Dómarar gætu leyft stefnur vegna þungunarrofsbannsins í Texas Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 23:26 Konur mótmæla þungunarrofsbanninu í Texas fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna í Washington-borg í dag. AP/Jacquelyn Martin Íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna virtust hallast að því að leyfa heilsugæslustöðvum sem framkvæmda þungunarrof að höfða mál til að fá bann við þungunarrofi í Texas ógilt þegar mál þeirra var tekið fyrir í dag. Lög sem bönnuðu þungunarrof nærri því með öllu sem ríkisþing Texas setti og fengu að taka gildi í byrjun september voru sérstaklega hönnuð til þess að gera fulltrúum heilsugæslustöðva og alríkisstjórnarinnar erfitt fyrir að fella úr gildi fyrir dómstólum. Fjöldi íhaldssamra ríkja hefur reynt að setja sífellt strangari lög um þungunarrof en dómstólar hafa iðulega fellt þau úr gildi jafnóðum þar sem dómafordæmi Hæstaréttar Bandaríkjanna kveður á um að konur eigi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs áður en fóstur er talið lífvænlegt. Venjulega hafa heilsugæslustöðvar eða hagsmunasamtök stefnt embættismönnum í ríkjunum til þess að koma í veg fyrir að þeir framfylgi lögunum. Í Texaslögunum er hins vegar kveðið á um að embættismenn í Texas framfylgi ekki lögunum heldur þurfi almennir borgarar að stefna hverjum þeim sem aðstoðar konu við að komast í þungunarrof. Þungar sektir vofa yfir heilsugæslustöðvum verði þær fundnar sekar um að brjóta lögin. Á þennan hátt vonuðust repúblikana í Texas sem stóðu að lögunum að ekki væri hægt að stefna ríkinu eða embættismönnum þess til að fella þau úr gildi. Bannið við þungunarrofi tæki gildi og enginn gæti látið reyna á lögmæti þeirra nema almennur borgari virkjaði lögin og stefni einhverjum sem aðstoðaði konu með þungunarrof. Gætu ógilt lögin eða vísað aftur til lægri dómstiga Brellan virkaði því íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu þessi lagatæknilegu álitamál koma í veg fyrir að þeir gætu stöðvað að lögin tækju gildi 1. september þrátt fyrir hávær mótmæli frjálslyndari dómara sem töldu bannið skýrt stjórnarskrárbrot. Þannig tók bannið gildi í Texas þrátt fyrir að það stangist klárlega á við stjórnarskrá eins og Hæstiréttur hefur túlkað hana til þessa. Síðan þá hafa stefnur vegna laganna velkst um á ýmsum neðri dómstigum. Hæstiréttur tók tvö mál fyrir í dag en þau snúast um hvort að heilsugæslustöðvar annars vegar og dómsmálaráðuneytið hins vegar geti höfðað mál til þess að fella lögin úr gildi. Reuters-fréttastofan segir að íhaldssömu dómararnir sem leyfðu lögunum að taka gildi hafi virst hallir undir að leyfa heilsugæslustöðvunum að reyna á lögmæti laganna við málflutninginn í dag. Þeir hafi ekki verið eins vissir um það hvort að dómsmálaráðuneytið ætti að mega það líka. Brett Kavanaugh, einn af íhaldssömu dómurunum þremur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði, velti þannig upp hvort ekki þyrfti að loka smugu sem ríkisþingmen Texas notfærðu sér til þess að koma í veg fyrir að dómstólar gætu skorið úr um lögmæti laga. Velti hann fyrir sér hvað gerðist ef önnur ríki færu í sambærilegar lagalegar æfingar með önnur stjórnarskrárvarin réttindi eins og að banna sölu á skotvopnum. Hæstiréttur gæti nú ákveðið að fella lögin úr gildi eða leyfa lægri alríkisdómstigum að kveða upp úr um lögmæti þeirra. AP-fréttastofan segir þó óljóst hversu fljótt dómararnir komist að niðurstöðu. Þungunarrof Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Þungunarrofsbannið í Texas fær enn að standa Umdeilt þungunarrofsbann í Texas fær áfram að standa þrátt fyrir að það virðist stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að alríkisdómstóll hafnaði kröfu dómsmálaráðuneytisins um að fella það úr gildi tímabundið í gær. 15. október 2021 09:37 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Lög sem bönnuðu þungunarrof nærri því með öllu sem ríkisþing Texas setti og fengu að taka gildi í byrjun september voru sérstaklega hönnuð til þess að gera fulltrúum heilsugæslustöðva og alríkisstjórnarinnar erfitt fyrir að fella úr gildi fyrir dómstólum. Fjöldi íhaldssamra ríkja hefur reynt að setja sífellt strangari lög um þungunarrof en dómstólar hafa iðulega fellt þau úr gildi jafnóðum þar sem dómafordæmi Hæstaréttar Bandaríkjanna kveður á um að konur eigi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs áður en fóstur er talið lífvænlegt. Venjulega hafa heilsugæslustöðvar eða hagsmunasamtök stefnt embættismönnum í ríkjunum til þess að koma í veg fyrir að þeir framfylgi lögunum. Í Texaslögunum er hins vegar kveðið á um að embættismenn í Texas framfylgi ekki lögunum heldur þurfi almennir borgarar að stefna hverjum þeim sem aðstoðar konu við að komast í þungunarrof. Þungar sektir vofa yfir heilsugæslustöðvum verði þær fundnar sekar um að brjóta lögin. Á þennan hátt vonuðust repúblikana í Texas sem stóðu að lögunum að ekki væri hægt að stefna ríkinu eða embættismönnum þess til að fella þau úr gildi. Bannið við þungunarrofi tæki gildi og enginn gæti látið reyna á lögmæti þeirra nema almennur borgari virkjaði lögin og stefni einhverjum sem aðstoðaði konu með þungunarrof. Gætu ógilt lögin eða vísað aftur til lægri dómstiga Brellan virkaði því íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu þessi lagatæknilegu álitamál koma í veg fyrir að þeir gætu stöðvað að lögin tækju gildi 1. september þrátt fyrir hávær mótmæli frjálslyndari dómara sem töldu bannið skýrt stjórnarskrárbrot. Þannig tók bannið gildi í Texas þrátt fyrir að það stangist klárlega á við stjórnarskrá eins og Hæstiréttur hefur túlkað hana til þessa. Síðan þá hafa stefnur vegna laganna velkst um á ýmsum neðri dómstigum. Hæstiréttur tók tvö mál fyrir í dag en þau snúast um hvort að heilsugæslustöðvar annars vegar og dómsmálaráðuneytið hins vegar geti höfðað mál til þess að fella lögin úr gildi. Reuters-fréttastofan segir að íhaldssömu dómararnir sem leyfðu lögunum að taka gildi hafi virst hallir undir að leyfa heilsugæslustöðvunum að reyna á lögmæti laganna við málflutninginn í dag. Þeir hafi ekki verið eins vissir um það hvort að dómsmálaráðuneytið ætti að mega það líka. Brett Kavanaugh, einn af íhaldssömu dómurunum þremur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði, velti þannig upp hvort ekki þyrfti að loka smugu sem ríkisþingmen Texas notfærðu sér til þess að koma í veg fyrir að dómstólar gætu skorið úr um lögmæti laga. Velti hann fyrir sér hvað gerðist ef önnur ríki færu í sambærilegar lagalegar æfingar með önnur stjórnarskrárvarin réttindi eins og að banna sölu á skotvopnum. Hæstiréttur gæti nú ákveðið að fella lögin úr gildi eða leyfa lægri alríkisdómstigum að kveða upp úr um lögmæti þeirra. AP-fréttastofan segir þó óljóst hversu fljótt dómararnir komist að niðurstöðu.
Þungunarrof Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Þungunarrofsbannið í Texas fær enn að standa Umdeilt þungunarrofsbann í Texas fær áfram að standa þrátt fyrir að það virðist stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að alríkisdómstóll hafnaði kröfu dómsmálaráðuneytisins um að fella það úr gildi tímabundið í gær. 15. október 2021 09:37 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Þungunarrofsbannið í Texas fær enn að standa Umdeilt þungunarrofsbann í Texas fær áfram að standa þrátt fyrir að það virðist stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að alríkisdómstóll hafnaði kröfu dómsmálaráðuneytisins um að fella það úr gildi tímabundið í gær. 15. október 2021 09:37