„Fólk bara gefst upp“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. október 2021 14:23 Soffía Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni, er orðin langþreytt á ástandinu. Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni segir ríkja algjörlega ótækt ástand. Álagið hafi vaxið mikið undanfarin ár. Soffía Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, hefur unnið á bráðamóttökunni síðastliðin sex ár. Hún segist lúin og að andi mikil þreyta sé meðal starfsfólks spítalans. Til að undirstrika alvarleika málsins biður hún fólk að fá ekki sjálfsvígshugsanir eftir klukkan fimm á daginn, enda sé þá búið að loka geðdeild. „Það bara vex, álagið, og við eigum alltaf að hlaupa hraðar. Starfsfólk er orðið dauðuppgefið og við erum búin að missa rosalega gott fólk frá okkur. Lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Fólk bara gefst upp,“ segir Soffía en hún telur að fólk færi sig þá jafnan í rólegra umhverfi og nefnir heilsugæsluna sem dæmi. Aðspurð hvernig hægt væri að koma til móts við starfsfólk á bráðamóttökunni segir Soffía að fyrst þurfi að leysa mönnunarvanda. Álagið hafi aukist mikið með tilfærslu hjartagáttarinnar yfir á bráðamóttökuna en enginn hafi verið ráðinn inn til að sinna því sérstaklega. Starfsfólk þurfi bara að vinna meira. Sjúklingar „dagi uppi“ í gluggalausum herbergjum „Við erum með 36 rúm en yfirleitt erum við með áttatíu eða níutíu sjúklinga inni á bráðamóttöku,“ segir Soffía. Soffía segir að fleiri úrræði vanti fyrir aldraða. Algengt sé að eldra fólk komi á bráðamóttöku og festist þar í kjölfarið. Fólk „dagi uppi“ í gluggalausum herbergjum í fleiri sólarhringa enda vanti rými innan heilbrigðiskerfisins svo að hægt sé að senda fólk áfram á viðeigandi deildir. „Við erum hrædd við að gera mistök út af álagi og það er bara ótækt að bjóða upp á þessa þjónustu. Gamalt og veikt fólk liggi á göngum eða dagi uppi á bráðamóttöku. Þetta er bara algjörlega ótækt. Það virðist enginn ætla að hlusta.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Dvelja á bráðamóttöku vegna plássleysis Á fimmta tug sjúklinga þurfa að dvelja á bráðamóttöku hverju sinni því ekki er pláss fyrir þá á legudeild, að sögn formanns Fagráðs í bráðahjúkrun. Ástandið sé grafalvarlegt. 14. október 2021 20:16 Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
Soffía Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, hefur unnið á bráðamóttökunni síðastliðin sex ár. Hún segist lúin og að andi mikil þreyta sé meðal starfsfólks spítalans. Til að undirstrika alvarleika málsins biður hún fólk að fá ekki sjálfsvígshugsanir eftir klukkan fimm á daginn, enda sé þá búið að loka geðdeild. „Það bara vex, álagið, og við eigum alltaf að hlaupa hraðar. Starfsfólk er orðið dauðuppgefið og við erum búin að missa rosalega gott fólk frá okkur. Lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Fólk bara gefst upp,“ segir Soffía en hún telur að fólk færi sig þá jafnan í rólegra umhverfi og nefnir heilsugæsluna sem dæmi. Aðspurð hvernig hægt væri að koma til móts við starfsfólk á bráðamóttökunni segir Soffía að fyrst þurfi að leysa mönnunarvanda. Álagið hafi aukist mikið með tilfærslu hjartagáttarinnar yfir á bráðamóttökuna en enginn hafi verið ráðinn inn til að sinna því sérstaklega. Starfsfólk þurfi bara að vinna meira. Sjúklingar „dagi uppi“ í gluggalausum herbergjum „Við erum með 36 rúm en yfirleitt erum við með áttatíu eða níutíu sjúklinga inni á bráðamóttöku,“ segir Soffía. Soffía segir að fleiri úrræði vanti fyrir aldraða. Algengt sé að eldra fólk komi á bráðamóttöku og festist þar í kjölfarið. Fólk „dagi uppi“ í gluggalausum herbergjum í fleiri sólarhringa enda vanti rými innan heilbrigðiskerfisins svo að hægt sé að senda fólk áfram á viðeigandi deildir. „Við erum hrædd við að gera mistök út af álagi og það er bara ótækt að bjóða upp á þessa þjónustu. Gamalt og veikt fólk liggi á göngum eða dagi uppi á bráðamóttöku. Þetta er bara algjörlega ótækt. Það virðist enginn ætla að hlusta.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Dvelja á bráðamóttöku vegna plássleysis Á fimmta tug sjúklinga þurfa að dvelja á bráðamóttöku hverju sinni því ekki er pláss fyrir þá á legudeild, að sögn formanns Fagráðs í bráðahjúkrun. Ástandið sé grafalvarlegt. 14. október 2021 20:16 Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
Dvelja á bráðamóttöku vegna plássleysis Á fimmta tug sjúklinga þurfa að dvelja á bráðamóttöku hverju sinni því ekki er pláss fyrir þá á legudeild, að sögn formanns Fagráðs í bráðahjúkrun. Ástandið sé grafalvarlegt. 14. október 2021 20:16
Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45