Jólastöðin er eina stöðin á landinu sem spilar einungis jólalög og hafa hlustendur tekið stöðinni fagnandi á hverju ári.
Jólin eru þó mætt á fleiri staði en Jólastöðina. Verslunin Costco var komin í jólaskap í september. Jólageitin er komin upp og er hangikjötið komið á boðstólinn í Ikea. Þá eru piparkökur, jólakökur, jólaöl og jólabjór einnig komin í búðir, ásamt því að jólaljós eru farin að spretta upp á hinum ýmsu stöðum.
Hvort sem þú ert komin í jólaskapið strax eða ekki, þá eru jólalögin óumflýjanlegur hluti af jólaundirbúningnum og færir Jólastöðin þér þau beint í æð.
Hér fyrir neðan má hlusta á Jólastöð LéttBylgjunnar: