Íslendingar minna hræddir við Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2021 11:52 Í nýjasta þjóðarpúlsinum segjast 21 prósent svarar óttast það mjög lítið að smitast af Covid-19. Þrjátíu prósent segja frekar lítið og 36 prósent segja hvorki mikið né lítið. Vísir/Einar Íslendingar eru minna hræddir við að smitast af Covid-19 og treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum minna til að takast á við faraldur kórónuveirunnar, þó langflestir geri það enn. Þetta er meðal niðurstaða í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Könnunin var framkvæmd frá 21. til 28. október. 1.635 voru valdir af handahófi úr Viðhorfahópi Gallup til að taka þátt en fjöldi svarenda var 833. Í tilkynningu frá Gallup segir að flest svörin hafi borist á fyrri hluta könnunartímabilsins en smituðum hafi fjölgað talsvert á seinni hluta tímabilsins. Gera megi ráð fyrir að niðurstöður taki breytingum þessa dagana. Í nýjasta þjóðarpúlsinum segjast 21 prósent svarar óttast það mjög lítið að smitast af Covid-19. Þrjátíu prósent segja frekar lítið og 36 prósent segja hvorki mikið né lítið. Ellefu prósent sögðu frekar mikið og tvö prósent sögðu óttast það mjög mikið að smitast af Covid-19. Óttast þú mikið eða lítið að smitast af Covid-19? Þegar kemur að því hvort Íslendingar treysti almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum hér á landi til að takast á við Covid-19 er ljóst að mikill meirihluti gerir það. Hópurinn sem gerir það ekki hefur þó stækkað örlítið. Aðeins eitt prósent segir traustið mjög lítið og þrjú prósent segja það frekar lítið. Sjö prósent segja traustið hvorki mikið né lítið. 21 prósent segja traustið frekar mikið og 39 prósent segja það mjög mikið. Þá segjast 29 prósent svarenda treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum fullkomlega til að takast á við faraldurinn. Sá hópur hefur minnkað um fimm prósent milli Þjóðarpúlsa og hefur aðeins einu sinni verið minni á árinu en hann var 28 prósent um mánaðamótin júlí ágúst. Hversu vel eða illa treystir þú almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi til að takast á við Covid-19? Einnig kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup að langflestir sem svöruðu telja heilbrigðisyfirvöld vera að gera hæfilega mikið til að bregðast við faraldrinum. Eitt prósent sagði allt of lítið gert og níu prósent sögðu aðeins og lítið. Þrettán prósent sögðu aðeins of mikið og fimm prósent allt of mikið. 71 prósent svarenda sagði aðgerðirnar þó hæfilegar. Áhugasamir geta skoðað niðurstöðurnar ítarlega í kynningu Gallup. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðanakannanir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaða í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Könnunin var framkvæmd frá 21. til 28. október. 1.635 voru valdir af handahófi úr Viðhorfahópi Gallup til að taka þátt en fjöldi svarenda var 833. Í tilkynningu frá Gallup segir að flest svörin hafi borist á fyrri hluta könnunartímabilsins en smituðum hafi fjölgað talsvert á seinni hluta tímabilsins. Gera megi ráð fyrir að niðurstöður taki breytingum þessa dagana. Í nýjasta þjóðarpúlsinum segjast 21 prósent svarar óttast það mjög lítið að smitast af Covid-19. Þrjátíu prósent segja frekar lítið og 36 prósent segja hvorki mikið né lítið. Ellefu prósent sögðu frekar mikið og tvö prósent sögðu óttast það mjög mikið að smitast af Covid-19. Óttast þú mikið eða lítið að smitast af Covid-19? Þegar kemur að því hvort Íslendingar treysti almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum hér á landi til að takast á við Covid-19 er ljóst að mikill meirihluti gerir það. Hópurinn sem gerir það ekki hefur þó stækkað örlítið. Aðeins eitt prósent segir traustið mjög lítið og þrjú prósent segja það frekar lítið. Sjö prósent segja traustið hvorki mikið né lítið. 21 prósent segja traustið frekar mikið og 39 prósent segja það mjög mikið. Þá segjast 29 prósent svarenda treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum fullkomlega til að takast á við faraldurinn. Sá hópur hefur minnkað um fimm prósent milli Þjóðarpúlsa og hefur aðeins einu sinni verið minni á árinu en hann var 28 prósent um mánaðamótin júlí ágúst. Hversu vel eða illa treystir þú almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi til að takast á við Covid-19? Einnig kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup að langflestir sem svöruðu telja heilbrigðisyfirvöld vera að gera hæfilega mikið til að bregðast við faraldrinum. Eitt prósent sagði allt of lítið gert og níu prósent sögðu aðeins og lítið. Þrettán prósent sögðu aðeins of mikið og fimm prósent allt of mikið. 71 prósent svarenda sagði aðgerðirnar þó hæfilegar. Áhugasamir geta skoðað niðurstöðurnar ítarlega í kynningu Gallup.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðanakannanir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira