Afléttingar nú séu óábyrgar: Segir Landspítalann lekt fley í öldugangi Árni Sæberg skrifar 30. október 2021 21:50 Tómas Guðbjartsson hefur áhyggjur af stöðu mála vegna Covid-19. Vísir Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir fyrirséða fimmtu bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fyllt gjörgæslu Landspítalans upp í rjáfur auk þess sem hún hafi áhrif á alla aðra starfsemi spítalans. Tómas segir í færslu á Facebooksíðu sinni að álagið á gjörgæslu hafi verið viðbúið vegna þess mikla fjölda sem greinst hefur smitaður undanfarið, sem sé allt of mikill. Þá segir hann að þrátt fyrir útbreiddar bólusetningar muni rúmlega tvö prósent smitaðra þurfa innlögn á sjúkrahús. „Ég er alltaf að skrifa það sama, í hverri einustu bylgju hef ég bent á þetta sama sem allir vita. Það þarf samt að minna á þetta af því við erum ekki að upplifa þetta uppi á spítala eins og fólk er kannski að vonast eftir að þetta sé,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Ekki bara gjörgæsludeildin sem finnur fyrir áhrifum Covid Hinir lífshættulega veiku muni þurfa inn á gjörgæsludeild, sem sé þeirra eina lífsbjörg líkt og þeirra sem veikjast alvarlega af öðrum sjúkdómum, eða þurfi í skurðaðgerð. „En það eru fleiri deildir sem ströggla í fimmtu bylgjunni,“ segir Tómas og bendir á að í nýliðinni viku hafi nær engar hjarta- og lungnaðgerðir farið fram vegna smits sem barst inn á legudeildina. Þá hafi sjúklingar sem og starfsmenn deildarinnar smitast. „Þetta lamaði ekki aðeins starfsemi hjarta- og lungnaskurðdeildar, heldur einnig þeirra deilda sem þurftu að taka við sjúklingunum okkar,“ segir Tómas. Tómas segir að líkt og í fyrri bylgjum sé ástandið í þjóðfélaginu meiriháttar áskorun fyrir starfsfólk Landspítalans, enda þurfi það að halda úti lífsnauðsynlegri þjónustu allan sólarhringinn. Starfsfólk sé orðið þreytt Aðspurður segir Tómas stemninguna meðal starfsfólks á Landspítalanum ekki vera eins og hún á að sér að vera. „Það er mikil þreyta þótt að fólk hafi átt von á því að þetta kæmi fyrr eða seinna aftur, það er ekki hægt að segja að þetta sé eitthvað óviðbúið. Sérstaklega þegar það er búið að létta á hömlum,“ Þá segist hann merkja að fólk sé á undan reglum um afléttingar og að það skili sér í fleiri smitum. Það sé þó eðlilegt. „Það eru auðvitað allir orðnir þreyttir á þessu og langar til að fara að lifa lífinu aftur,“ segir hann. Þá segir hann það hafa nú raungerst sem allir starfsmenn spítalans hafi óttast, að smit berist inn á deildir. Það valdi smitum meðal bæði sjúklinga og starfsfólks deildanna og geti lamað heilu deildirnar, sem séu sumar einar sinnar tegundar á landinu. Aflétting aðgerða sé algjörlega óábyrg Tómas segir að miðað við núverandi aðstæður sé algjörlega óábyrgt að ætla aflétta öllum takmörkunum vegna Covid-19 hér á landi. „Til þess er Landspítali, höfuðfley íslenska heilbrigðiskerfisins, enn of lekt.“ Hann segir þann leka ekki verða bættan yfir nótt og það sé því miður tilfinning hans að lítið sé gert til að stoppa í gatið með ríkisstjórnarkapal í hægagangi. Ábyrgðin á stöðu Landspítalans sé stjórnavalda sem hafa um áratuga skeið skammtað spítalanum allt of naumt fé til að sinna lögbundnum skyldum sínum. „Ég hef sagt það áður, þetta fley heilbrigðiskerfisins siglir bara áfram einhverjum hægangi, kosningarnar búnar, ekki ljóst hver verður heilbrigðisráðherra, forstjórinn hættur og tímabundinn forstjóri. Það er ekkert voða mikið að gerast,“ segir Tómas. „Covid hefur síðan bara þyngt róðurinn – og gert lekann augljósari,“ segir Tómas að lokum. Færslu Tómasar má lesa í heild sinni hér að neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira
Tómas segir í færslu á Facebooksíðu sinni að álagið á gjörgæslu hafi verið viðbúið vegna þess mikla fjölda sem greinst hefur smitaður undanfarið, sem sé allt of mikill. Þá segir hann að þrátt fyrir útbreiddar bólusetningar muni rúmlega tvö prósent smitaðra þurfa innlögn á sjúkrahús. „Ég er alltaf að skrifa það sama, í hverri einustu bylgju hef ég bent á þetta sama sem allir vita. Það þarf samt að minna á þetta af því við erum ekki að upplifa þetta uppi á spítala eins og fólk er kannski að vonast eftir að þetta sé,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Ekki bara gjörgæsludeildin sem finnur fyrir áhrifum Covid Hinir lífshættulega veiku muni þurfa inn á gjörgæsludeild, sem sé þeirra eina lífsbjörg líkt og þeirra sem veikjast alvarlega af öðrum sjúkdómum, eða þurfi í skurðaðgerð. „En það eru fleiri deildir sem ströggla í fimmtu bylgjunni,“ segir Tómas og bendir á að í nýliðinni viku hafi nær engar hjarta- og lungnaðgerðir farið fram vegna smits sem barst inn á legudeildina. Þá hafi sjúklingar sem og starfsmenn deildarinnar smitast. „Þetta lamaði ekki aðeins starfsemi hjarta- og lungnaskurðdeildar, heldur einnig þeirra deilda sem þurftu að taka við sjúklingunum okkar,“ segir Tómas. Tómas segir að líkt og í fyrri bylgjum sé ástandið í þjóðfélaginu meiriháttar áskorun fyrir starfsfólk Landspítalans, enda þurfi það að halda úti lífsnauðsynlegri þjónustu allan sólarhringinn. Starfsfólk sé orðið þreytt Aðspurður segir Tómas stemninguna meðal starfsfólks á Landspítalanum ekki vera eins og hún á að sér að vera. „Það er mikil þreyta þótt að fólk hafi átt von á því að þetta kæmi fyrr eða seinna aftur, það er ekki hægt að segja að þetta sé eitthvað óviðbúið. Sérstaklega þegar það er búið að létta á hömlum,“ Þá segist hann merkja að fólk sé á undan reglum um afléttingar og að það skili sér í fleiri smitum. Það sé þó eðlilegt. „Það eru auðvitað allir orðnir þreyttir á þessu og langar til að fara að lifa lífinu aftur,“ segir hann. Þá segir hann það hafa nú raungerst sem allir starfsmenn spítalans hafi óttast, að smit berist inn á deildir. Það valdi smitum meðal bæði sjúklinga og starfsfólks deildanna og geti lamað heilu deildirnar, sem séu sumar einar sinnar tegundar á landinu. Aflétting aðgerða sé algjörlega óábyrg Tómas segir að miðað við núverandi aðstæður sé algjörlega óábyrgt að ætla aflétta öllum takmörkunum vegna Covid-19 hér á landi. „Til þess er Landspítali, höfuðfley íslenska heilbrigðiskerfisins, enn of lekt.“ Hann segir þann leka ekki verða bættan yfir nótt og það sé því miður tilfinning hans að lítið sé gert til að stoppa í gatið með ríkisstjórnarkapal í hægagangi. Ábyrgðin á stöðu Landspítalans sé stjórnavalda sem hafa um áratuga skeið skammtað spítalanum allt of naumt fé til að sinna lögbundnum skyldum sínum. „Ég hef sagt það áður, þetta fley heilbrigðiskerfisins siglir bara áfram einhverjum hægangi, kosningarnar búnar, ekki ljóst hver verður heilbrigðisráðherra, forstjórinn hættur og tímabundinn forstjóri. Það er ekkert voða mikið að gerast,“ segir Tómas. „Covid hefur síðan bara þyngt róðurinn – og gert lekann augljósari,“ segir Tómas að lokum. Færslu Tómasar má lesa í heild sinni hér að neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira