitsjúkdómadeild. 900 eru í eftirliti hjá göngudeild. Afstaða er tekin til þess daglega hvort færa eigi sjúkrahúsið upp á hættustig, sem er afdrifarík ákvörðun. Er það þá þannig að mönnunarvandi á spítalanum er að valda því að við gætum verið að fara að sjá takmarkanir í samfélaginu? „Það getur alveg farið svo. Aðallega snýst þetta um það hvernig spítalinn er í stakk búinn til að takast á við verkefnið. Til að skýra það út, ef við stigum spítalann og förum upp á hættustig, þýðir það að við þurfum að draga úr valkvæðum aðgerðum og við erum ekki með göngudeildarstarfsemi, sem þýðir aftur að það hefur mjög mikil áhrif á heilbrigðiskerfið og samfélagið ef við þurfum að taka slíka ákvörðun,“ segir Guðlaug Rakel. Landspítalinn Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Landspítalinn er farinn að þekkja þetta. Á meðan smitin eru um fjörutíu eða fimmtíu á dag, ræður spítalinn við stöðuna. Í þarsíðustu viku voru smitin að meðaltali 59 á dag. Í nýliðinni viku voru smitin um 68 á dag. Það er tölfræðileg staðreynd fyrir spítalann: Þetta er of mikið. „Í gær voru til dæmis 96 smit og það er nokkuð ljóst að ef það eru 2% álagnir er ákveðin áskorun í því, það segir sig sjálft,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans. Þær raddir heyrast sem gera lítið úr þeim vanda sem stafar af Covid-19 en forstjóri spítalans tekur ekki undir slíkan málflutning. „Staðan er bara öðruvísi. Staðan á spítalanum er mjög tvísýn. Það er kannski það sem er okkar helsta áskorun, það er mönnun. Við erum í miklum mönnunarvanda eða mönnunarkrísu, hvernig sem maður orðar það. Okkur vantar hjúkrunarfræðinga, okkur vantar heilbrigðisstarfsfólk. Þeir sem standa núna í framlínunni eru búnir að vera það í mjög langan tíma og eru bara orðnir lúnir,“ segir Guðlaug. Mikil áhrif á heilbrigðiskerfið ef spítalinn er færður upp á hættustig Við virðumst vera á leið inn í nýja bylgju, að sögn forstjórans. Á þessari stundu eru þó aðeins tveir á gjörgæslu og níu inniliggjandi á smitsjúkdómadeild. 900 eru í eftirliti hjá göngudeild. Afstaða er tekin til þess daglega hvort færa eigi sjúkrahúsið upp á hættustig, sem er afdrifarík ákvörðun. Er það þá þannig að mönnunarvandi á spítalanum er að valda því að við gætum verið að fara að sjá takmarkanir í samfélaginu? „Það getur alveg farið svo. Aðallega snýst þetta um það hvernig spítalinn er í stakk búinn til að takast á við verkefnið. Til að skýra það út, ef við stigum spítalann og förum upp á hættustig, þýðir það að við þurfum að draga úr valkvæðum aðgerðum og við erum ekki með göngudeildarstarfsemi, sem þýðir aftur að það hefur mjög mikil áhrif á heilbrigðiskerfið og samfélagið ef við þurfum að taka slíka ákvörðun,“ segir Guðlaug Rakel.
Landspítalinn Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira