Íslendingar minna hræddir við Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2021 11:52 Í nýjasta þjóðarpúlsinum segjast 21 prósent svarar óttast það mjög lítið að smitast af Covid-19. Þrjátíu prósent segja frekar lítið og 36 prósent segja hvorki mikið né lítið. Vísir/Einar Íslendingar eru minna hræddir við að smitast af Covid-19 og treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum minna til að takast á við faraldur kórónuveirunnar, þó langflestir geri það enn. Þetta er meðal niðurstaða í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Könnunin var framkvæmd frá 21. til 28. október. 1.635 voru valdir af handahófi úr Viðhorfahópi Gallup til að taka þátt en fjöldi svarenda var 833. Í tilkynningu frá Gallup segir að flest svörin hafi borist á fyrri hluta könnunartímabilsins en smituðum hafi fjölgað talsvert á seinni hluta tímabilsins. Gera megi ráð fyrir að niðurstöður taki breytingum þessa dagana. Í nýjasta þjóðarpúlsinum segjast 21 prósent svarar óttast það mjög lítið að smitast af Covid-19. Þrjátíu prósent segja frekar lítið og 36 prósent segja hvorki mikið né lítið. Ellefu prósent sögðu frekar mikið og tvö prósent sögðu óttast það mjög mikið að smitast af Covid-19. Óttast þú mikið eða lítið að smitast af Covid-19? Þegar kemur að því hvort Íslendingar treysti almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum hér á landi til að takast á við Covid-19 er ljóst að mikill meirihluti gerir það. Hópurinn sem gerir það ekki hefur þó stækkað örlítið. Aðeins eitt prósent segir traustið mjög lítið og þrjú prósent segja það frekar lítið. Sjö prósent segja traustið hvorki mikið né lítið. 21 prósent segja traustið frekar mikið og 39 prósent segja það mjög mikið. Þá segjast 29 prósent svarenda treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum fullkomlega til að takast á við faraldurinn. Sá hópur hefur minnkað um fimm prósent milli Þjóðarpúlsa og hefur aðeins einu sinni verið minni á árinu en hann var 28 prósent um mánaðamótin júlí ágúst. Hversu vel eða illa treystir þú almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi til að takast á við Covid-19? Einnig kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup að langflestir sem svöruðu telja heilbrigðisyfirvöld vera að gera hæfilega mikið til að bregðast við faraldrinum. Eitt prósent sagði allt of lítið gert og níu prósent sögðu aðeins og lítið. Þrettán prósent sögðu aðeins of mikið og fimm prósent allt of mikið. 71 prósent svarenda sagði aðgerðirnar þó hæfilegar. Áhugasamir geta skoðað niðurstöðurnar ítarlega í kynningu Gallup. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðanakannanir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaða í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Könnunin var framkvæmd frá 21. til 28. október. 1.635 voru valdir af handahófi úr Viðhorfahópi Gallup til að taka þátt en fjöldi svarenda var 833. Í tilkynningu frá Gallup segir að flest svörin hafi borist á fyrri hluta könnunartímabilsins en smituðum hafi fjölgað talsvert á seinni hluta tímabilsins. Gera megi ráð fyrir að niðurstöður taki breytingum þessa dagana. Í nýjasta þjóðarpúlsinum segjast 21 prósent svarar óttast það mjög lítið að smitast af Covid-19. Þrjátíu prósent segja frekar lítið og 36 prósent segja hvorki mikið né lítið. Ellefu prósent sögðu frekar mikið og tvö prósent sögðu óttast það mjög mikið að smitast af Covid-19. Óttast þú mikið eða lítið að smitast af Covid-19? Þegar kemur að því hvort Íslendingar treysti almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum hér á landi til að takast á við Covid-19 er ljóst að mikill meirihluti gerir það. Hópurinn sem gerir það ekki hefur þó stækkað örlítið. Aðeins eitt prósent segir traustið mjög lítið og þrjú prósent segja það frekar lítið. Sjö prósent segja traustið hvorki mikið né lítið. 21 prósent segja traustið frekar mikið og 39 prósent segja það mjög mikið. Þá segjast 29 prósent svarenda treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum fullkomlega til að takast á við faraldurinn. Sá hópur hefur minnkað um fimm prósent milli Þjóðarpúlsa og hefur aðeins einu sinni verið minni á árinu en hann var 28 prósent um mánaðamótin júlí ágúst. Hversu vel eða illa treystir þú almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi til að takast á við Covid-19? Einnig kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup að langflestir sem svöruðu telja heilbrigðisyfirvöld vera að gera hæfilega mikið til að bregðast við faraldrinum. Eitt prósent sagði allt of lítið gert og níu prósent sögðu aðeins og lítið. Þrettán prósent sögðu aðeins of mikið og fimm prósent allt of mikið. 71 prósent svarenda sagði aðgerðirnar þó hæfilegar. Áhugasamir geta skoðað niðurstöðurnar ítarlega í kynningu Gallup.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðanakannanir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira